Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 16:49 Rúnar stýrði sínum mönnum gegn stórliði Kiel í dag. Vísir/Getty Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum í danska og þýska handboltanum í dag. Guðmundur Guðmundsson og lið hans Fredericia stóð í ströngu í toppslag gegn Álaborg. Í Danmörku voru lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia í eldlínunni en þeir mættu liði Álaborgar á útivelli. Fyrir leikinn var lið Fredericia í 3. sæti deildarinnar en Álaborg í 2. sæti og leikurinn gott tækifæri fyrir gestina að minnka muninn á toppliðin tvö en GOG og Álaborg voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leiki dagsins. Liðin skiptust á forystunni í fyrri hálfleiknum en heimamenn í Álaborg leiddu 14-13 að honum loknum. Heimamenn héldu frumkvæðinu allt þar til um miðbik seinni hálfleiks en þá breytti lið Fredericia stöðunni úr 20-18 fyrir Álaborg yfir í 23-21 sér í vil. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Álaborg komst í 31-30 þegar rúm mínúta var eftir og lið Fredericia skaut í stöng í sinni síðustu sókn og tókst ekki að jafna metin. Heimamenn bættu við einu marki undir lokin og unnu að lokum 32-30 sigur. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Fredericia í dag en komst ekki á blað og þá var Arnór Viðarsson utan hóps. Guðmundur Guðmundsson er á sinni þriðju leiktíð með Fredericia.EPA/Claus Fisker Topplið GOG tók á móti Skanderborg en Kristján Örn Kristjánsson leikur með síðarnefnda liðinu. Kristján Örn skoraði eitt mark í 35-34 sigri heimaliðsins en GOG virtist ætla að vinna öruggan sigur eftir að hafa verið með 19-13 forystu í hálfleik. Gestirnir úr Skanderborg komu hins vegar til baka í síðari hálfleik og voru nálægt því að ná stigi á erfiðum útivelli. GOG og Álaborg eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar með 27 stig en Bjerringbro Silkeborg og Frederica eru með 21 stig í 3. - 4. sæti. Í Silkeborg tók heimalið Bjerringbro-Silkeborg á móti Holstebro en Arnór Atlason er þjálfari Holstebro. Skemmst er frá því að segja að heimamenn unnu öruggan sigur, lokatölur 36-27 og skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk fyrir heimamenn og komu þau bæði af vítalínunni. Elvar Ásgeirsson og Ágúst Elí Björgvinsson voru báðir í liði Ribe Esbjerg sem tapaði 25-22 á heimavelli gegn Sönderjyske. Elvar skoraði tvö mörk í leiknum og þá átti Ágúst Elí fínan leik í markinu og varði tíu skot eða rúmlega 30% af þeim skotum sem hann fékk á sig. Andri og Viggó atkvæðamiklir gegn Kiel Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson létu til sín taka þegar Leipzig, lið Rúnars Sigtryggssonar þjálfara, mætti Kiel í hörkuleik. Kiel var 18-15 yfir í hálfleik en heimamenn í Leipzig náðu svo smám saman að jafna metin, í 23-23, og komust svo yfir, 25-24, þegar þrettán mínútur voru eftir. Þá skelltu gestirnir frá Kiel í lás og skoruðu næstu sex mörk í röð, og tryggðu sér í raun sigurinn. Lokatölur 32-28 Kiel í vil. Andri og Viggó skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Leipzig en Lukas Binder var markahæstur með átta mörk. Hjá Kiel var Bence Imre markahæstur með átta mörk. Kiel er eftir sigurinn með 22 stig í 2.-4. sæti ásamt Füchse Berlín og Hannover sem eiga leik til góða. Leipzig er í 12. sæti með tólf stig eftir fimmtán leiki. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
Í Danmörku voru lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia í eldlínunni en þeir mættu liði Álaborgar á útivelli. Fyrir leikinn var lið Fredericia í 3. sæti deildarinnar en Álaborg í 2. sæti og leikurinn gott tækifæri fyrir gestina að minnka muninn á toppliðin tvö en GOG og Álaborg voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leiki dagsins. Liðin skiptust á forystunni í fyrri hálfleiknum en heimamenn í Álaborg leiddu 14-13 að honum loknum. Heimamenn héldu frumkvæðinu allt þar til um miðbik seinni hálfleiks en þá breytti lið Fredericia stöðunni úr 20-18 fyrir Álaborg yfir í 23-21 sér í vil. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Álaborg komst í 31-30 þegar rúm mínúta var eftir og lið Fredericia skaut í stöng í sinni síðustu sókn og tókst ekki að jafna metin. Heimamenn bættu við einu marki undir lokin og unnu að lokum 32-30 sigur. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Fredericia í dag en komst ekki á blað og þá var Arnór Viðarsson utan hóps. Guðmundur Guðmundsson er á sinni þriðju leiktíð með Fredericia.EPA/Claus Fisker Topplið GOG tók á móti Skanderborg en Kristján Örn Kristjánsson leikur með síðarnefnda liðinu. Kristján Örn skoraði eitt mark í 35-34 sigri heimaliðsins en GOG virtist ætla að vinna öruggan sigur eftir að hafa verið með 19-13 forystu í hálfleik. Gestirnir úr Skanderborg komu hins vegar til baka í síðari hálfleik og voru nálægt því að ná stigi á erfiðum útivelli. GOG og Álaborg eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar með 27 stig en Bjerringbro Silkeborg og Frederica eru með 21 stig í 3. - 4. sæti. Í Silkeborg tók heimalið Bjerringbro-Silkeborg á móti Holstebro en Arnór Atlason er þjálfari Holstebro. Skemmst er frá því að segja að heimamenn unnu öruggan sigur, lokatölur 36-27 og skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk fyrir heimamenn og komu þau bæði af vítalínunni. Elvar Ásgeirsson og Ágúst Elí Björgvinsson voru báðir í liði Ribe Esbjerg sem tapaði 25-22 á heimavelli gegn Sönderjyske. Elvar skoraði tvö mörk í leiknum og þá átti Ágúst Elí fínan leik í markinu og varði tíu skot eða rúmlega 30% af þeim skotum sem hann fékk á sig. Andri og Viggó atkvæðamiklir gegn Kiel Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson létu til sín taka þegar Leipzig, lið Rúnars Sigtryggssonar þjálfara, mætti Kiel í hörkuleik. Kiel var 18-15 yfir í hálfleik en heimamenn í Leipzig náðu svo smám saman að jafna metin, í 23-23, og komust svo yfir, 25-24, þegar þrettán mínútur voru eftir. Þá skelltu gestirnir frá Kiel í lás og skoruðu næstu sex mörk í röð, og tryggðu sér í raun sigurinn. Lokatölur 32-28 Kiel í vil. Andri og Viggó skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Leipzig en Lukas Binder var markahæstur með átta mörk. Hjá Kiel var Bence Imre markahæstur með átta mörk. Kiel er eftir sigurinn með 22 stig í 2.-4. sæti ásamt Füchse Berlín og Hannover sem eiga leik til góða. Leipzig er í 12. sæti með tólf stig eftir fimmtán leiki.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira