Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Árni Sæberg og Jón Þór Stefánsson skrifa 12. desember 2024 15:28 Sigurlín Margrét hefur sinnt döff leiðsögn á Listasafni Íslands. Listasafn Íslands Máli Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur, sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpi í 36 ár, á hendur Ríkisútvarpinu hefur verið vísað frá dómi. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Sigurlín Margrét hóf störf hjá RÚV við flutning táknmálsfrétta árið 1985 og sinnti starfinu fram að uppsögn árið 2021. Fram kemur í gögnum málsins að fyrst hafi verið skrifað undir starfssamning við Sigurlín árið 2008 sem hafi framlengst um hálft ár í einu allt til ársins 2021. Þá breytti RÚV fyrirkomulagi sínu er varðar þjónustu við heyrnarskerta og heyrnarlausa og hætti sérstökum táknmálsfréttatímum. Var samið við Miðstöð heyrnarlausra og heyrnarskerta um túlkun á aðalfréttatíma og Krakkafréttum þar sem túlkendur voru fólk með heyrn. Hafði mikið áhrif á líf hennar RÚV var sýknað af öllum kröfum Sigurlínar Margrétar með Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rétt rúmu ári. Landsréttur vísaði málinu frá dómi síðdegis en úrskurður þess efnis hefur ekki enn verið birtur. Fram kom í stefnu Sigurlínar að uppsögnin hefði haft mikil áhrif á líf hennar og valdið miklu tjóni. Hún væri heyrnarlaus einstaklingur, sem tjái sig á táknmáli og aðgengi hennar að annarri vinnu en þeirri sem hún hefði sinnt á RÚV í 36 ár væri erfitt. Hún hefði átt erfitt að finna sér aðra vinnu eftir uppsögn. Þá hafi Sigurlín margoft í gegnum árin óskað eftir því að fá að vera launþegi hjá RÚV en ekki verktaki. Þannig hafi samningssamband hennar við RÚV haft þann blæ að vera frekar vinnusamningur klæddur í búning verksamnings. Ríkisútvarpið hefur áður verið sakað um gerviverktöku. Hafi ekki óskað eftir því að vera launþegi Héraðsdómur féllst ekki á að uppsögnin hefði verið ólögmæt og þá væri ekki um að ræða brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks enda verið að stuðla að aukinni þjónustu við þá sem tala táknmál með breytingunni sem hafði uppsagnirnar í för með sér. Þá sagðist héraðsdómur ekki geta litið fram hjá því að Sigurlín hefði ekki minnst á það í 36 ár, svo sannanir væru fyrir, að hún teldi sig vera í starfssambandi við RÚV sem launamaður. Það hefði hún gert fyrst í kjölfar uppsagnarinnar. Úrskurður Landsréttar hefur ekki enn verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir. Dómsmál Ríkisútvarpið Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Sigurlín Margrét hóf störf hjá RÚV við flutning táknmálsfrétta árið 1985 og sinnti starfinu fram að uppsögn árið 2021. Fram kemur í gögnum málsins að fyrst hafi verið skrifað undir starfssamning við Sigurlín árið 2008 sem hafi framlengst um hálft ár í einu allt til ársins 2021. Þá breytti RÚV fyrirkomulagi sínu er varðar þjónustu við heyrnarskerta og heyrnarlausa og hætti sérstökum táknmálsfréttatímum. Var samið við Miðstöð heyrnarlausra og heyrnarskerta um túlkun á aðalfréttatíma og Krakkafréttum þar sem túlkendur voru fólk með heyrn. Hafði mikið áhrif á líf hennar RÚV var sýknað af öllum kröfum Sigurlínar Margrétar með Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rétt rúmu ári. Landsréttur vísaði málinu frá dómi síðdegis en úrskurður þess efnis hefur ekki enn verið birtur. Fram kom í stefnu Sigurlínar að uppsögnin hefði haft mikil áhrif á líf hennar og valdið miklu tjóni. Hún væri heyrnarlaus einstaklingur, sem tjái sig á táknmáli og aðgengi hennar að annarri vinnu en þeirri sem hún hefði sinnt á RÚV í 36 ár væri erfitt. Hún hefði átt erfitt að finna sér aðra vinnu eftir uppsögn. Þá hafi Sigurlín margoft í gegnum árin óskað eftir því að fá að vera launþegi hjá RÚV en ekki verktaki. Þannig hafi samningssamband hennar við RÚV haft þann blæ að vera frekar vinnusamningur klæddur í búning verksamnings. Ríkisútvarpið hefur áður verið sakað um gerviverktöku. Hafi ekki óskað eftir því að vera launþegi Héraðsdómur féllst ekki á að uppsögnin hefði verið ólögmæt og þá væri ekki um að ræða brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks enda verið að stuðla að aukinni þjónustu við þá sem tala táknmál með breytingunni sem hafði uppsagnirnar í för með sér. Þá sagðist héraðsdómur ekki geta litið fram hjá því að Sigurlín hefði ekki minnst á það í 36 ár, svo sannanir væru fyrir, að hún teldi sig vera í starfssambandi við RÚV sem launamaður. Það hefði hún gert fyrst í kjölfar uppsagnarinnar. Úrskurður Landsréttar hefur ekki enn verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir.
Dómsmál Ríkisútvarpið Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira