Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. desember 2024 17:02 Jón Breki, samfélagsmiðlastjóri hjá NTC, fagnaði tvítugsafmæli sínu með stæl um helgina. Aðsend Samfélagsmiðlastjórinn Jón Breki Jónasson lifir og hrærist í heimi tískunnar og hefur brennandi áhuga fyrir henni. Hann fagnaði tvítugsafmæli sínu með glæsilegri og litríkri veislu í Höfuðstöðinni á laugardagskvöld og skein skært í klæðaburði sem hann lagði allt í. „Stemningin í afmælinu var alveg ótrúleg. Allir mættu í litum eða hvítu, og það var algjört partý. Afmælið var haldið á Höfuðstöðinni og var ótrúlega gaman að geta kíkt í feldherbergið á listasýninguna og svo farið fram í skemmtunina. ClubDub kíkti við og stillti stemninguna algjörlega fyrir restina af kvöldinu. Þetta var alveg ógleymanlegur dagur,“ segir Jón Breki og bætir við: „Ég elska að halda upp á afmælið mitt! Mér finnst skemmtilegast að finna eitthvað þema fyrir tilefnið. Ég hef lítinn áhuga á að vera í öllu svörtu, þannig að í ár var afmælið með litaþema.“ Það var gríðarleg stemning í afmælinu hjá Jóni Breka.Aðsend Hann segir að hjartnæm og einlæg gjöf standi þó algjörlega upp úr frá kvöldinu. „Systir mín gaf mér bókina Love Letters to JB með bréfum frá mínu besta fólki, bæði frá Íslandi og Danmörku. Það þótti mér ótrúlega vænt um,“ segir Jón Breki en hann bjó í Danmörku fyrstu sautján ár lífsins. Jón Breki skoðar uppáhalds gjöfina með sínu besta fólki.Aðsend Eins og sönnum tískuunnanda sæmir lagði Jón Breki allt í afmælisfötin sem komu frá ólíkum hátískuhúsum. „Ég var í hvítri skyrtu frá bresku drottningunni Vivienne Westwood og pallíettubuxum frá ítalska tískuhúsinu Missoni.“ Jón klæddist Vivienne Westwood og Missoni.Aðsend Jón takmarkar sig alls ekki við ákveðin tískuhús. „Ég á rosalega erfitt með að velja uppáhalds fatamerki en ef ég þyrfti að nefna eitt sem stendur upp úr í fataskápnum mínum núna um jólin, væri það örugglega danska merkið Stine Goya. Ég er sérstaklega hrifinn af jökkunum frá þeim.“ Aðspurður hvaða litir séu í uppáhaldi hjá honum fyrir jólin segir hann: „Blár, silfur, rauður og fjólublár. Þetta eru litirnir sem heilla mig mest núna. Ég elska að klæðast litríkum fötum og þessir litir hafa verið í miklu uppáhaldi að undanförnu. Enda voru blöðrurnar í afmælinu í alls konar björtum og skemmtilegum litum.“ Gestir tóku litaþemanu alvarlega.Aðsend Hann segist vera búinn að ákveða föt fyrir jólin en þau eru ekki endilega í hans anda. „Jóladressið í ár verður þetta klassíska. Fjölskyldan mín er með hefð fyrir því að vera í ljótum jólapeysum og okkur finnst það bæði ótrúlega skemmtilegt og spennandi að sjá hver peysa ársins verður.“ Tímamót Tíska og hönnun Samkvæmislífið Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Stemningin í afmælinu var alveg ótrúleg. Allir mættu í litum eða hvítu, og það var algjört partý. Afmælið var haldið á Höfuðstöðinni og var ótrúlega gaman að geta kíkt í feldherbergið á listasýninguna og svo farið fram í skemmtunina. ClubDub kíkti við og stillti stemninguna algjörlega fyrir restina af kvöldinu. Þetta var alveg ógleymanlegur dagur,“ segir Jón Breki og bætir við: „Ég elska að halda upp á afmælið mitt! Mér finnst skemmtilegast að finna eitthvað þema fyrir tilefnið. Ég hef lítinn áhuga á að vera í öllu svörtu, þannig að í ár var afmælið með litaþema.“ Það var gríðarleg stemning í afmælinu hjá Jóni Breka.Aðsend Hann segir að hjartnæm og einlæg gjöf standi þó algjörlega upp úr frá kvöldinu. „Systir mín gaf mér bókina Love Letters to JB með bréfum frá mínu besta fólki, bæði frá Íslandi og Danmörku. Það þótti mér ótrúlega vænt um,“ segir Jón Breki en hann bjó í Danmörku fyrstu sautján ár lífsins. Jón Breki skoðar uppáhalds gjöfina með sínu besta fólki.Aðsend Eins og sönnum tískuunnanda sæmir lagði Jón Breki allt í afmælisfötin sem komu frá ólíkum hátískuhúsum. „Ég var í hvítri skyrtu frá bresku drottningunni Vivienne Westwood og pallíettubuxum frá ítalska tískuhúsinu Missoni.“ Jón klæddist Vivienne Westwood og Missoni.Aðsend Jón takmarkar sig alls ekki við ákveðin tískuhús. „Ég á rosalega erfitt með að velja uppáhalds fatamerki en ef ég þyrfti að nefna eitt sem stendur upp úr í fataskápnum mínum núna um jólin, væri það örugglega danska merkið Stine Goya. Ég er sérstaklega hrifinn af jökkunum frá þeim.“ Aðspurður hvaða litir séu í uppáhaldi hjá honum fyrir jólin segir hann: „Blár, silfur, rauður og fjólublár. Þetta eru litirnir sem heilla mig mest núna. Ég elska að klæðast litríkum fötum og þessir litir hafa verið í miklu uppáhaldi að undanförnu. Enda voru blöðrurnar í afmælinu í alls konar björtum og skemmtilegum litum.“ Gestir tóku litaþemanu alvarlega.Aðsend Hann segist vera búinn að ákveða föt fyrir jólin en þau eru ekki endilega í hans anda. „Jóladressið í ár verður þetta klassíska. Fjölskyldan mín er með hefð fyrir því að vera í ljótum jólapeysum og okkur finnst það bæði ótrúlega skemmtilegt og spennandi að sjá hver peysa ársins verður.“
Tímamót Tíska og hönnun Samkvæmislífið Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið