Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 15:42 Finnska lögreglan fordæmir „níðingsveiðar“ og ítrekar að það eigi aðeins að vera í hennar höndum að rannsaka glæpi og hafa hendur í hári níðinga. Vísir/Getty Réttarhöld yfir sautján ára gömlum pilti sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps hófust í Finnlandi í dag. Hann er sakaður um að hafa mælt sér mót við mann sem sóttist eftir að komst í kynni við pilta undir lögaldri gagngert til þess að drepa hann. Athæfið hefur verið kallað „níðingsveiðar“ á samfélagsmiðlum. Pilturinn var sextán ára gamall þegar hann setti sig í samband við karlmann í gegnum netið en hann falaðist eftir því að komast í kynni við unga pilta. Þeir mæltu sér mót á heimili karlmannsins í Vantaa norður af höfuðborginni Helsinki í ágúst. Þegar þangað var komið réðst pilturinn á manninn með hnífi og stakk hann ítrekað. Manninum tókst að standa atlöguna af sér og koma piltinum út úr íbúðinni. Hann lifði árásina af, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Að sögn lögreglu vakti fyrir piltinum að taka lögin í eigin hendur og að hann hefði ætlað sér að drepa fórnarlambið. Tveir aðrir unglingar, sem voru sautján og átján ára þegar árásin átti sér stað, voru ákærðir fyrir að aðstoða piltinn. Árásin er sögð hluti af því sem hefur verið kallað „níðingsveiðar.“ Nokkur slík tilfelli hafa komið upp víðs vegar um heim undanfarin ár. Veiðarnar ganga út á að fólk læst vera börn á samfélagsmiðlum til þess að tæla barnaníðinga og afhjúpa þá. Þær enda gjarnan á því að „veiðimennirnir“ mæli sér mót við meinta níðinga, taki fund þeirra upp á myndband og birti á netinu. Finnska lögreglan segir að nokkur mál af þessu tagi hafi komið upp þar í landi en árásin í Vantaa sé það alvarlegasta til þessa. Finnland Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Pilturinn var sextán ára gamall þegar hann setti sig í samband við karlmann í gegnum netið en hann falaðist eftir því að komast í kynni við unga pilta. Þeir mæltu sér mót á heimili karlmannsins í Vantaa norður af höfuðborginni Helsinki í ágúst. Þegar þangað var komið réðst pilturinn á manninn með hnífi og stakk hann ítrekað. Manninum tókst að standa atlöguna af sér og koma piltinum út úr íbúðinni. Hann lifði árásina af, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Að sögn lögreglu vakti fyrir piltinum að taka lögin í eigin hendur og að hann hefði ætlað sér að drepa fórnarlambið. Tveir aðrir unglingar, sem voru sautján og átján ára þegar árásin átti sér stað, voru ákærðir fyrir að aðstoða piltinn. Árásin er sögð hluti af því sem hefur verið kallað „níðingsveiðar.“ Nokkur slík tilfelli hafa komið upp víðs vegar um heim undanfarin ár. Veiðarnar ganga út á að fólk læst vera börn á samfélagsmiðlum til þess að tæla barnaníðinga og afhjúpa þá. Þær enda gjarnan á því að „veiðimennirnir“ mæli sér mót við meinta níðinga, taki fund þeirra upp á myndband og birti á netinu. Finnska lögreglan segir að nokkur mál af þessu tagi hafi komið upp þar í landi en árásin í Vantaa sé það alvarlegasta til þessa.
Finnland Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira