Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan. Sádar hófu innreið sína í knattspyrnuheiminn heldur seint samanborið við nágrannalöndin Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Fótboltinn hefur verið stór hluti utanríkisstefnu ríkjanna um hríð, bæði í gegnum ríkisrekin flugfélög (Fly Emirates og Qatar Airways) en töluvert fremur í gegnum eignarhald á félögum (Manchester City, Furstadæmin, og PSG, Katar). Hvað hefur gengið á hjá FIFA? Katarar tóku það skrefi lengra þegar þeir tryggðu sér réttinn til að halda HM 2022 árið 2010. Atkvæðagreiðslan í kringum það mót og HM í Rússlandi 2018 átti eftir að draga dilk á eftir sér þar sem 21 af þeim 22 meðlimum framkvæmdastjórnar FIFA sem kusu um mótin hafa ýmist verið ásakaðir eða dæmdir fyrir allskyns hvítflibbaglæpi í störfum sínum fyrir alþjóðasambandið, þar á meðal forsetinn Sepp Blatter sem neyddist til að segja af sér. Við tók Gianni Infantino sem lofaði öllu fögru. Taka átti sambandið í gegn og fjölmargar breytingar voru gerðar á stjórnarháttum þess. Skipuritinu var breytt með því markmiði að valddreifing yrði meiri og siðanefnd sett á laggirnar. Það sem breyttist ekki var að HM skyldi fara fram í Rússlandi og Katar, þrátt fyrir allt havaríið, og engum kom til hugar að kjósa upp á nýtt. Infantino varð sífellt betri vinur Pútíns þegar nær dró HM 2018 og þegar það mót var afstaðið lagði hann allt kapp á að Katörum gengi vel með sitt. Flúði lögreglurannsókn Samstarfið var gott. Þrátt fyrir gagnrýni vegna mannréttindabrota, dauðsfalla verkafólks og gjörbreytingu sem þurfti að gera á dagatali fótboltans um allan heim vegna færslu mótsins yfir í desember stóð Infantino keikur. Vináttan gekk langt. Qatar Airways og Visit Qatar urðu á meðal helstu styrktaraðila FIFA. Infantino gat þá fundið griðastað í Katar og flutti þangað búferlum í aðdraganda móts. Tók fjölskylduna með og fann fína skóla fyrir dætur sínar. Hann sagði þetta vera til að hjálpa heimamönnum fyrir mótið. Aldrei hefur forseti FIFA gengið svo langt í aðstoð sinni við mótshaldara. Líkast til var það bara tilviljun að þegar hann flutti frá Zurich stóð yfir lögreglurannsókn þar í borg vegna meintrar spillingar forsetans. Eða ekki. Nú er mótið í Katar afstaðið og Infantino fundið nýja vini sem koma frá Sádi-Arabíu. Hvað hefur gengið á hjá Sádum? Líkt og fram kom að ofan komu Sádar heldur seint til leiks samanborið við nágrannalönd sín. Opinber fjárfestingasjóður ríkisins, PIF, keypti Newcastle United árið 2021 samhliða innreið sinni í golfheiminn með LIV mótaröðinni, auk fleiri íþrótta. Sprenging varð í alþjóðafótbolta sumarið 2023 þegar sami sjóður keypti meirihluta í sex stærstu liðum sádísku deildarinnar og lofaði umbyltingu. Sem líka varð. Fjölmargar stórstjörnur hafa verið keyptar dýrum dómum frá Evrópu og margfölduðust við það í launum. Karim Benzema, Neymar og Cristiano Ronaldo meðal margra, margra annarra. Kraftur var kominn í íþróttahlið langtímaverkefnis Sáda, Vision 2030, sem felur í sér margskonar háleit markmið í uppbyggingu á öllum sviðum sádísks samfélags. Yfirtaka í Asíu Á meðan stórstjörnur streymdu inn í sádísku deildina gekk á ýmsu bakvið tjöldin. Sádar hertu tökin innan asísks fótbolta og Asíska knattspyrnusambandsins, AFC. AFC er afar háð Sádum og öðrum olíuríkum ríkjum í kringum Persaflóa hvað varðar fjárhagsaðstoð, kostun og styrktarsamninga. Sádar komu því til að mynda í gegn að fjölga útlendingum í Meistaradeild Asíu úr þremur í fimm, svo stórstjörnurnar fengju nú að njóta sín á stærsta sviðinu og þá sendi sádíska knattspyrnusambandið fyrir mistök tölvupóst á AFC, sem átti aðeins að fara til annarra landssambanda í álfunni. Í þeim pósti lofuðu Sádar þeim landssamböndum háum fjárhæðum, hvort sem var fjárhagsaðstoð eða styktarsamninga, í skiptum fyrir atkvæði svo að Asíukeppni landsliða færi fram í Katar 2023 og Sádi-Arabíu 2027. Engir eftirmálar urðu af hálfu AFC af þeim atkvæðakaupum. Að taka yfir asíska fótboltann var eitt skref í átt að stærra markmiði. Að komast í innsta hring hjá FIFA. Hvernig kom þetta til? Infantino hefur þakkað Katörum kærlega fyrir gestrisni sína og snúið baki við þeim, í bili. Sádar eiga nú hug hans allan. Það varð ljóst fyrir nokkrum árum að Sádar gætu ekki verið minni menn en Katarar og hygðust halda heimsmeistaramót í fótbolta. 2034 virtist góður kostur. Ljóst var að mótið færi fram í stóru Norður-Ameríkuríkjunum þremur, Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026 og fjölmargir höfðu auga á hundrað ára afmælismótinu 2030. Hefðarsinnar vildu sjá mótið á sama stað og það var haldið í fyrsta sinn, í Úrúgvæ 1930. Úrúgvæir sóttust eftir mótinu en til að styrkja boð sitt fengu þeir Argentínumenn, Paragvæja og Sílemenn með sér í lið. Ljóst var að ríki frá Asíu og Norður-Ameríku mættu ekki sækja um, þar sem reglur FIFA segja til um að álfur sem haldið hafa síðustu tvö mót mega ekki halda HM. Eyjaálfa, Evrópa og Afríka stóðu eftir og sterkt sameiginlegt boð síðastnefndu álfanna tveggja þótti best. Ákveðið var að halda HM 2030 í Marokkó, Portúgal og á Spáni. En þar sem þetta er nú hundrað ára afmæli mótsins þótti nú best að hafa einn leik í Úrúgvæ, og af hverju ekki að hafa einn í Paragvæ og einn í Argentínu líka. Huggun harmi gegn hjá þeim suður-amerísku og mótið fer því fram í sex löndum í fyrsta skipti, og þremur heimsálfum. Einhverjir hafa gagnrýnt ákvörðunina og ljóst að þau sex lið sem spila Suður-Ameríku leikina þrjá sjá fram á töluvert meira ferðalag en þau sem halda sig á Íberíuskaga. Áðurnefndur Blatter varaði þá við því að HM væri með þessu „að tapa ímynd sinni“. Grjótkast úr glerhúsi frá manninum sem sætir æfilöngu banni frá afskiptum af knattspyrnu, en minnir reglulega á sig með því að gagnrýna eftirmann sinn. Snilldarleg flétta Infantino Það sem Infantino náði hins vegar fram með þessari fléttu er að útiloka Afríku, Evrópu og Suður-Ameríku frá því að mega halda HM 2034. Norður-Ameríka má það ekki heldur, enda mótið 2026 þar. Eftir stóðu tvö álfusambönd. Asía og Eyjaálfa. Ljóst þótti að AFC myndi ekki hleypa öðrum að í tilnefningum frá Asíu en Sádum enda landssamböndin í álfunni álíka mikið upp á seðla Persaflóaríkjanna komin og álfusambandið. Ástralía er eina Eyjaálfuríkið sem er fært um að halda viðburð á stærð við HM. Ástralía er sérstök fyrir þær sakir að heyra undir tvö álfusambönd. Að forminu til eru Ástralir enn hluti af Eyjaálfu, en að öllu öðru leyti eru Ástralir í Asíu, fótboltalega séð. Áströlum leiddist að vinna Samóaeyjar og Tuvalu með þrjátíu marka mun og færðu sig í AFC árið 2006. Þeir hafa því verið hluti af Asíuhluta undankeppninnar fyrir HM síðan þá og áströlsk lið taka þátt í Asíukeppnum félagsliða. Ástralir höfðu áhuga á að halda mótið en slepptu því samt að leggja inn formlegt boð í fyrra. Það hefur því verið ljóst um hríð að Sádar muni halda HM 2034, þó það hafi ekki verið formlega ljóst fyrr en í vikunni. Þeir sádísku gera það því án alls útboðs og kosningar, engin mótframboð voru til staðar og flétta Infantinos gekk fullkomlega upp. Hvað er vandamálið? Það fær því ekki að eiga sér stað nein umræða innan FIFA um kosti og galla þess að halda HM í Sádi-Arabíu eða samanburður við aðra kosti í stöðunni. Mótið fer þar fram en það gerir það þó ekki gagnrýnilaust. Borið hefur á ákveðnu deja vu síðustu daga frá því í aðdraganda HM í Katar fyrir tveimur árum. Mannrétti í Sádi-Arabíu eru bág og að mörgu leyti verri en í Katar. Drepa homma, eiturlyfjaneytendur og stjórnarandstöðufólk Sádi-Arabía er gjarnan á meðal þeirra landa sem taka flesta af lífi á ári hverju, ásamt Kína, Íran og Egyptalandi. Kína hefur verið þar langefst á lista árum saman en Sádar taka aftur á móti töluvert fleiri af lífi miðað við höfðatölu heldur en þær þjóðir sem nefndar eru hér að ofan. Á meðal glæpa sem geta kallað á dauðarefsingu í landinu fyrir utan morð, landráð og hryðjuverk eru eiturlyfjanotkun, framhjáhald, samkynhneigð og fjölkynngi. Þremur mismunandi aðferðum er beitt til að taka fólk af lífi í ríkinu; fólk er hálshöggvið, stillt upp framan við aftökusveitir eða grýtt til dauða. Sádar drógu úr aftökum eftir því sem leið á tuttugustu öldina en hafa hins vegar gefið í undanfarin ár. Súnnítar fara með völd í ríkinu og eru sjítar í meiri hluta þeirra sem teknir eru af lífi. Fjöldaaftaka í mars 2022 komst í heimspressuna en þar var 81 tekinn af lífi af sádískum stjórnvöldum. Ekki tekið fleiri af lífi síðan 1990 Það var eftir að Sádar höfðu sagst opinberlega ætla að draga úr aftökum. Gögnin segja til um öfuga þróun. Samkvæmt tölum Amnesty í september á þessu ári hafa ekki fleiri verið teknir af lífi í ríkinu á einu og sama árinu frá því árið 1990. Í september höfðu sádísk stjórnvöld tekið 198 manns af lífi, þar af 53 vegna eiturlyfjaneyslu. Talan hefur að líkindum hækkað síðan. „Eins og við var að búast er mat FIFA á tilboði Sádi-Arabíu um HM ótrúlegur hvítþvottur á hræðilegum mannréttindaferlum landsins,“ segir Steve Cockburn, yfirmaður vinnuréttinda og íþrótta hjá Amnesty International. „Það eru engar marktækar skuldbindingar sem koma í veg fyrir að starfsmenn verði misnotaðir, að íbúar verði útskúfaðir eða aðgerðasinnar verði handteknir.“ Á samfélagsmiðlum og íþróttamiðlum eru stórstjörnurnar í boltanum mærðar, Cristiano Ronaldo deilir sinni vikulegu færslu um ágæti ríkisins og þvottavélin mallar. Íþróttaþvotturinn virðist skila sínu á meðan Sádar herða tökin heima fyrir og taka fólk af lífi í massavís. Þá eru auðvitað ótaldar pyntingar sem fólki er beitt, heft tjáningarfrelsi og víðtæk mismunun gegn konum. Ekki hefur heldur verið komið inn á morðið á Jamal Khashoggi sem hefur verið gerð góð skil í heimspressunni síðustu misseri. Hann var blaðamaður búsettur í Bandaríkjunum sem var bókstaflega brytjaður niður á sádísku ræðismannsskrifstofunni í Istanbúl. Hver eru svör FIFA? Infantino varði Katar með kjafti og klóm frá því að hann settist á forsetastól fram að og yfir mótið í desember 2022. Engin breyting verður á varðandi Sádana. FIFA hefur sætt töluverðri gagnrýni allt frá embættistöku ítalska Svisslendingsins í febrúar 2016. Þá var stofnuð svokölluð stjórnarnefnd FIFA (e. FIFA Governance Committee) til að hafa eftirlit með stjórnarmönnum sambandsins. Miguel Maduro og Joseph Weiler voru á meðal aðila sem ráðnir voru í nefndina þegar hún var stofnuð 2016 en sögðu sig snemma frá henni. Breytingarnar sem ráðist var í hafi litið vel út á pappír en endurbótaaðgerðirnar hafi þó í raun skilað litlu og einfaldlega brugðist samkvæmt fræðilegri grein sem þeir birtu 2022. Reynsla þeirra af skammvinnum störfum hjá sambandinu hafi kennt þeim að FIFA geti ekki tekið sig sjálft í gegn, að valddreifing sé lítil, alltof mikið vald hvíli á toppi sambandsins og að sjálfstæðar eftirlitsnefndir, líkt og ofangreind stjórnarnefnd, fái í raun ekki sjálfstæði til að sinna sínum störfum. Kúltúrinn hafi haldist sá sami. FIFA græðir á tá og fingri Það virðist bersýnilegt á tilburðum Infantino undanfarin misseri að aðhaldið sé ekki mikið í nýju, betrumbættu FIFA. FIFA fær sitt frá Sádunum á sama tíma. Visit Qatar hefur vikið sem einn megin styrktaraðili sambandsins en þeir eru alls sex. Qatar Airways er á sínum stað ásamt Adidas, Coca Cola, Kia og Visa. Sá sjötti er sádi-arabíska olíufélagið Aramco. Samningur um samstarf fyrirtækisins við FIFA var undirritaður í apríl á þessu ári og hefur sætt gagnrýni, meðal annars frá íslensku landsliðskonunni Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur. Þá bárust af því fregnir í vikunni, algjörlega sem þruma úr heiðskíru lofti, að streymisveitan DAZN yrði sjónvarpsrétthafi hugarfósturs Infantino; nýs heimsmeistaramóts félagsliða sem verður haldið í fyrsta sinn næsta sumar. Leitin að rétthafa hafði gengið herfilega og kom mjög á óvart að DAZN skildi ganga frá samningum, enda fyrirtækið tapað þremur milljörðum punda á síðustu þremur árum. Það er að jafnaði einn milljarður á ári sem jafngildir tæplega 176 milljörðum (176.000.000.000) króna í tap, árlega í þrjú ár. Einhver gæti spurt sig hvað þessi breska sjónvarpsveita sem brennir peningum með ógnarhraða gæti haft með málið að gera. Jú, fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, PIF, keypti stóran hlut í fyrirtækinu fyrir einn milljarð Bandaríkjadala í byrjun desember-mánaðar og hafði ásamt DAZN fest kaup á rétti að HM félagsliða örfáum vikum síðar. Sjónvarpsréttindin klár hjá DAZN og Aramco bætist í góðan stuðningshóp Infantino og félaga. Ekki hvað heldur hvar Aftur kemur deja vu inn. FIFA gerir samninga bakvið tjöldin, vísar öllum ásökunum á bug og einblínir á jákvæða þætti komandi móts í Sádi-Arabíu. Raunar gaf FIFA tilboði Sádi-Arabíu hæstu einkunn sem það hefur gefið nokkru ríki í matsskýrslu sinni. Enginn tilvonandi gestgjafi hefur fengið eins háa einkunn og þá vakti athygli að matsnefndin sagði mannréttindastöðu í ríkinu aðeins „miðlungs áhættu“. Aftur virðist heimsmeistarakeppnin í fótbolta vera verkfærið sem heldur gróðavél FIFA mallandi á meðan moldrík Miðausturlönd ræsa þvottavélarnar. Stærsta fótboltaveisla heims mun því aftur líða fyrir staðsetningu hennar. Fótboltastuðningsmenn þurfa að horfa upp á HM líða fyrir það öðru sinni hvar mótið fer fram en ekki hvernig það fer fram innan vallar. FIFA Sádi-Arabía Mannréttindi Utan vallar Fréttaskýringar Sádiarabíski boltinn Fótbolti HM 2034 í fótbolta Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti
