Stöð 2 Sport 2
Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 20:00 þar sem Kjartan Atli og félagar hans greina stöðuna í NBA-deildinni og þar verður eflaust rætt um fjarveru LeBron James hjá Los Angeles Lakers.
Vodafone Sport
Heimsmeistaramótið í pílukasti er farið af stað í Alexandra Palace og útsending frá fyrstu fjórum leikjum dagsins hefst klukkan 12:25.
Klukkan 18:55 fara síðari fjórar viðureignirnar af stað og þá mætir stórstjarnan Gerwyn Price til leiks og verður eflaust mikið fjör í Ally Pally þegar hann byrjar að kasta pílunum.