Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. desember 2024 13:30 Hilmar, formaður starfshópsins, Björt sem var hluti af starfshópnum og Guðlaugur ráðherra. stjórnarráðið Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, stofnaði hópinn sem samanstendur af þeim Hilmari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni, Björtu Ólafsdóttur, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra og Kolbeini Óttarssyni Proppé, fyrrverandi þingmanni VG. Hópurinn hóf störf í byrjun árs og fór meðal annars til Noregs til að kanna til hlítar hvernig Norðmenn hafa borið sig að. Björt segir að starfshópurinn hafi fengið mjög opið og vítt skipunarbréf; honum hafi verið ætlað að efla ferla, draga úr flækjum í orku og náttúruverndarmálum. „Við skoðuðum alla möguleika, þar á meðal hvort ætti að leggja rammaáætlun af, eins og sumir tala fyrir eða hvort eitthvað annað kerfi væri betur til þess falli að vinna úr þessum málum. Niðurstaða okkar var að halda okkur við rammaáætlun út af því að hún hefur reynst farsæl hvað faglega þætti varðar en að auka skilvirkni hennar svo um munar.“ Tillögur til úrbóta eru fjölmargar. „Við leggjum til að stytta frest og samnýta tímaramma þannig að það þurfi ekki að líða lengra en 24 mánuðir frá því að virkjanahugmynd er send til Orkustofnunar og þar til ráðherra leggur fram sína þingsályktunartillögu. Auk þess leggjum við til að frestir sveitarfélaga til að setja niðurstöðu Alþingis inn á sitt skipulag verði styttir allverulega og svo leggjum við líka til, því við höfum verið að miða okkur við Norðmenn - að sett verði fram heildræn kortlagning á landinu, með tilliti til verndunar fyrir orkuvinnslu; verndunar á sérstökum svæðum og við leggjum til að þetta sé unnið samhliða því að við styttum ferla í grænorkumálum,“ sagði Björt Ólafsdóttir, fulltrúi í starfshópnum. Það verður undir nýrri ríkisstjórn komið hvort hún ákveður að nýta sér tillögur starfshópsins. Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, stofnaði hópinn sem samanstendur af þeim Hilmari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni, Björtu Ólafsdóttur, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra og Kolbeini Óttarssyni Proppé, fyrrverandi þingmanni VG. Hópurinn hóf störf í byrjun árs og fór meðal annars til Noregs til að kanna til hlítar hvernig Norðmenn hafa borið sig að. Björt segir að starfshópurinn hafi fengið mjög opið og vítt skipunarbréf; honum hafi verið ætlað að efla ferla, draga úr flækjum í orku og náttúruverndarmálum. „Við skoðuðum alla möguleika, þar á meðal hvort ætti að leggja rammaáætlun af, eins og sumir tala fyrir eða hvort eitthvað annað kerfi væri betur til þess falli að vinna úr þessum málum. Niðurstaða okkar var að halda okkur við rammaáætlun út af því að hún hefur reynst farsæl hvað faglega þætti varðar en að auka skilvirkni hennar svo um munar.“ Tillögur til úrbóta eru fjölmargar. „Við leggjum til að stytta frest og samnýta tímaramma þannig að það þurfi ekki að líða lengra en 24 mánuðir frá því að virkjanahugmynd er send til Orkustofnunar og þar til ráðherra leggur fram sína þingsályktunartillögu. Auk þess leggjum við til að frestir sveitarfélaga til að setja niðurstöðu Alþingis inn á sitt skipulag verði styttir allverulega og svo leggjum við líka til, því við höfum verið að miða okkur við Norðmenn - að sett verði fram heildræn kortlagning á landinu, með tilliti til verndunar fyrir orkuvinnslu; verndunar á sérstökum svæðum og við leggjum til að þetta sé unnið samhliða því að við styttum ferla í grænorkumálum,“ sagði Björt Ólafsdóttir, fulltrúi í starfshópnum. Það verður undir nýrri ríkisstjórn komið hvort hún ákveður að nýta sér tillögur starfshópsins.
Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01