Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. desember 2024 18:45 Mánaðarlegir notendur Facebook telja meira en þrjá milljarða. EPA Facebook, Instagram og fleiri miðlar Meta liggja sem stendur niðri víða um heim. Unnið er að viðgerð. Ekki liggur fyrir hvað veldur því að notendur geta margir hverjir ekki notað miðlana, sem sýna villumeldingu þegar reynt er að opna þá. Uppfært klukkan 23:20: Í færslu á X-síðu Meta segir að verið sé að leggja lokahönd á viðgerð vegna bilunarinnar. „Við erum komin 99 prósent áleiðis,“ segir í færslunni. Beðist sé velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin olli. Ekki liggur fyrir hvað olli því að miðlar Meta virkuðu ekki sem skyldi í kvöld. Á vefsíðunni Downdetector, sem heldur utan um tilkynningar um bilanir á samfélagsmiðlum, má sjá að slíkum tilkynningum hefur fjölgað mjög vegna miðla Meta síðdegis og fram eftir kvöldi. Tilkynningar um mögulegar bilanir hafa borist frá Asíu, Evrópu, Norður- og Suður Ameríku og Eyjaálfu. Fjallað er um bilunina á vef Forbes, en þar kemur fram að meira en hundrað þúsund tilkynningar um bilanir á Facebook hafi borist síðustu tvo klukkutíma. Þá hafi svipaðar tilkynningar borist um Instagram, Whatsapp og Threads. Miðlarnir eru allir í eigu Meta. „Við erum meðvituð um að tæknilegir örðugleikar komi í veg fyrir að notendur komist inn á forritin okkar. Við vinnum hörðum höndum að viðgerð og biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu sem birtist á aðgangi Meta á X. X Fréttin hefur verið uppfærð. Samfélagsmiðlar Meta Facebook Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvað veldur því að notendur geta margir hverjir ekki notað miðlana, sem sýna villumeldingu þegar reynt er að opna þá. Uppfært klukkan 23:20: Í færslu á X-síðu Meta segir að verið sé að leggja lokahönd á viðgerð vegna bilunarinnar. „Við erum komin 99 prósent áleiðis,“ segir í færslunni. Beðist sé velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin olli. Ekki liggur fyrir hvað olli því að miðlar Meta virkuðu ekki sem skyldi í kvöld. Á vefsíðunni Downdetector, sem heldur utan um tilkynningar um bilanir á samfélagsmiðlum, má sjá að slíkum tilkynningum hefur fjölgað mjög vegna miðla Meta síðdegis og fram eftir kvöldi. Tilkynningar um mögulegar bilanir hafa borist frá Asíu, Evrópu, Norður- og Suður Ameríku og Eyjaálfu. Fjallað er um bilunina á vef Forbes, en þar kemur fram að meira en hundrað þúsund tilkynningar um bilanir á Facebook hafi borist síðustu tvo klukkutíma. Þá hafi svipaðar tilkynningar borist um Instagram, Whatsapp og Threads. Miðlarnir eru allir í eigu Meta. „Við erum meðvituð um að tæknilegir örðugleikar komi í veg fyrir að notendur komist inn á forritin okkar. Við vinnum hörðum höndum að viðgerð og biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu sem birtist á aðgangi Meta á X. X Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfélagsmiðlar Meta Facebook Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira