Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2024 14:00 Kristín Björg hvetur til þess að jólahefðir verði hugsaðar upp á nýtt. Þriggja barna móðir segir álagið í desember verða sífellt meira fyrir börn og foreldra. Hún segir streituna óbærilega og hvetur yfirmenn skóla og frístundasviða til að beina tilmælum til skipuleggjenda tómstunda um að dreifa úr viðburðum og færa þá fram í janúar og febrúar og skapa þannig rólegri hefðir í desember. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar heldur Kristín Björg Viggósdóttir á penna, þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og uppeldisfræðingur. Hún segist á hverju ári heyra og finna það hvað álagið í desember eykst. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilji skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra í fallegum tilgangi, álagið sé hinsvegar orðið vægast sagt óheilbrigt og streitan óbærileg. Viðburður á tveggja daga fresti „Tökum sem dæmi fjölskyldu með þrjú börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir níu samkomur þar sem foreldar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á uþb. þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi.“ Kristín Björg setur sig í stellingar og segist ímynda sér að einhver myndi spyrja hvort það megi ekki bara vera gaman? Hún segir að svo sé, ekki megi tapa gleðinni en orðið sé djúpt á henni þegar dagskráin sé stöðug. Spyrja megi hvort öll þessi dagskrá sé á endanum fyrir börnin. Fólk flykkist til útlanda til að forðast stressið „Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrðu bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda.“ Kristín Björg bendir á að öll beri ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag. Oft geti verið erfitt að brjótast úr úr hefð sem þó engum eða fáum þjóni.„Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir að breyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið.“ Hún bendir forsvarsmönnum skóla-og frístundasviða á að þeir gætu orðið brautryðjendur í því að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það sé líka hægt að skapa jólastemningu með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. „Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þarf oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir.“ Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar heldur Kristín Björg Viggósdóttir á penna, þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og uppeldisfræðingur. Hún segist á hverju ári heyra og finna það hvað álagið í desember eykst. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilji skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra í fallegum tilgangi, álagið sé hinsvegar orðið vægast sagt óheilbrigt og streitan óbærileg. Viðburður á tveggja daga fresti „Tökum sem dæmi fjölskyldu með þrjú börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir níu samkomur þar sem foreldar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á uþb. þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi.“ Kristín Björg setur sig í stellingar og segist ímynda sér að einhver myndi spyrja hvort það megi ekki bara vera gaman? Hún segir að svo sé, ekki megi tapa gleðinni en orðið sé djúpt á henni þegar dagskráin sé stöðug. Spyrja megi hvort öll þessi dagskrá sé á endanum fyrir börnin. Fólk flykkist til útlanda til að forðast stressið „Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrðu bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda.“ Kristín Björg bendir á að öll beri ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag. Oft geti verið erfitt að brjótast úr úr hefð sem þó engum eða fáum þjóni.„Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir að breyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið.“ Hún bendir forsvarsmönnum skóla-og frístundasviða á að þeir gætu orðið brautryðjendur í því að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það sé líka hægt að skapa jólastemningu með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. „Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þarf oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir.“
Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira