Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2024 15:31 Bjarni mun funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða valmöguleika sína. vísir/bjarni Húsnæðissamvinnufélagið Búseti sættir sig ekki við stærðarinnar vöruhús sem reist var fáum metrum frá fjölbýlishúsi í þeirra eigu. Framkvæmdastjórinn segir stjórnendur munu funda með lögmanni sínum á morgun. Í vikunni hefur mikið verið fjallað um ellefu þúsund metra vöruhús sem var reist við Álfabakka 2 í Breiðholti. Útsýnið sem blasir nú við um stofuglugga íbúa í byggingu Búseta getur seint talist eftirsóknarvert, nefnilega grænn skemmuveggur hinum megin götunnar. Borgarstjóri lét þau ummæli falla á dögunum að borgin myndi hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið en slíka málamiðlun þarf að mati Búseta að skoða nánar. „Það er með ólíkindum að hús sem er af þessari stærð og umfangi skuli hafa ratað inn á þetta svæði. Maður hefði haldið að borgin sem stjórnvald myndi passa upp á að svona vitleysa gæti ekki gerst,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta. Þungaumferð í viðkvæmu hverfi Hann segist munu funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða þá valmöguleika sem standa félaginu til boða. Útsýnið út um stofugluggann sé aðeins hluti vandans. „Það sem er ekki síður slæmt er að eðli starfseminnar sem þarna á að rísa er þannig að það verður þungaumferð, trukkatraffík á öllum tímum sólarhringsins. Við erum að fá þau skilaboð að þarna eigi að vera kjötvinnsla og þungaumferð flutningabíla sem munu þurfa að keyra úr kjötvinnslunni vörur í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kallar á mikla umferð um viðkvæmt hverfi, þarna er Félag eldri borgara með tvö hús, þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara, ÍR með mikla æskulýðsstarfsemi. Það er mjög óheppilegt að trukkatraffíkin skuli þurfa að fara í gegnum þetta hverfi,“ segir hann. Enginn átti von á þessu Bjarni segir að félagið hafi verið meðvitað um að atvinnuhúsnæði myndi rísa á þessari lóð en að enginn hefði getað séð umfangið fyrir. Þar að auki segir hann að deiliskipulag svæðisins geri ekki ráð fyrir kjötiðnaði, sem hluti vöruhússins er helgaður. „Þarna var gert ráð fyrir vörum og þjónustu, skrifstofum og þess háttar. En við erum ekki að sjá heimild fyrir kjötiðnaði,“ segir hann. „Þó að búseti hafi vitað að þarna yrði atvinnustarfsemi gat hann ekki áttað sig á að þarna yrði svona umfangsmikil starfsemi. Þetta er eitthvað sem enginn átti von á og ekki einu sinni sjálfur borgarstjórinn,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búsetu húsnæðissamvinnufélags. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Í vikunni hefur mikið verið fjallað um ellefu þúsund metra vöruhús sem var reist við Álfabakka 2 í Breiðholti. Útsýnið sem blasir nú við um stofuglugga íbúa í byggingu Búseta getur seint talist eftirsóknarvert, nefnilega grænn skemmuveggur hinum megin götunnar. Borgarstjóri lét þau ummæli falla á dögunum að borgin myndi hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið en slíka málamiðlun þarf að mati Búseta að skoða nánar. „Það er með ólíkindum að hús sem er af þessari stærð og umfangi skuli hafa ratað inn á þetta svæði. Maður hefði haldið að borgin sem stjórnvald myndi passa upp á að svona vitleysa gæti ekki gerst,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta. Þungaumferð í viðkvæmu hverfi Hann segist munu funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða þá valmöguleika sem standa félaginu til boða. Útsýnið út um stofugluggann sé aðeins hluti vandans. „Það sem er ekki síður slæmt er að eðli starfseminnar sem þarna á að rísa er þannig að það verður þungaumferð, trukkatraffík á öllum tímum sólarhringsins. Við erum að fá þau skilaboð að þarna eigi að vera kjötvinnsla og þungaumferð flutningabíla sem munu þurfa að keyra úr kjötvinnslunni vörur í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kallar á mikla umferð um viðkvæmt hverfi, þarna er Félag eldri borgara með tvö hús, þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara, ÍR með mikla æskulýðsstarfsemi. Það er mjög óheppilegt að trukkatraffíkin skuli þurfa að fara í gegnum þetta hverfi,“ segir hann. Enginn átti von á þessu Bjarni segir að félagið hafi verið meðvitað um að atvinnuhúsnæði myndi rísa á þessari lóð en að enginn hefði getað séð umfangið fyrir. Þar að auki segir hann að deiliskipulag svæðisins geri ekki ráð fyrir kjötiðnaði, sem hluti vöruhússins er helgaður. „Þarna var gert ráð fyrir vörum og þjónustu, skrifstofum og þess háttar. En við erum ekki að sjá heimild fyrir kjötiðnaði,“ segir hann. „Þó að búseti hafi vitað að þarna yrði atvinnustarfsemi gat hann ekki áttað sig á að þarna yrði svona umfangsmikil starfsemi. Þetta er eitthvað sem enginn átti von á og ekki einu sinni sjálfur borgarstjórinn,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búsetu húsnæðissamvinnufélags.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
„Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11
Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46