Formúla 1

Harður diskur með við­kvæmum upp­lýsingum um Schumacher týndur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enginn hefur unnið heimsmeistaratitil ökuþóra oftar en Michael Schumacher.
Enginn hefur unnið heimsmeistaratitil ökuþóra oftar en Michael Schumacher. getty/Mark Thompson

Í réttarhöldunum yfir mönnunum sem ætluðu að fjárkúga fjölskyldu Michaels Schumacher kom fram að harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um ökuþórinn fyrrverandi sé týndur.

Réttarhöld yfir mönnunum þremur hófust í Wuppertal í Þýskalandi í gær. Markus Fritsche, fyrr­verandi líf­vörður Michaels Schumacher, ásamt feðgunum Yilmaz Toztur­kan og Daniel Lins eru sakaðir um að hafa reynt að kúga fé út úr fjölskyldunni. Þeir kröfðust þess að hún greiddi þeim 2,1 milljarð íslenskra króna, annars myndu þeir leka gögnum um ástand Schumachers.

Upplýsingarnar um Schumacher voru geymdar á tveimur hörðum diskum og fjórum USB minniskubbum. Þær voru í vörslu Toztur­kans en hann sagði lögreglunni að hann hefði geymt þær á heimilum fjölskyldu sinnar og vina.

Lögreglan fann alla USB kubbana en aðeins annan harða diskinn. Ekki liggur fyrir hvar hinn er niðurkominn.

Toztur­kan fékk gögnin frá Fritsche sem vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta. Hann á að hafa fengið gögnin frá hjúkrunarfræðingi sem starfaði á heimili Schumachers.

Þýski ökuþórinn, sem varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, hefur ekki sést opinberlega síðan hann varð fyrir heilaskaða í skíðaslysi í ölpunum 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×