Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2024 21:02 Maðurinn hefur ekki áður afplánað dóm hér á landi svo vitað sé. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa gengið inn í búningsklefa kvenna, gert athugasemdir um líkama nakins barns og girt niður um sig fyrir framan það. Í héraði hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm vegna brotsins, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað. Maðurinn áfrýjaði dóminum til Landsréttar og gerði þá kröfu um að hann yrði sýknaður. Til vara, kæmi til sakfellingar, krafðist hann vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og dæmdi manninn til greiðslu alls áfrýjunarkostnaðar, sem nemur tæplega 1,4 milljónum króna. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, kemur fram að maðurinn hafi sunnudaginn 13. mars 2022 gengið inn í búningsklefa kvenna í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi brotaþoli verið nakin og maðurinn gert athugasemdir við líkama hennar og spurt hana persónulegra spurninga og sagst vilja kvænast henni. Þá hafi hann boðið henni að sjá líkama sinn og byrjað að girða niður um sig eftir að stúlkan sagði „nei“. Með athæfinu hafi hann sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Sagðist hafa villst inn í klefann Í málavöxtum í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brotaþoli hafi síðan komið til föður síns í uppnámi og sagt honum að maður hefði áreitt sig í klefanum. Þau hafi síðan séð manninn sem um ræddi á strætóstoppistöð í grenndinni. Maðurinn hafi þá gengið til þeirra og faðirinn skammað hann og sagt að svona geri maður ekki. Hann hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Í dómi Landsréttar kemur fram að framburður mannsins hafi tekið breytingum eftir að rannsókn á málinu hóst og stangist á við gögn málsins. Í skýrslutöku fyrir lögreglu hafi hann haldið því fram að stúlkan hafi verið klædd en fyrir dómi hafi hann sagt að hún hefði haft handklæði utan um sig. Þá sagðist maðurinn ekki hafa verið inn í klefanum lengur en þrjátíu sekúndur en upptökur úr öryggismyndavélum gáfu til kynna að hann hefði verið þar í um þrjár mínútur. Maðurinn bar jafnframt fyrir sig fyrir dómi að hann hafi farið inn í klefann fyrir slysni og vanþekking og tungumálavankunnátta hafi valdið því að hann hafi slysast þangað inn. En upptökur sýndu jafnframt að hann hefði margoft áður, bæði þann dag og daginn á undan, farið inn í kvennaklefann. Þá sýndu ljósmyndir af vettvangi að áberandi skilti sem sýndi að um kvennaklefa ræddi stóð fyrir utan klefann. Dómarar Landsréttar töldu því ólíkindablæ vera á þeirri skýringu mannsins að hann hefði villst inn í klefann. Framburður brotaþolans var talinn skýr og stöðugur. Dómsmál Sundlaugar og baðlón Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Í héraði hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm vegna brotsins, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað. Maðurinn áfrýjaði dóminum til Landsréttar og gerði þá kröfu um að hann yrði sýknaður. Til vara, kæmi til sakfellingar, krafðist hann vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og dæmdi manninn til greiðslu alls áfrýjunarkostnaðar, sem nemur tæplega 1,4 milljónum króna. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, kemur fram að maðurinn hafi sunnudaginn 13. mars 2022 gengið inn í búningsklefa kvenna í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi brotaþoli verið nakin og maðurinn gert athugasemdir við líkama hennar og spurt hana persónulegra spurninga og sagst vilja kvænast henni. Þá hafi hann boðið henni að sjá líkama sinn og byrjað að girða niður um sig eftir að stúlkan sagði „nei“. Með athæfinu hafi hann sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Sagðist hafa villst inn í klefann Í málavöxtum í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brotaþoli hafi síðan komið til föður síns í uppnámi og sagt honum að maður hefði áreitt sig í klefanum. Þau hafi síðan séð manninn sem um ræddi á strætóstoppistöð í grenndinni. Maðurinn hafi þá gengið til þeirra og faðirinn skammað hann og sagt að svona geri maður ekki. Hann hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Í dómi Landsréttar kemur fram að framburður mannsins hafi tekið breytingum eftir að rannsókn á málinu hóst og stangist á við gögn málsins. Í skýrslutöku fyrir lögreglu hafi hann haldið því fram að stúlkan hafi verið klædd en fyrir dómi hafi hann sagt að hún hefði haft handklæði utan um sig. Þá sagðist maðurinn ekki hafa verið inn í klefanum lengur en þrjátíu sekúndur en upptökur úr öryggismyndavélum gáfu til kynna að hann hefði verið þar í um þrjár mínútur. Maðurinn bar jafnframt fyrir sig fyrir dómi að hann hafi farið inn í klefann fyrir slysni og vanþekking og tungumálavankunnátta hafi valdið því að hann hafi slysast þangað inn. En upptökur sýndu jafnframt að hann hefði margoft áður, bæði þann dag og daginn á undan, farið inn í kvennaklefann. Þá sýndu ljósmyndir af vettvangi að áberandi skilti sem sýndi að um kvennaklefa ræddi stóð fyrir utan klefann. Dómarar Landsréttar töldu því ólíkindablæ vera á þeirri skýringu mannsins að hann hefði villst inn í klefann. Framburður brotaþolans var talinn skýr og stöðugur.
Dómsmál Sundlaugar og baðlón Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira