Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 22:21 Caitlin Clark hefur komið kvennakörfunni í hóp vinsælustu íþróttagreinanna í Bandaríkjunum. Það eru fáir íþróttamenn vinsælli en hún. Time Bandaríska fréttatímaritið Time valdi körfuboltakonuna Caitlin Clark Íþróttamann ársins í ár. Clark vann hvorki titil í WNBA deildinni eða háskólaboltanum né tók þátt í Ólympíuleikunum í París en hún fékk engu að síður þessa útnefningu. Það leikur enginn vafi á því að þessi 22 ára körfuboltakona kom kvennakörfunni á kortið á síðustu árum og er í hópi vinsælustu íþróttamanna Bandaríkjanna í dag. Hún varð á árinu stigahæsti leikmaður sögunnar í bandaríska háskólaboltanum og skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur. Hún tók fyrst kvennametið en sló svo met Pete Maravich. Það horfðu næstum því nítján milljónir á úrslitaleikinn í háskólaboltanum þar sem Clark varð reyndar að sætta sig við tap með liðsfélögum sínum í Iowa. View this post on Instagram A post shared by We Need To Talk (@weneedtotalk) Clark var valin nýliði ársins í WNBA deildinni en leikir hennar slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru, bæði í sjónvarpi sem og í íþróttahúsunum sjálfum. WNBA liðin spiluðu vanalega í litlum höllum en þurftu að færa leiki Clark í mun stærri hallir til að bregðast við gríðarlegri eftirspurn eftir miðum. Hún setti líka mörg nýliðamet en Clark var með 19,2 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í WNBA. Hún varð fyrsti nýliðinn í sögunni til að ná þrennu og því náði hún tvisvar sinnum. Hún setti líka stoðsendingamet á einu tímabili, ekki bara hjá nýliðum heldur hjá öllum leikmönnum og bæði á öllu tímabilinu sem og í einum leik (19). „Mér hefur tekist að vekja áhuga hjá svo mörgu fólki sem hefur aldrei horft á kvennaíþróttir hvað þá kvennakörfubolta og með því breytt þeim í áhugafólk um sportið,“ sagði Caitlin Clark við Time. „Ég vil vera einhver sem ungar stúlkur geta litið upp til. Þetta er samt bara byrjunin,“ sagði Clark. View this post on Instagram A post shared by TIME (@time) Íþróttamenn ársins hjá Time: 2020: LeBron James, körfubolti 2021: Simone Biles, fimleikar 2022: Aaron Judge, hafnabolti 2023: Leo Messi, fótbolti 2024: Caitlin Clark, körfubolti WNBA Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira
Clark vann hvorki titil í WNBA deildinni eða háskólaboltanum né tók þátt í Ólympíuleikunum í París en hún fékk engu að síður þessa útnefningu. Það leikur enginn vafi á því að þessi 22 ára körfuboltakona kom kvennakörfunni á kortið á síðustu árum og er í hópi vinsælustu íþróttamanna Bandaríkjanna í dag. Hún varð á árinu stigahæsti leikmaður sögunnar í bandaríska háskólaboltanum og skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur. Hún tók fyrst kvennametið en sló svo met Pete Maravich. Það horfðu næstum því nítján milljónir á úrslitaleikinn í háskólaboltanum þar sem Clark varð reyndar að sætta sig við tap með liðsfélögum sínum í Iowa. View this post on Instagram A post shared by We Need To Talk (@weneedtotalk) Clark var valin nýliði ársins í WNBA deildinni en leikir hennar slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru, bæði í sjónvarpi sem og í íþróttahúsunum sjálfum. WNBA liðin spiluðu vanalega í litlum höllum en þurftu að færa leiki Clark í mun stærri hallir til að bregðast við gríðarlegri eftirspurn eftir miðum. Hún setti líka mörg nýliðamet en Clark var með 19,2 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í WNBA. Hún varð fyrsti nýliðinn í sögunni til að ná þrennu og því náði hún tvisvar sinnum. Hún setti líka stoðsendingamet á einu tímabili, ekki bara hjá nýliðum heldur hjá öllum leikmönnum og bæði á öllu tímabilinu sem og í einum leik (19). „Mér hefur tekist að vekja áhuga hjá svo mörgu fólki sem hefur aldrei horft á kvennaíþróttir hvað þá kvennakörfubolta og með því breytt þeim í áhugafólk um sportið,“ sagði Caitlin Clark við Time. „Ég vil vera einhver sem ungar stúlkur geta litið upp til. Þetta er samt bara byrjunin,“ sagði Clark. View this post on Instagram A post shared by TIME (@time) Íþróttamenn ársins hjá Time: 2020: LeBron James, körfubolti 2021: Simone Biles, fimleikar 2022: Aaron Judge, hafnabolti 2023: Leo Messi, fótbolti 2024: Caitlin Clark, körfubolti
Íþróttamenn ársins hjá Time: 2020: LeBron James, körfubolti 2021: Simone Biles, fimleikar 2022: Aaron Judge, hafnabolti 2023: Leo Messi, fótbolti 2024: Caitlin Clark, körfubolti
WNBA Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira