Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar 13. desember 2024 12:00 Nýlega birti heilbrigðisráðuneytið á síðu sinni innan stjórnarráðsins, skýrslu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem er ætlað að vera stöðumat á lyfjafræðilegri þjónustu íslenskra apóteka, svokölluð „hvítbók“. Þar koma fram góðar hugmyndir um hvernig apótek geta bætt þjónustu sína þegar kemur að lyfjafræðilegri ráðgjöf, opnunartíma og lyfjaumsjá gagnvart viðskiptavinum sínum. Í ágætri skýrslu er meðal annars farið yfir fyrirkomulag nágrannaríkja en einnig eytt góðum hluta skýrslunnar í að tala upp stétt lyfjafræðinga, enda mikilvæg stétt, ekki síst í landi sem á ýmis vafasöm höfðatölumet í lyfjanotkun. Þegar skýrslan er lesin er hún framan af framsýn og er að finna í henni ágætar tillögur til að efla fagmennsku innan apóteka og hleypa krafti í starf lyfjafræðinga. Þegar hún er á hinn bóginn lesin til enda, kárnar gamanið og opnast inn í bergmálshelli sem höfundar virðast hafa dvalið í of lengi og er jafnvel orðinn súrefnislítill. Skyndilega virðist hópurinn vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar, til fyrirkomulags, þar sem ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Fyrirkomulagi sem var með réttu afnumið með grein í lyfjalögum þar sem kveðið var á um að þeir sem ávísa lyfjum, læknar, tannlæknar og dýralæknar, skyldu hætta mestallri aðkomu að lyfsölu. Ástæðan er, augljóslega, hagsmunaárekstur. 108. grein lyfjalaga er mikilvæg grein fyrir hagsmuni sjúklinga og traust almennings á heilbrigðiskerfinu en þar segir meðal annars: „Starfandi læknar, tannlæknar og dýralæknar mega ekki vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem rekið er á grundvelli lyfjaframleiðsluleyfis, leyfis til heildsöludreifingar lyfja, leyfis til miðlunar lyfja eða lyfsöluleyfis að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra.“ Það má nefna að í siðareglum lækna er gengið enn lengra í því hvernig skuli forðast slíka hagsmunaárekstra. Lyfsalar virðast hafa, í bergmálshelli sínum, fengið vitrun eða sýn, um hof þar sem sjúklingar geta komið og lyfjafræðingar geti „metið, ráðlagt og eftir atvikum, ávísað lyfjum fyrir einfaldari sjúkdóma og minniháttar heilsufarsvandamál“ en þar sem einungis eru seld lyf og væri þá hægt að sitja báðum megin borðs, setja greiningu og selja meðferð. Þeir eru semsagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir. Að öllu gamni slepptu, fullyrði ég, að mörg okkar sem störfum á heilsugæslu missum hökuna í gólfið við lestur svokallaðs „þriðja áfanga“ í skýrslunni. Þar sem er ekki einungis tekið skref aftur á bak þegar kemur að hagsmunaárekstrum, sjúklingum til ama, heldur er einnig gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þarf til að greina og meðhöndla sjúkdóma. Ef til vill ættu þessar hugmyndir ekki að koma á óvart þegar drjúgur hluti höfunda skýrslunnar eru viðskiptafólk á einkamarkaði lyfsölu, verra er að sjá í þeim hópi lyfjafræðing starfandi á ÞÍH og forstjóra Lyfjastofnunar. Fyrstu hlutar skýrslunnar lofuðu þrátt fyrir þetta góðu en lokahnykkurinn og svokallaður „þriðji áfangi“ er ákveðinn svartur blettur á henni. Skýrsluna má tæplega kalla „hvítbók“, og er í margra augum „grábók“. Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild. Höfundur er heimilislæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Heilbrigðismál Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Nýlega birti heilbrigðisráðuneytið á síðu sinni innan stjórnarráðsins, skýrslu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem er ætlað að vera stöðumat á lyfjafræðilegri þjónustu íslenskra apóteka, svokölluð „hvítbók“. Þar koma fram góðar hugmyndir um hvernig apótek geta bætt þjónustu sína þegar kemur að lyfjafræðilegri ráðgjöf, opnunartíma og lyfjaumsjá gagnvart viðskiptavinum sínum. Í ágætri skýrslu er meðal annars farið yfir fyrirkomulag nágrannaríkja en einnig eytt góðum hluta skýrslunnar í að tala upp stétt lyfjafræðinga, enda mikilvæg stétt, ekki síst í landi sem á ýmis vafasöm höfðatölumet í lyfjanotkun. Þegar skýrslan er lesin er hún framan af framsýn og er að finna í henni ágætar tillögur til að efla fagmennsku innan apóteka og hleypa krafti í starf lyfjafræðinga. Þegar hún er á hinn bóginn lesin til enda, kárnar gamanið og opnast inn í bergmálshelli sem höfundar virðast hafa dvalið í of lengi og er jafnvel orðinn súrefnislítill. Skyndilega virðist hópurinn vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar, til fyrirkomulags, þar sem ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Fyrirkomulagi sem var með réttu afnumið með grein í lyfjalögum þar sem kveðið var á um að þeir sem ávísa lyfjum, læknar, tannlæknar og dýralæknar, skyldu hætta mestallri aðkomu að lyfsölu. Ástæðan er, augljóslega, hagsmunaárekstur. 108. grein lyfjalaga er mikilvæg grein fyrir hagsmuni sjúklinga og traust almennings á heilbrigðiskerfinu en þar segir meðal annars: „Starfandi læknar, tannlæknar og dýralæknar mega ekki vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem rekið er á grundvelli lyfjaframleiðsluleyfis, leyfis til heildsöludreifingar lyfja, leyfis til miðlunar lyfja eða lyfsöluleyfis að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra.“ Það má nefna að í siðareglum lækna er gengið enn lengra í því hvernig skuli forðast slíka hagsmunaárekstra. Lyfsalar virðast hafa, í bergmálshelli sínum, fengið vitrun eða sýn, um hof þar sem sjúklingar geta komið og lyfjafræðingar geti „metið, ráðlagt og eftir atvikum, ávísað lyfjum fyrir einfaldari sjúkdóma og minniháttar heilsufarsvandamál“ en þar sem einungis eru seld lyf og væri þá hægt að sitja báðum megin borðs, setja greiningu og selja meðferð. Þeir eru semsagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir. Að öllu gamni slepptu, fullyrði ég, að mörg okkar sem störfum á heilsugæslu missum hökuna í gólfið við lestur svokallaðs „þriðja áfanga“ í skýrslunni. Þar sem er ekki einungis tekið skref aftur á bak þegar kemur að hagsmunaárekstrum, sjúklingum til ama, heldur er einnig gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þarf til að greina og meðhöndla sjúkdóma. Ef til vill ættu þessar hugmyndir ekki að koma á óvart þegar drjúgur hluti höfunda skýrslunnar eru viðskiptafólk á einkamarkaði lyfsölu, verra er að sjá í þeim hópi lyfjafræðing starfandi á ÞÍH og forstjóra Lyfjastofnunar. Fyrstu hlutar skýrslunnar lofuðu þrátt fyrir þetta góðu en lokahnykkurinn og svokallaður „þriðji áfangi“ er ákveðinn svartur blettur á henni. Skýrsluna má tæplega kalla „hvítbók“, og er í margra augum „grábók“. Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild. Höfundur er heimilislæknir.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun