Telja sólarorku ekki vera auðlind Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 14:00 Íslensk gagnavinnsla ehf. vildi fá að setja upp sólarsellur á Miðnesheiði til að kanna möguleika á nýtingu sólarorku. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Gagnavinnslufyrirtæki á Suðurnesjum var synjað um rannsóknarleyfi fyrir mögulegt sólarorkuver á Miðnesheiði. Orkustofnun taldi sólarorku og vinnslu hennar ekki falla undir skilgreiningu á auðlindum í lögum. Umsókn fyrirtækisins Íslenskrar gagnavinnslu um rannsóknarleyfi kom til kasta úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í þessari viku. Fyrirtækið, sem rekur gagnaver, kærði ákvörðun Orkustofnunar um að synja umsókninni. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu fyrirtækisins um að ógilda ákvörðunina. Í úrskurðinum kemur fram að Íslensk gagnavinnsla hafi sótt um leyfi til fimm ára til að rannsaka möguleika á raforkuvinnslu í sólarorkuveri á Miðnesheiði í Suðurnesjabæ. Sólarorkuverið ætti að framleiða 2,4 megavött og hafa sextíu ára rekstrartíma. Anna Jonna Ármannsdóttir, annar eigenda Íslenskrar gagnavinnslu, segir við Vísi að svæðið sem fyrirtækið hafði augastað á sé Rockville, gamalt athafnasvæði Bandaríkjahers. Viðræður hafi átt sér stað við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) um afnot af landinu. Bandaríkjaher var með ratsjárstöð á Rockville-svæðinu á Miðnesheiði. Nú vill gagnavinnslufyrirtæki setja þar upp sólarorkuver.Vísir/Sara Auðlindir aðeins í jörðu eða í vatnsafli Orkustofnun synjaði umsókninni á þeim forsendum að lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu tækju ekki til sólarorku. Lögin næðu til auðlinda í jörðu, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni auk vatnsafls til raforkuframleiðslu. Í lögunum væru auðlindir skilgreindar sem hvers konar frumefni, efnasambönd og orka „sem vinna má úr jörðu“. Þar sem auðlindalög fælu í sér íþyngjandi skerðingu á eignaréttindum landeigenda á svæði rannsóknarleyfis væri ekki hægt að útvíkka gildissvið þeirra. Úrskurðarnefndin tók undir að lögin um rannsókn og nýtingu væru afmörkuð við auðlindir í jörðu og vatnsafl til raforkuframleiðslu. Því yrði að hafna kröfu Íslenskrar gagnavinnslu um ógildingu ákvörðunar Orkustofnunar. Hefur keypt orku af bændum til rafmyntagraftar Anna Jonna segir að með úrskurðinum sé ljóst að fyrirtækið þurfi ekki á rannsóknarleyfi að halda til þess að undirbúa sólarorkuver. Fyrirtækið hafi talið að skera þyrfti úr um það. Það þurfi aftur á móti að afla sér annars konar leyfa fyrir starfseminni. Að úrskurðinum fengnum ætli fyrirtækið að skoða möguleika sína og hvað það geri í framhaldinu. Íslensk gagnavinnsla býður á vefsíðu sinni upp á gagnageymslu og vinnslu „í samstarfi við raforkubændur“. Bændablaðið sagði frá því í nóvember 2022 að fyrirtækið hefði átt í samstarfi við bændur á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit með það að markmiði að safna gögnum um raforkuframleiðslu með sólarsellum við íslenskar aðstæður. Áður hafði það sett upp lítið gagnaver á bænum sem nýtti rafmagn úr vatnsaflsvirkjun þar. Hinn eigandi Íslenskrar gagnavinnslu er Krista Hannesdóttir. Fjallað hefur verið um samstarf hennar við bændur um rafmyntanámuvinnslu. Hún hefur greitt bændum fyrir umframorku þeirra sem hefur svo verið notuð til þess að knýja tölvubúnað sem grefur eftir rafmyntum á bóndabæjum. Anna Jonna segir að áformin á Rockville-svæðinu tengist ekki rafmyntagreftri beint. Eina tengingin sé að fyrirtækið reki gagnaver. Nokkrar stoðir séu undir rekstri fyrirtækisins og raforkuframleiðsla átti að vera viðbót við þær. Orkumál Suðurnesjabær Rafmyntir Sólin Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Umsókn fyrirtækisins Íslenskrar gagnavinnslu um rannsóknarleyfi kom til kasta úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í þessari viku. Fyrirtækið, sem rekur gagnaver, kærði ákvörðun Orkustofnunar um að synja umsókninni. