Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2024 21:02 Maðurinn hefur ekki áður afplánað dóm hér á landi svo vitað sé. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa gengið inn í búningsklefa kvenna, gert athugasemdir um líkama nakins barns og girt niður um sig fyrir framan það. Í héraði hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm vegna brotsins, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað. Maðurinn áfrýjaði dóminum til Landsréttar og gerði þá kröfu um að hann yrði sýknaður. Til vara, kæmi til sakfellingar, krafðist hann vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og dæmdi manninn til greiðslu alls áfrýjunarkostnaðar, sem nemur tæplega 1,4 milljónum króna. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, kemur fram að maðurinn hafi sunnudaginn 13. mars 2022 gengið inn í búningsklefa kvenna í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi brotaþoli verið nakin og maðurinn gert athugasemdir við líkama hennar og spurt hana persónulegra spurninga og sagst vilja kvænast henni. Þá hafi hann boðið henni að sjá líkama sinn og byrjað að girða niður um sig eftir að stúlkan sagði „nei“. Með athæfinu hafi hann sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Sagðist hafa villst inn í klefann Í málavöxtum í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brotaþoli hafi síðan komið til föður síns í uppnámi og sagt honum að maður hefði áreitt sig í klefanum. Þau hafi síðan séð manninn sem um ræddi á strætóstoppistöð í grenndinni. Maðurinn hafi þá gengið til þeirra og faðirinn skammað hann og sagt að svona geri maður ekki. Hann hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Í dómi Landsréttar kemur fram að framburður mannsins hafi tekið breytingum eftir að rannsókn á málinu hóst og stangist á við gögn málsins. Í skýrslutöku fyrir lögreglu hafi hann haldið því fram að stúlkan hafi verið klædd en fyrir dómi hafi hann sagt að hún hefði haft handklæði utan um sig. Þá sagðist maðurinn ekki hafa verið inn í klefanum lengur en þrjátíu sekúndur en upptökur úr öryggismyndavélum gáfu til kynna að hann hefði verið þar í um þrjár mínútur. Maðurinn bar jafnframt fyrir sig fyrir dómi að hann hafi farið inn í klefann fyrir slysni og vanþekking og tungumálavankunnátta hafi valdið því að hann hafi slysast þangað inn. En upptökur sýndu jafnframt að hann hefði margoft áður, bæði þann dag og daginn á undan, farið inn í kvennaklefann. Þá sýndu ljósmyndir af vettvangi að áberandi skilti sem sýndi að um kvennaklefa ræddi stóð fyrir utan klefann. Dómarar Landsréttar töldu því ólíkindablæ vera á þeirri skýringu mannsins að hann hefði villst inn í klefann. Framburður brotaþolans var talinn skýr og stöðugur. Dómsmál Sundlaugar og baðlón Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Í héraði hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm vegna brotsins, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað. Maðurinn áfrýjaði dóminum til Landsréttar og gerði þá kröfu um að hann yrði sýknaður. Til vara, kæmi til sakfellingar, krafðist hann vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og dæmdi manninn til greiðslu alls áfrýjunarkostnaðar, sem nemur tæplega 1,4 milljónum króna. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, kemur fram að maðurinn hafi sunnudaginn 13. mars 2022 gengið inn í búningsklefa kvenna í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi brotaþoli verið nakin og maðurinn gert athugasemdir við líkama hennar og spurt hana persónulegra spurninga og sagst vilja kvænast henni. Þá hafi hann boðið henni að sjá líkama sinn og byrjað að girða niður um sig eftir að stúlkan sagði „nei“. Með athæfinu hafi hann sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Sagðist hafa villst inn í klefann Í málavöxtum í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brotaþoli hafi síðan komið til föður síns í uppnámi og sagt honum að maður hefði áreitt sig í klefanum. Þau hafi síðan séð manninn sem um ræddi á strætóstoppistöð í grenndinni. Maðurinn hafi þá gengið til þeirra og faðirinn skammað hann og sagt að svona geri maður ekki. Hann hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Í dómi Landsréttar kemur fram að framburður mannsins hafi tekið breytingum eftir að rannsókn á málinu hóst og stangist á við gögn málsins. Í skýrslutöku fyrir lögreglu hafi hann haldið því fram að stúlkan hafi verið klædd en fyrir dómi hafi hann sagt að hún hefði haft handklæði utan um sig. Þá sagðist maðurinn ekki hafa verið inn í klefanum lengur en þrjátíu sekúndur en upptökur úr öryggismyndavélum gáfu til kynna að hann hefði verið þar í um þrjár mínútur. Maðurinn bar jafnframt fyrir sig fyrir dómi að hann hafi farið inn í klefann fyrir slysni og vanþekking og tungumálavankunnátta hafi valdið því að hann hafi slysast þangað inn. En upptökur sýndu jafnframt að hann hefði margoft áður, bæði þann dag og daginn á undan, farið inn í kvennaklefann. Þá sýndu ljósmyndir af vettvangi að áberandi skilti sem sýndi að um kvennaklefa ræddi stóð fyrir utan klefann. Dómarar Landsréttar töldu því ólíkindablæ vera á þeirri skýringu mannsins að hann hefði villst inn í klefann. Framburður brotaþolans var talinn skýr og stöðugur.
Dómsmál Sundlaugar og baðlón Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira