Erlent

Tugir þúsunda mót­mæla í Suður-Kóreu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Almenningur kallar eftir því að forsetinn verði handtekinn.
Almenningur kallar eftir því að forsetinn verði handtekinn. Vísir/EPA

Þúsundir mótmæla nú í Suður-Kóreu þar sem þingmenn munu í dag greiða atkvæði í annað sinn um að landráð forsetans. Forsetinn, Yoon Suk Yeol, setti á herlög í landinu án nokkurs fyrirvara þann 3. desember. Stjórnvöld í Suður-Kóreu rannsaka nú ásakanir um uppreisn í tenglum við ákvörðunina.

Vika er síðan atkvæðagreiðsla um landráð var afgreidd á þinginu í fyrsta sinn en þá kom meirihluti stjórnarþingmanna sér hjá því að greiða atkvæði. Í frétt AP um málið í dag segir að ekki sé ljóst hvort þeir geri það sama í dag. Opinberum mótmælum gegn Yoon hefur fjölgað síðan þá og vinsældir hans hrakað.

Í frétt AP segir að tugir þúsunda mótmæli nú þrátt fyrir mikinn kulda í Seúl og hafi gert það síðustu tvær vikurnar. Þau kalla eftir því að honum verði vikið úr embætti og hann handtekinn. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa einnig komið saman í Seúl en þau eru ekki eins mörg.

Tugir þúsunda mótmæla ákvörðun forsetans og segja hann hafa framið landráð.Vísir/EPA

Herlögin voru aðeins í gildi í um sex klukkustundir en höfðu ekki verið sett á í um fjóra áratugi. Ákvörðun Yoon hefur haft víðtæk áhrif pólitískt og á efnahagslífið. Þingið greiddi atkvæði um að snúa ákvörðuninni við samdægurs þannig hann neyddist til að gera það. 

Yoon hefur verið sakaður um uppreisn og hafa bent á að samkvæmt lögum má forseti landsins aðeins setja á herlög á stríðstímum eða í svipuðu neyðarástandi. Í tillögunni sem á að taka fyrir á þinginu í dag segir að hann hafi „framkvæmd uppreisn sem trufli friðinn í Lýðveldinu Kóreu með því að setja á svið röð óeirða“. 

Fólk hefur mótmælt daglega síðustu tæpar tvær vikurnar.Vísir/EPA

Þá er það einnig gagnrýnt að hann hafi notað lögreglu og her í aðgerðum sínum. Yoon hefur mótmælt ásökunum en á meðan hann er til rannsóknar má hann ekki yfirgefa landið.


Tengdar fréttir

Forsetinn verður ekki ákærður

Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram.

Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna

Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×