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu fyrirtækisins um að ógilda ákvörðunina. Í úrskurðinum kemur fram að Íslensk gagnavinnsla hafi sótt um leyfi til fimm ára til að rannsaka möguleika á raforkuvinnslu í sólarorkuveri á Miðnesheiði í Suðurnesjabæ. Sólarorkuverið ætti að framleiða 2,4 megavött og hafa sextíu ára rekstrartíma. Anna Jonna Ármannsdóttir, annar eigenda Íslenskrar gagnavinnslu, segir við Vísi að svæðið sem fyrirtækið hafði augastað á sé Rockville, gamalt athafnasvæði Bandaríkjahers. Viðræður hafi átt sér stað við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) um afnot af landinu. Bandaríkjaher var með ratsjárstöð á Rockville-svæðinu á Miðnesheiði. Nú vill gagnavinnslufyrirtæki setja þar upp sólarorkuver.Vísir/Sara Auðlindir aðeins í jörðu eða í vatnsafli Orkustofnun synjaði umsókninni á þeim forsendum að lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu tækju ekki til sólarorku. Lögin næðu til auðlinda í jörðu, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni auk vatnsafls til raforkuframleiðslu. Í lögunum væru auðlindir skilgreindar sem hvers konar frumefni, efnasambönd og orka „sem vinna má úr jörðu“. Þar sem auðlindalög fælu í sér íþyngjandi skerðingu á eignaréttindum landeigenda á svæði rannsóknarleyfis væri ekki hægt að útvíkka gildissvið þeirra. Úrskurðarnefndin tók undir að lögin um rannsókn og nýtingu væru afmörkuð við auðlindir í jörðu og vatnsafl til raforkuframleiðslu. Því yrði að hafna kröfu Íslenskrar gagnavinnslu um ógildingu ákvörðunar Orkustofnunar. Hefur keypt orku af bændum til rafmyntagraftar Anna Jonna segir að með úrskurðinum sé ljóst að fyrirtækið þurfi ekki á rannsóknarleyfi að halda til þess að undirbúa sólarorkuver. Fyrirtækið hafi talið að skera þyrfti úr um það. Það þurfi aftur á móti að afla sér annars konar leyfa fyrir starfseminni. Að úrskurðinum fengnum ætli fyrirtækið að skoða möguleika sína og hvað það geri í framhaldinu. Íslensk gagnavinnsla býður á vefsíðu sinni upp á gagnageymslu og vinnslu „í samstarfi við raforkubændur“. Bændablaðið sagði frá því í nóvember 2022 að fyrirtækið hefði átt í samstarfi við bændur á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit með það að markmiði að safna gögnum um raforkuframleiðslu með sólarsellum við íslenskar aðstæður. Áður hafði það sett upp lítið gagnaver á bænum sem nýtti rafmagn úr vatnsaflsvirkjun þar. Hinn eigandi Íslenskrar gagnavinnslu er Krista Hannesdóttir. Fjallað hefur verið um samstarf hennar við bændur um rafmyntanámuvinnslu. Hún hefur greitt bændum fyrir umframorku þeirra sem hefur svo verið notuð til þess að knýja tölvubúnað sem grefur eftir rafmyntum á bóndabæjum. Anna Jonna segir að áformin á Rockville-svæðinu tengist ekki rafmyntagreftri beint. Eina tengingin sé að fyrirtækið reki gagnaver. Nokkrar stoðir séu undir rekstri fyrirtækisins og raforkuframleiðsla átti að vera viðbót við þær.
Orkumál Suðurnesjabær Rafmyntir Sólin Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent