Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 12:22 Frá Þórshöfn í Langanesbyggð. Vísir/Vilhelm Innviðaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita kjörnum fulltrúa um stutta bókun á fundi sveitarstjórnar hafi ekki verið í samræmi við lög. Fulltrúinn vildi þakka sjálfboðaliða fyrir vel unnin störf. Í áliti ráðuneytisins, sem birt var 20. nóvember, er farið yfir málsatvik. Þar segir að kvörtun hafi borist frá fulltrúum L-lista í sveitarstjórn vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á sveitarstjórnarfundi í desember á síðasta ári hafi verið verið að skipa nýjan varamann í kjörstjórn sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfulltrúi hafi þá óskað eftir því að bóka í fundargerð þakkir til fráfarandi varamanns, en oddviti neitað honum um bókunina. Töldu fulltrúar L-lista þetta ekki í samræmi við lög, venjur eða samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Vildu leiðbeiningar um almennar kveðjur Ráðuneytið óskaði eftir skýringum sveitarfélagsins um kvörtunina og fékk þau svör að oddviti hafi ekki talið bókunina í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga, þar sem hún varðaði ekki málið sem til umfjöllunar var í sveitarstjórn. „Það er mat sveitarfélagsins, þ.e. telji ráðuneytið að fundir sveitarstjórna séu rétti vettvangur fyrir almennar kveðjur sveitarstjórnarmanna, að þá verði að hlutast til um og veita sveitarstjórnum almennar leiðbeiningar um hvernig málsmeðferð skuli háttað í slíkum tilvikum,“ sagði meðal annars í svarbréfi sveitarfélagsins til ráðuneytisins. Þá var bent á að fulltrúar í sveitastjórnum ættu þess jafnan kost að koma á framfæri kveðjum sínum við samborgara og aðra, með margvíslegum hætti á tímum nútímatækni og „margháttaðra venja sem hafa þróast á löngum tíma.“ Sveitarfélagið kynni sér álitið Ráðuneytið tók málið til umfjöllunar á grundvelli framkominna gagna, en í áliti þess segir að í ákvæðum sveitarstjórnarlaga sé kveðið á um málfrelsi sveitarstjórnarmanna, en til að eiga rétt á að fá athugasemdir bókaðar í fundargerð verði þær að vera stuttar og tengjast afstöðu sveitarstjórnarmanns til þeirra mála sem til umræðu eru. Í áliti ráðuneytisins segir að ljóst sé að um hafi verið að ræða stutta athugasemd, þar sem hún var ein setning. Þar kemur einnig fram að túlka beri takmarkanir á rétti sveitastjórnarmanns til að bóka stutta athugasemd um afstöðu sína til máls sem er til umræðu með þröngum hætti. Niðurstaða ráðuneytisins var því sú að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita fulltrúanum um bókunina hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Hins vegar telji ráðuneytið ekki ástæðu til að fella úr gildi úrskurð oddvitans, og málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins. „Er sveitarfélaginu bent á að kynna sér þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu,“ segir í niðurlagi álits ráðuneytisins. Langanesbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Í áliti ráðuneytisins, sem birt var 20. nóvember, er farið yfir málsatvik. Þar segir að kvörtun hafi borist frá fulltrúum L-lista í sveitarstjórn vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á sveitarstjórnarfundi í desember á síðasta ári hafi verið verið að skipa nýjan varamann í kjörstjórn sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfulltrúi hafi þá óskað eftir því að bóka í fundargerð þakkir til fráfarandi varamanns, en oddviti neitað honum um bókunina. Töldu fulltrúar L-lista þetta ekki í samræmi við lög, venjur eða samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Vildu leiðbeiningar um almennar kveðjur Ráðuneytið óskaði eftir skýringum sveitarfélagsins um kvörtunina og fékk þau svör að oddviti hafi ekki talið bókunina í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga, þar sem hún varðaði ekki málið sem til umfjöllunar var í sveitarstjórn. „Það er mat sveitarfélagsins, þ.e. telji ráðuneytið að fundir sveitarstjórna séu rétti vettvangur fyrir almennar kveðjur sveitarstjórnarmanna, að þá verði að hlutast til um og veita sveitarstjórnum almennar leiðbeiningar um hvernig málsmeðferð skuli háttað í slíkum tilvikum,“ sagði meðal annars í svarbréfi sveitarfélagsins til ráðuneytisins. Þá var bent á að fulltrúar í sveitastjórnum ættu þess jafnan kost að koma á framfæri kveðjum sínum við samborgara og aðra, með margvíslegum hætti á tímum nútímatækni og „margháttaðra venja sem hafa þróast á löngum tíma.“ Sveitarfélagið kynni sér álitið Ráðuneytið tók málið til umfjöllunar á grundvelli framkominna gagna, en í áliti þess segir að í ákvæðum sveitarstjórnarlaga sé kveðið á um málfrelsi sveitarstjórnarmanna, en til að eiga rétt á að fá athugasemdir bókaðar í fundargerð verði þær að vera stuttar og tengjast afstöðu sveitarstjórnarmanns til þeirra mála sem til umræðu eru. Í áliti ráðuneytisins segir að ljóst sé að um hafi verið að ræða stutta athugasemd, þar sem hún var ein setning. Þar kemur einnig fram að túlka beri takmarkanir á rétti sveitastjórnarmanns til að bóka stutta athugasemd um afstöðu sína til máls sem er til umræðu með þröngum hætti. Niðurstaða ráðuneytisins var því sú að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita fulltrúanum um bókunina hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Hins vegar telji ráðuneytið ekki ástæðu til að fella úr gildi úrskurð oddvitans, og málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins. „Er sveitarfélaginu bent á að kynna sér þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu,“ segir í niðurlagi álits ráðuneytisins.
Langanesbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira