Erlent

Kona lést í skot­á­rás í Lundúnum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Konan lést á vettvangi árásarinnar.
Konan lést á vettvangi árásarinnar. Getty/Mike Kemp

Kona á fimmtugsaldri lést þegar skothríð hófst í norðurhluta Lundúna í gærnótt. Tveir karlmenn á fertugsaldri voru særðir og er annar þeirra þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Lögreglan í Lundúnum segir hinn manninn í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi.

Útkallið barst þegar klukkan var korteri gengin í tíu í gærkvöldi í Brent-hverfi. Þar komu lögregluþjónar að konunni illa særðri og lést hún á vettvangi. Enginn var handtekinn.

Guardian hefur eftir sjónarvotti að minnst fimm byssuhvellir hafi heyrst í hverfinu.

„Þetta er sannarlega hræðilegur atburður. Kona er látin og tveir aðrir særðir. Ég skil vel þær áhyggjur sem slíkt veldur nærsamfélaginu og Lundúnaborg allri,“ hefur Guardian eftir Tony Josephs, lögreglustjóra.

Rannsókn er hafin á málinu og unnið er að því að púsla saman atburðarás gærkvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×