Sádar hófu innreið sína í knattspyrnuheiminn heldur seint samanborið við nágrannalöndin Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Fótboltinn hefur verið stór hluti utanríkisstefnu ríkjanna um hríð, bæði í gegnum ríkisrekin flugfélög (Fly Emirates og Qatar Airways) en töluvert fremur í gegnum eignarhald á félögum (Manchester City, Furstadæmin, og PSG, Katar). Hvað hefur gengið á hjá FIFA? Katarar tóku það skrefi lengra þegar þeir tryggðu sér réttinn til að halda HM 2022 árið 2010. Atkvæðagreiðslan í kringum það mót og HM í Rússlandi 2018 átti eftir að draga dilk á eftir sér þar sem 21 af þeim 22 meðlimum framkvæmdastjórnar FIFA sem kusu um mótin hafa ýmist verið ásakaðir eða dæmdir fyrir allskyns hvítflibbaglæpi í störfum sínum fyrir alþjóðasambandið, þar á meðal forsetinn Sepp Blatter sem neyddist til að segja af sér. Við tók Gianni Infantino sem lofaði öllu fögru. Taka átti sambandið í gegn og fjölmargar breytingar voru gerðar á stjórnarháttum þess. Skipuritinu var breytt með því markmiði að valddreifing yrði meiri og siðanefnd sett á laggirnar. Það sem breyttist ekki var að HM skyldi fara fram í Rússlandi og Katar, þrátt fyrir allt havaríið, og engum kom til hugar að kjósa upp á nýtt. Infantino varð sífellt betri vinur Pútíns þegar nær dró HM 2018 og þegar það mót var afstaðið lagði hann allt kapp á að Katörum gengi vel með sitt. Flúði lögreglurannsókn Samstarfið var gott. Þrátt fyrir gagnrýni vegna mannréttindabrota, dauðsfalla verkafólks og gjörbreytingu sem þurfti að gera á dagatali fótboltans um allan heim vegna færslu mótsins yfir í desember stóð Infantino keikur. Vináttan gekk langt. Qatar Airways og Visit Qatar urðu á meðal helstu styrktaraðila FIFA. Infantino gat þá fundið griðastað í Katar og flutti þangað búferlum í aðdraganda móts. Tók fjölskylduna með og fann fína skóla fyrir dætur sínar. Hann sagði þetta vera til að hjálpa heimamönnum fyrir mótið. Aldrei hefur forseti FIFA gengið svo langt í aðstoð sinni við mótshaldara. Líkast til var það bara tilviljun að þegar hann flutti frá Zurich stóð yfir lögreglurannsókn þar í borg vegna meintrar spillingar forsetans. Eða ekki. Nú er mótið í Katar afstaðið og Infantino fundið nýja vini sem koma frá Sádi-Arabíu. Hvað hefur gengið á hjá Sádum? Líkt og fram kom að ofan komu Sádar heldur seint til leiks samanborið við nágrannalönd sín. Opinber fjárfestingasjóður ríkisins, PIF, keypti Newcastle United árið 2021 samhliða innreið sinni í golfheiminn með LIV mótaröðinni, auk fleiri íþrótta. Sprenging varð í alþjóðafótbolta sumarið 2023 þegar sami sjóður keypti meirihluta í sex stærstu liðum sádísku deildarinnar og lofaði umbyltingu. Sem líka varð. Fjölmargar stórstjörnur hafa verið keyptar dýrum dómum frá Evrópu og margfölduðust við það í launum. Karim Benzema, Neymar og Cristiano Ronaldo meðal margra, margra annarra. Kraftur var kominn í íþróttahlið langtímaverkefnis Sáda, Vision 2030, sem felur í sér margskonar háleit markmið í uppbyggingu á öllum sviðum sádísks samfélags. Yfirtaka í Asíu Á meðan stórstjörnur streymdu inn í sádísku deildina gekk á ýmsu bakvið tjöldin. Sádar hertu tökin innan asísks fótbolta og Asíska knattspyrnusambandsins, AFC. AFC er afar háð Sádum og öðrum olíuríkum ríkjum í kringum Persaflóa hvað varðar fjárhagsaðstoð, kostun og styrktarsamninga. Sádar komu því til að mynda í gegn að fjölga útlendingum í Meistaradeild Asíu úr þremur í fimm, svo stórstjörnurnar fengju nú að njóta sín á stærsta sviðinu og þá sendi sádíska knattspyrnusambandið fyrir mistök tölvupóst á AFC, sem átti aðeins að fara til annarra landssambanda í álfunni. Í þeim pósti lofuðu Sádar þeim landssamböndum háum fjárhæðum, hvort sem var fjárhagsaðstoð eða styktarsamninga, í skiptum fyrir atkvæði svo að Asíukeppni landsliða færi fram í Katar 2023 og Sádi-Arabíu 2027. Engir eftirmálar urðu af hálfu AFC af þeim atkvæðakaupum. Að taka yfir asíska fótboltann var eitt skref í átt að stærra markmiði. Að komast í innsta hring hjá FIFA. Hvernig kom þetta til? Infantino hefur þakkað Katörum kærlega fyrir gestrisni sína og snúið baki við þeim, í bili. Sádar eiga nú hug hans allan. Það varð ljóst fyrir nokkrum árum að Sádar gætu ekki verið minni menn en Katarar og hygðust halda heimsmeistaramót í fótbolta. 2034 virtist góður kostur. Ljóst var að mótið færi fram í stóru Norður-Ameríkuríkjunum þremur, Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026 og fjölmargir höfðu auga á hundrað ára afmælismótinu 2030. Hefðarsinnar vildu sjá mótið á sama stað og það var haldið í fyrsta sinn, í Úrúgvæ 1930. Úrúgvæir sóttust eftir mótinu en til að styrkja boð sitt fengu þeir Argentínumenn, Paragvæja og Sílemenn með sér í lið. Ljóst var að ríki frá Asíu og Norður-Ameríku mættu ekki sækja um, þar sem reglur FIFA segja til um að álfur sem haldið hafa síðustu tvö mót mega ekki halda HM. Eyjaálfa, Evrópa og Afríka stóðu eftir og sterkt sameiginlegt boð síðastnefndu álfanna tveggja þótti best. Ákveðið var að halda HM 2030 í Marokkó, Portúgal og á Spáni. En þar sem þetta er nú hundrað ára afmæli mótsins þótti nú best að hafa einn leik í Úrúgvæ, og af hverju ekki að hafa einn í Paragvæ og einn í Argentínu líka. Huggun harmi gegn hjá þeim suður-amerísku og mótið fer því fram í sex löndum í fyrsta skipti, og þremur heimsálfum. Einhverjir hafa gagnrýnt ákvörðunina og ljóst að þau sex lið sem spila Suður-Ameríku leikina þrjá sjá fram á töluvert meira ferðalag en þau sem halda sig á Íberíuskaga. Áðurnefndur Blatter varaði þá við því að HM væri með þessu „að tapa ímynd sinni“. Grjótkast úr glerhúsi frá manninum sem sætir æfilöngu banni frá afskiptum af knattspyrnu, en minnir reglulega á sig með því að gagnrýna eftirmann sinn. Snilldarleg flétta Infantino Það sem Infantino náði hins vegar fram með þessari fléttu er að útiloka Afríku, Evrópu og Suður-Ameríku frá því að mega halda HM 2034. Norður-Ameríka má það ekki heldur, enda mótið 2026 þar. Eftir stóðu tvö álfusambönd. Asía og Eyjaálfa. Ljóst þótti að AFC myndi ekki hleypa öðrum að í tilnefningum frá Asíu en Sádum enda landssamböndin í álfunni álíka mikið upp á seðla Persaflóaríkjanna komin og álfusambandið. Ástralía er eina Eyjaálfuríkið sem er fært um að halda viðburð á stærð við HM. Ástralía er sérstök fyrir þær sakir að heyra undir tvö álfusambönd. Að forminu til eru Ástralir enn hluti af Eyjaálfu, en að öllu öðru leyti eru Ástralir í Asíu, fótboltalega séð. Áströlum leiddist að vinna Samóaeyjar og Tuvalu með þrjátíu marka mun og færðu sig í AFC árið 2006. Þeir hafa því verið hluti af Asíuhluta undankeppninnar fyrir HM síðan þá og áströlsk lið taka þátt í Asíukeppnum félagsliða. Ástralir höfðu áhuga á að halda mótið en slepptu því samt að leggja inn formlegt boð í fyrra. Það hefur því verið ljóst um hríð að Sádar muni halda HM 2034, þó það hafi ekki verið formlega ljóst fyrr en í vikunni. Þeir sádísku gera það því án alls útboðs og kosningar, engin mótframboð voru til staðar og flétta Infantinos gekk fullkomlega upp. Hvað er vandamálið? Það fær því ekki að eiga sér stað nein umræða innan FIFA um kosti og galla þess að halda HM í Sádi-Arabíu eða samanburður við aðra kosti í stöðunni. Mótið fer þar fram en það gerir það þó ekki gagnrýnilaust. Borið hefur á ákveðnu deja vu síðustu daga frá því í aðdraganda HM í Katar fyrir tveimur árum. Mannrétti í Sádi-Arabíu eru bág og að mörgu leyti verri en í Katar. Drepa homma, eiturlyfjaneytendur og stjórnarandstöðufólk Sádi-Arabía er gjarnan á meðal þeirra landa sem taka flesta af lífi á ári hverju, ásamt Kína, Íran og Egyptalandi. Kína hefur verið þar langefst á lista árum saman en Sádar taka aftur á móti töluvert fleiri af lífi miðað við höfðatölu heldur en þær þjóðir sem nefndar eru hér að ofan. Á meðal glæpa sem geta kallað á dauðarefsingu í landinu fyrir utan morð, landráð og hryðjuverk eru eiturlyfjanotkun, framhjáhald, samkynhneigð og fjölkynngi. Þremur mismunandi aðferðum er beitt til að taka fólk af lífi í ríkinu; fólk er hálshöggvið, stillt upp framan við aftökusveitir eða grýtt til dauða. Sádar drógu úr aftökum eftir því sem leið á tuttugustu öldina en hafa hins vegar gefið í undanfarin ár. Súnnítar fara með völd í ríkinu og eru sjítar í meiri hluta þeirra sem teknir eru af lífi. Fjöldaaftaka í mars 2022 komst í heimspressuna en þar var 81 tekinn af lífi af sádískum stjórnvöldum. Ekki tekið fleiri af lífi síðan 1990 Það var eftir að Sádar höfðu sagst opinberlega ætla að draga úr aftökum. Gögnin segja til um öfuga þróun. Samkvæmt tölum Amnesty í september á þessu ári hafa ekki fleiri verið teknir af lífi í ríkinu á einu og sama árinu frá því árið 1990. Í september höfðu sádísk stjórnvöld tekið 198 manns af lífi, þar af 53 vegna eiturlyfjaneyslu. Talan hefur að líkindum hækkað síðan. „Eins og við var að búast er mat FIFA á tilboði Sádi-Arabíu um HM ótrúlegur hvítþvottur á hræðilegum mannréttindaferlum landsins,“ segir Steve Cockburn, yfirmaður vinnuréttinda og íþrótta hjá Amnesty International. „Það eru engar marktækar skuldbindingar sem koma í veg fyrir að starfsmenn verði misnotaðir, að íbúar verði útskúfaðir eða aðgerðasinnar verði handteknir.“ Á samfélagsmiðlum og íþróttamiðlum eru stórstjörnurnar í boltanum mærðar, Cristiano Ronaldo deilir sinni vikulegu færslu um ágæti ríkisins og þvottavélin mallar. Íþróttaþvotturinn virðist skila sínu á meðan Sádar herða tökin heima fyrir og taka fólk af lífi í massavís. Þá eru auðvitað ótaldar pyntingar sem fólki er beitt, heft tjáningarfrelsi og víðtæk mismunun gegn konum. Ekki hefur heldur verið komið inn á morðið á Jamal Khashoggi sem hefur verið gerð góð skil í heimspressunni síðustu misseri. Hann var blaðamaður búsettur í Bandaríkjunum sem var bókstaflega brytjaður niður á sádísku ræðismannsskrifstofunni í Istanbúl. Hver eru svör FIFA? Infantino varði Katar með kjafti og klóm frá því að hann settist á forsetastól fram að og yfir mótið í desember 2022. Engin breyting verður á varðandi Sádana. FIFA hefur sætt töluverðri gagnrýni allt frá embættistöku ítalska Svisslendingsins í febrúar 2016. Þá var stofnuð svokölluð stjórnarnefnd FIFA (e. FIFA Governance Committee) til að hafa eftirlit með stjórnarmönnum sambandsins. Miguel Maduro og Joseph Weiler voru á meðal aðila sem ráðnir voru í nefndina þegar hún var stofnuð 2016 en sögðu sig snemma frá henni. Breytingarnar sem ráðist var í hafi litið vel út á pappír en endurbótaaðgerðirnar hafi þó í raun skilað litlu og einfaldlega brugðist samkvæmt fræðilegri grein sem þeir birtu 2022. Reynsla þeirra af skammvinnum störfum hjá sambandinu hafi kennt þeim að FIFA geti ekki tekið sig sjálft í gegn, að valddreifing sé lítil, alltof mikið vald hvíli á toppi sambandsins og að sjálfstæðar eftirlitsnefndir, líkt og ofangreind stjórnarnefnd, fái í raun ekki sjálfstæði til að sinna sínum störfum. Kúltúrinn hafi haldist sá sami. FIFA græðir á tá og fingri Það virðist bersýnilegt á tilburðum Infantino undanfarin misseri að aðhaldið sé ekki mikið í nýju, betrumbættu FIFA. FIFA fær sitt frá Sádunum á sama tíma. Visit Qatar hefur vikið sem einn megin styrktaraðili sambandsins en þeir eru alls sex. Qatar Airways er á sínum stað ásamt Adidas, Coca Cola, Kia og Visa. Sá sjötti er sádi-arabíska olíufélagið Aramco. Samningur um samstarf fyrirtækisins við FIFA var undirritaður í apríl á þessu ári og hefur sætt gagnrýni, meðal annars frá íslensku landsliðskonunni Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur. Þá bárust af því fregnir í vikunni, algjörlega sem þruma úr heiðskíru lofti, að streymisveitan DAZN yrði sjónvarpsrétthafi hugarfósturs Infantino; nýs heimsmeistaramóts félagsliða sem verður haldið í fyrsta sinn næsta sumar. Leitin að rétthafa hafði gengið herfilega og kom mjög á óvart að DAZN skildi ganga frá samningum, enda fyrirtækið tapað þremur milljörðum punda á síðustu þremur árum. Það er að jafnaði einn milljarður á ári sem jafngildir tæplega 176 milljörðum (176.000.000.000) króna í tap, árlega í þrjú ár. Einhver gæti spurt sig hvað þessi breska sjónvarpsveita sem brennir peningum með ógnarhraða gæti haft með málið að gera. Jú, fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, PIF, keypti stóran hlut í fyrirtækinu fyrir einn milljarð Bandaríkjadala í byrjun desember-mánaðar og hafði ásamt DAZN fest kaup á rétti að HM félagsliða örfáum vikum síðar. Sjónvarpsréttindin klár hjá DAZN og Aramco bætist í góðan stuðningshóp Infantino og félaga. Ekki hvað heldur hvar Aftur kemur deja vu inn. FIFA gerir samninga bakvið tjöldin, vísar öllum ásökunum á bug og einblínir á jákvæða þætti komandi móts í Sádi-Arabíu. Raunar gaf FIFA tilboði Sádi-Arabíu hæstu einkunn sem það hefur gefið nokkru ríki í matsskýrslu sinni. Enginn tilvonandi gestgjafi hefur fengið eins háa einkunn og þá vakti athygli að matsnefndin sagði mannréttindastöðu í ríkinu aðeins „miðlungs áhættu“. Aftur virðist heimsmeistarakeppnin í fótbolta vera verkfærið sem heldur gróðavél FIFA mallandi á meðan moldrík Miðausturlönd ræsa þvottavélarnar. Stærsta fótboltaveisla heims mun því aftur líða fyrir staðsetningu hennar. Fótboltastuðningsmenn þurfa að horfa upp á HM líða fyrir það öðru sinni hvar mótið fer fram en ekki hvernig það fer fram innan vallar.