Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 09:01 Víkingar hafa verið frábærir í Sambandsdeild Evrópu en urðu að sætta sig við naumt tap í gær. vísir/Anton Víkingur er jafn Panathinaikos í 18.-19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir næsta fimmtudag. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að liðið komist áfram í keppninni og spili í umspili í febrúar. Þrátt fyrir svekkjandi tap gegn Djurgården í gær eru enn taldar 92 prósent líkur á því að Víkingar komist í umspil Sambandsdeildarinnar, og myndu þannig halda áfram að skrá nýja kafla í sögu Íslands í Evrópukeppnum. Stig gegn Djurgården í gær hefði gulltryggt Víkinga áfram en þeir eru núna með sjö stig í 18.-19. sæti. Sjö stig gætu vel dugað til að komast áfram en stig í Austurríki næsta fimmtudag myndi taka af allan vafa fyrir Víkinga. Efstu átta lið deildarinnar komast beint áfram í 16-liða úrslit og er orðið útilokað að Víkingur verði í þeim hópi. En liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar um að komast í 16-liða úrslitin. Víkingar mega því alls ekki dragast niður í 25. sæti í lokaumferðinni næsta fimmtudag, þegar þeir sækja LASK heim til Austurríkis. Hér má finna stöðuna í Sambandsdeildinni. Liðin í 25.-31. sæti eru með fjögur stig hvert og geta því enn náð Víkingi að stigum, sem og liðin í 20.-24. sæti. Á vef UFEA er hægt að setja inn möguleg úrslit í lokaumferðinni og skoða hvernig lokastaðan yrði, með því að smella hér. Twitter-síðan Football Meets Data segir að 10.000 hermanir sýni að 92 prósent líkur séu á að Víkingur endi á meðal 24 efstu liða deildarinnar. Mögulegt er að það ráðist á markatölu. Líkur hvers liðs á að enda í hópi átta efstu, eða í hópi 24 efstu liða Sambandsdeildarinnar. Efstu átta komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti falla úr keppni.Twitter/@fmeetsdata Ef Víkingar komast áfram myndi langt tímabil þeirra lengjast enn og félagið þurfa að biðja Breiðablik um frekara lán á Kópavogsvelli í umspilinu, sem fram fer 13. og 20. febrúar. Dregið verður í umspilið næsta föstudag. Það gæti skipt máli fyrir Víkinga að ná góðum úrslitum í Austurríki og komast í hóp liðanna í 9.-16. sæti, því þau verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið en liðin í 17.-24. sæti í neðri flokki. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Sjá meira
Þrátt fyrir svekkjandi tap gegn Djurgården í gær eru enn taldar 92 prósent líkur á því að Víkingar komist í umspil Sambandsdeildarinnar, og myndu þannig halda áfram að skrá nýja kafla í sögu Íslands í Evrópukeppnum. Stig gegn Djurgården í gær hefði gulltryggt Víkinga áfram en þeir eru núna með sjö stig í 18.-19. sæti. Sjö stig gætu vel dugað til að komast áfram en stig í Austurríki næsta fimmtudag myndi taka af allan vafa fyrir Víkinga. Efstu átta lið deildarinnar komast beint áfram í 16-liða úrslit og er orðið útilokað að Víkingur verði í þeim hópi. En liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar um að komast í 16-liða úrslitin. Víkingar mega því alls ekki dragast niður í 25. sæti í lokaumferðinni næsta fimmtudag, þegar þeir sækja LASK heim til Austurríkis. Hér má finna stöðuna í Sambandsdeildinni. Liðin í 25.-31. sæti eru með fjögur stig hvert og geta því enn náð Víkingi að stigum, sem og liðin í 20.-24. sæti. Á vef UFEA er hægt að setja inn möguleg úrslit í lokaumferðinni og skoða hvernig lokastaðan yrði, með því að smella hér. Twitter-síðan Football Meets Data segir að 10.000 hermanir sýni að 92 prósent líkur séu á að Víkingur endi á meðal 24 efstu liða deildarinnar. Mögulegt er að það ráðist á markatölu. Líkur hvers liðs á að enda í hópi átta efstu, eða í hópi 24 efstu liða Sambandsdeildarinnar. Efstu átta komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti falla úr keppni.Twitter/@fmeetsdata Ef Víkingar komast áfram myndi langt tímabil þeirra lengjast enn og félagið þurfa að biðja Breiðablik um frekara lán á Kópavogsvelli í umspilinu, sem fram fer 13. og 20. febrúar. Dregið verður í umspilið næsta föstudag. Það gæti skipt máli fyrir Víkinga að ná góðum úrslitum í Austurríki og komast í hóp liðanna í 9.-16. sæti, því þau verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið en liðin í 17.-24. sæti í neðri flokki.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn