Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag. Þar segir að veðurbreytingarnar megi rekja til vaxandi lægðar á Grænlandssundi.
Í kvöld fari svo að kólna vestanlands og úrkoman verði þá éljakenndari. Á morgun verður svo vestan og suðvestan kaldi eða strekkingur og él, en þurrt austantil. Eftir hádegi dregur svo smám saman úr vindi. Frost víða 0 til 5 stig.
Nokkuð greiðfært virðist um allt land en þó snjóþekja, hálka og hálkublettir víða.
Nánar um veður á vef Veðurstofunnar og færð vega á vef Vegagerðarinnar.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Vestan og suðvestan 8-15 m/s og él, en úrkomulítið austantil. Lægir norðanlands eftir hádegi. Frost víða 0 til 5 stig.
Á mánudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og él, en þurrt um landið austanvert. Frost 0 til 12 stig, kaldast norðaustantil.
Á þriðjudag:
Sunnan og suðaustan 5-13 og él, en þurrt norðaustanlands. Vægt frost. Vaxandi norðaustanátt um kvöldið og allvíða snjókoma eða slydda.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir hvassa norðanátt með snjókomu eða slyddu, einkum norðan- og austanlands. Hiti nálægt frostmarki.
Á fimmtudag:
Minnkandi norðanátt og þurrt að kalla, en él á Norðaustur- og Austurlandi. Kólnar í veðri. Snýst í suðaustanátt um kvöldið með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestantil.
Á föstudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og allvíða skúrir eða él.