Leik lokið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Hjörvar Ólafsson skrifar 12. desember 2024 18:30 Stjörnumaðurinn Orri Gunnarsson sækir að körfu Keflvíkinga en Marek Dolezaj er til varnar. Vísir/Anton Stjörnumenn stöðvuðu sigurgöngu Keflvíkinga með 97-93 sigri í hörkuleik í Garðabænum í kvöld. Bæði liðin hafa litið mjög vel út síðustu vikurnar og leikurinn í kvöld var frábær skemmtun þar sem Stjörnumenn voru þó skrefinu á undan nær allan leikinn. Keflvíkingar sáu þó til þess að úrslitin réðust ekki fyrr en í lokin. Shaquille Rombley skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og Ægir Þór Steinarsson gaf 15 stoðsendingar.Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Bónus-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF
Stjörnumenn stöðvuðu sigurgöngu Keflvíkinga með 97-93 sigri í hörkuleik í Garðabænum í kvöld. Bæði liðin hafa litið mjög vel út síðustu vikurnar og leikurinn í kvöld var frábær skemmtun þar sem Stjörnumenn voru þó skrefinu á undan nær allan leikinn. Keflvíkingar sáu þó til þess að úrslitin réðust ekki fyrr en í lokin. Shaquille Rombley skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og Ægir Þór Steinarsson gaf 15 stoðsendingar.Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu