Handbolti

Óðinn marka­hæstur í sigri toppliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson er að gera góða hluti í Sviss eins og síðustu ár.
Óðinn Þór Ríkharðsson er að gera góða hluti í Sviss eins og síðustu ár. vísir/Hulda Margrét

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen styrktu stöðu sína á toppi svissnesku handboltadeildarinnar með öruggum heimasigri í kvöld.

Kadetten Schaffhausen vann þá sjö marka sigur á Pfadi Winterthur, 30-23.

Íslenski landsliðshornamaðurinn var markahæstur í sínu liði með átta mörk en sex af þeim komu úr vítum. Hann nýtt átta af ellefu skotum sínum og öll vítin.

Kadetten er með 31 stig í sautján leikjum, hefur unnið 15 leiki, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum.

Óðinn var kominn með fimm mörk í hálfleik og Kadetten var einmitt fimm mörkum yfir, 15-10.

Óðinn er með 91 mark í fimmtán leikjum í deildinni í vetur og er því að skora 6,1 mark að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×