Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. desember 2024 19:51 Nemendur hlusta á kennara sinn í Muhammad bin al-Qasim Al-Thaqafi-skólanum í Damaskus. Getty Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir sýrlensk skotmörk í tugatali í nótt og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra tilkynnti í dag að hann hygði á frekari landtöku í Golanhæðum milli Ísraels og Sýrlands, þar sem Ísraelsmenn tóku um daginn yfir skilgreint hlutlaust svæði. Ísraelsmenn bera því fyrir sig að aðgerðirnar séu nauðsynlegar þar sem ástandið í Sýrlandi sé ótraust. Ahmed al-Sharaa, áður þekktur sem al-Jolani, leiðtogi sýrlenskra uppreisnarmanna ítrekaði þó í dag að hann hefði engan áhuga á átökum við Ísrael. Ísraelsmenn stæðu í sínum loftárásum undir fölsku yfirskini - það væri ekki forsvaranlegt að nokkurt erlent ríki réðist á Sýrland. Brjóstmynd af Bashar al-Assad sem búið er að eyðileggja.Getty Ætla að koma Austin Tice heim Utanríkisráðherrar frá Bandaríkjunum, Arabalöndum, Tyrklandi og Evrópu funduðu í Jórdaníu um helgina - og þar fékkst í fyrsta sinn staðfest að Bandaríkin hefðu sett sig í samband við samtök áðurnefnds al Sharaa, sem leiddu uppreisnina. „Í fyrsta lagi, já, við höfum verið í sambandi við HTS og við aðra aðila. Við höfum brýnt fyrir öllum sem við höfum verið í sambandi við mikilvægi þess að finna Austin Tice og að koma honum heim,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tice er bandarískur blaðamaður sem rænt var í Sýrlandi fyrir tólf árum og ekkert hefur spurst til síðan. Börnin mættu í skólann í fyrsta skiptið Í Damaskus er lífið smám saman að færast í eðlilegt horf, viku eftir að Assad-stjórnin féll. Líflegt var um að litast á skólalóð Nahla Zaidan-skólans í Damaskus í dag, þegar nemendur mættu í fyrsta sinn frá falli stjórnarinnar. „Í dag er fyrstu kennsludagurinn, viku eftir að stjórnin féll. Í dag erum við í frjálsu Sýrlandi. Sýrland leitar alltaf að hinu góða. Við erum að reyna að byggja upp þetta land með þessum börnum sem komu, þótt sum þeirra séu hrædd. Þau komu til að byggja upp Sýrland og lifa sigra þess lands,“ sagði Maysoun al-Ali, skólastjóri Nahla Zaidan-barnaskólans. „Með Guðs vilja verður meiri þróun, meira öryggi og meiri uppbygging í okkar ástkæra landi,“ bætti hún við. Sýrland Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir sýrlensk skotmörk í tugatali í nótt og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra tilkynnti í dag að hann hygði á frekari landtöku í Golanhæðum milli Ísraels og Sýrlands, þar sem Ísraelsmenn tóku um daginn yfir skilgreint hlutlaust svæði. Ísraelsmenn bera því fyrir sig að aðgerðirnar séu nauðsynlegar þar sem ástandið í Sýrlandi sé ótraust. Ahmed al-Sharaa, áður þekktur sem al-Jolani, leiðtogi sýrlenskra uppreisnarmanna ítrekaði þó í dag að hann hefði engan áhuga á átökum við Ísrael. Ísraelsmenn stæðu í sínum loftárásum undir fölsku yfirskini - það væri ekki forsvaranlegt að nokkurt erlent ríki réðist á Sýrland. Brjóstmynd af Bashar al-Assad sem búið er að eyðileggja.Getty Ætla að koma Austin Tice heim Utanríkisráðherrar frá Bandaríkjunum, Arabalöndum, Tyrklandi og Evrópu funduðu í Jórdaníu um helgina - og þar fékkst í fyrsta sinn staðfest að Bandaríkin hefðu sett sig í samband við samtök áðurnefnds al Sharaa, sem leiddu uppreisnina. „Í fyrsta lagi, já, við höfum verið í sambandi við HTS og við aðra aðila. Við höfum brýnt fyrir öllum sem við höfum verið í sambandi við mikilvægi þess að finna Austin Tice og að koma honum heim,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tice er bandarískur blaðamaður sem rænt var í Sýrlandi fyrir tólf árum og ekkert hefur spurst til síðan. Börnin mættu í skólann í fyrsta skiptið Í Damaskus er lífið smám saman að færast í eðlilegt horf, viku eftir að Assad-stjórnin féll. Líflegt var um að litast á skólalóð Nahla Zaidan-skólans í Damaskus í dag, þegar nemendur mættu í fyrsta sinn frá falli stjórnarinnar. „Í dag er fyrstu kennsludagurinn, viku eftir að stjórnin féll. Í dag erum við í frjálsu Sýrlandi. Sýrland leitar alltaf að hinu góða. Við erum að reyna að byggja upp þetta land með þessum börnum sem komu, þótt sum þeirra séu hrædd. Þau komu til að byggja upp Sýrland og lifa sigra þess lands,“ sagði Maysoun al-Ali, skólastjóri Nahla Zaidan-barnaskólans. „Með Guðs vilja verður meiri þróun, meira öryggi og meiri uppbygging í okkar ástkæra landi,“ bætti hún við.
Sýrland Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira
„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11
Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12