Hittust bara einu sinni eftir Friends Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. desember 2024 15:06 Vinirnir á endurfundum árið 2021. HBO MAX Vinirnir í Friends hittust aðeins einu sinni eftir að tökum á þáttunum lauk árið 2004 og þar til þau hittust í sérstökum endurfundaþætti. Þetta segir Lisa Kudrow sem segist hafa horft á þættina aftur til að hugga sig eftir sviplegt fráfall Matthew Perry. „Við sex fengum okkur kvöldmat í eitt skiptið eftir að þátturinn hætti,“ segir Kudrow sem fór með hlutverk Phoebe Buffay í Friends, í hlaðvarpsþætti Modern Family stjörnunnar Jesse Tyler Ferguson. Hún segir þau hafa hist árið 2014 í stórkostlegu matarboði, þar sem ekkert hafði breyst þrátt fyrir að tíu ár væru liðin. „Þetta var svo frábært að við töluðum um það að við ættum að gera þetta oftar,“ segir Kudrow. Hún segir leikarana hafa verið einstaklega þakkláta að hafa fengið að hittast öll aftur þegar HBO Max blés til endurfundaþáttar árið 2021. Grínþættirnir komu fyrst út árið 1994 og gengu í sjónvarpi í tíu ár til 2004 og njóta enn þann dag í dag mikilla vinsælda. Hrikti í stoðunum eftir fráfall Perry Líkt og alþjóð veit lést Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandler Bing í fyrra eftir neyslu á ketamíni. Kudrow segir að þetta hafi haft gríðarleg áhrif á leikarahópinn sem var eftir. „Þetta var gríðarlegt áfall. Perry hafði sjálfur sagt að þetta kæmi ekki á óvart, en að þetta yrði sjokk og hann hafði rétt fyrir sér. Þetta kom ekki á óvart en þetta var samt sjokk,“ segir leikkonan. „Persónulega þá held ég að hann hafi dáið hamingjusamur. Ég held að seinustu dagana fyrir fráfallið hafi hann verið glaður og spenntur fyrir lífinu,“ segir Kudrow. Hún segist hafa byrjað að horfa á gamla þætti af Friends til þess að takast á við sorgina. Enn þann dag í dag hefur hún ekki séð alla þættina en ástæðuna rekur hún til streituviðbragða sem hún upplifir við að horfa. Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Hollywood Friends Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Við sex fengum okkur kvöldmat í eitt skiptið eftir að þátturinn hætti,“ segir Kudrow sem fór með hlutverk Phoebe Buffay í Friends, í hlaðvarpsþætti Modern Family stjörnunnar Jesse Tyler Ferguson. Hún segir þau hafa hist árið 2014 í stórkostlegu matarboði, þar sem ekkert hafði breyst þrátt fyrir að tíu ár væru liðin. „Þetta var svo frábært að við töluðum um það að við ættum að gera þetta oftar,“ segir Kudrow. Hún segir leikarana hafa verið einstaklega þakkláta að hafa fengið að hittast öll aftur þegar HBO Max blés til endurfundaþáttar árið 2021. Grínþættirnir komu fyrst út árið 1994 og gengu í sjónvarpi í tíu ár til 2004 og njóta enn þann dag í dag mikilla vinsælda. Hrikti í stoðunum eftir fráfall Perry Líkt og alþjóð veit lést Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandler Bing í fyrra eftir neyslu á ketamíni. Kudrow segir að þetta hafi haft gríðarleg áhrif á leikarahópinn sem var eftir. „Þetta var gríðarlegt áfall. Perry hafði sjálfur sagt að þetta kæmi ekki á óvart, en að þetta yrði sjokk og hann hafði rétt fyrir sér. Þetta kom ekki á óvart en þetta var samt sjokk,“ segir leikkonan. „Persónulega þá held ég að hann hafi dáið hamingjusamur. Ég held að seinustu dagana fyrir fráfallið hafi hann verið glaður og spenntur fyrir lífinu,“ segir Kudrow. Hún segist hafa byrjað að horfa á gamla þætti af Friends til þess að takast á við sorgina. Enn þann dag í dag hefur hún ekki séð alla þættina en ástæðuna rekur hún til streituviðbragða sem hún upplifir við að horfa.
Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Hollywood Friends Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira