Telja sólarorku ekki vera auðlind Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 14:00 Íslensk gagnavinnsla ehf. vildi fá að setja upp sólarsellur á Miðnesheiði til að kanna möguleika á nýtingu sólarorku. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Gagnavinnslufyrirtæki á Suðurnesjum var synjað um rannsóknarleyfi fyrir mögulegt sólarorkuver á Miðnesheiði. Orkustofnun taldi sólarorku og vinnslu hennar ekki falla undir skilgreiningu á auðlindum í lögum. Umsókn fyrirtækisins Íslenskrar gagnavinnslu um rannsóknarleyfi kom til kasta úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í þessari viku. Fyrirtækið, sem rekur gagnaver, kærði ákvörðun Orkustofnunar um að synja umsókninni. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu fyrirtækisins um að ógilda ákvörðunina. Í úrskurðinum kemur fram að Íslensk gagnavinnsla hafi sótt um leyfi til fimm ára til að rannsaka möguleika á raforkuvinnslu í sólarorkuveri á Miðnesheiði í Suðurnesjabæ. Sólarorkuverið ætti að framleiða 2,4 megavött og hafa sextíu ára rekstrartíma. Anna Jonna Ármannsdóttir, annar eigenda Íslenskrar gagnavinnslu, segir við Vísi að svæðið sem fyrirtækið hafði augastað á sé Rockville, gamalt athafnasvæði Bandaríkjahers. Viðræður hafi átt sér stað við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) um afnot af landinu. Bandaríkjaher var með ratsjárstöð á Rockville-svæðinu á Miðnesheiði. Nú vill gagnavinnslufyrirtæki setja þar upp sólarorkuver.Vísir/Sara Auðlindir aðeins í jörðu eða í vatnsafli Orkustofnun synjaði umsókninni á þeim forsendum að lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu tækju ekki til sólarorku. Lögin næðu til auðlinda í jörðu, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni auk vatnsafls til raforkuframleiðslu. Í lögunum væru auðlindir skilgreindar sem hvers konar frumefni, efnasambönd og orka „sem vinna má úr jörðu“. Þar sem auðlindalög fælu í sér íþyngjandi skerðingu á eignaréttindum landeigenda á svæði rannsóknarleyfis væri ekki hægt að útvíkka gildissvið þeirra. Úrskurðarnefndin tók undir að lögin um rannsókn og nýtingu væru afmörkuð við auðlindir í jörðu og vatnsafl til raforkuframleiðslu. Því yrði að hafna kröfu Íslenskrar gagnavinnslu um ógildingu ákvörðunar Orkustofnunar. Hefur keypt orku af bændum til rafmyntagraftar Anna Jonna segir að með úrskurðinum sé ljóst að fyrirtækið þurfi ekki á rannsóknarleyfi að halda til þess að undirbúa sólarorkuver. Fyrirtækið hafi talið að skera þyrfti úr um það. Það þurfi aftur á móti að afla sér annars konar leyfa fyrir starfseminni. Að úrskurðinum fengnum ætli fyrirtækið að skoða möguleika sína og hvað það geri í framhaldinu. Íslensk gagnavinnsla býður á vefsíðu sinni upp á gagnageymslu og vinnslu „í samstarfi við raforkubændur“. Bændablaðið sagði frá því í nóvember 2022 að fyrirtækið hefði átt í samstarfi við bændur á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit með það að markmiði að safna gögnum um raforkuframleiðslu með sólarsellum við íslenskar aðstæður. Áður hafði það sett upp lítið gagnaver á bænum sem nýtti rafmagn úr vatnsaflsvirkjun þar. Hinn eigandi Íslenskrar gagnavinnslu er Krista Hannesdóttir. Fjallað hefur verið um samstarf hennar við bændur um rafmyntanámuvinnslu. Hún hefur greitt bændum fyrir umframorku þeirra sem hefur svo verið notuð til þess að knýja tölvubúnað sem grefur eftir rafmyntum á bóndabæjum. Anna Jonna segir að áformin á Rockville-svæðinu tengist ekki rafmyntagreftri beint. Eina tengingin sé að fyrirtækið reki gagnaver. Nokkrar stoðir séu undir rekstri fyrirtækisins og raforkuframleiðsla átti að vera viðbót við þær. Orkumál Suðurnesjabær Rafmyntir Sólin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Umsókn fyrirtækisins Íslenskrar gagnavinnslu um rannsóknarleyfi kom til kasta úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í þessari viku. Fyrirtækið, sem rekur gagnaver, kærði ákvörðun Orkustofnunar um að synja umsókninni. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu fyrirtækisins um að ógilda ákvörðunina. Í úrskurðinum kemur fram að Íslensk gagnavinnsla hafi sótt um leyfi til fimm ára til að rannsaka möguleika á raforkuvinnslu í sólarorkuveri á Miðnesheiði í Suðurnesjabæ. Sólarorkuverið ætti að framleiða 2,4 megavött og hafa sextíu ára rekstrartíma. Anna Jonna Ármannsdóttir, annar eigenda Íslenskrar gagnavinnslu, segir við Vísi að svæðið sem fyrirtækið hafði augastað á sé Rockville, gamalt athafnasvæði Bandaríkjahers. Viðræður hafi átt sér stað við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) um afnot af landinu. Bandaríkjaher var með ratsjárstöð á Rockville-svæðinu á Miðnesheiði. Nú vill gagnavinnslufyrirtæki setja þar upp sólarorkuver.Vísir/Sara Auðlindir aðeins í jörðu eða í vatnsafli Orkustofnun synjaði umsókninni á þeim forsendum að lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu tækju ekki til sólarorku. Lögin næðu til auðlinda í jörðu, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni auk vatnsafls til raforkuframleiðslu. Í lögunum væru auðlindir skilgreindar sem hvers konar frumefni, efnasambönd og orka „sem vinna má úr jörðu“. Þar sem auðlindalög fælu í sér íþyngjandi skerðingu á eignaréttindum landeigenda á svæði rannsóknarleyfis væri ekki hægt að útvíkka gildissvið þeirra. Úrskurðarnefndin tók undir að lögin um rannsókn og nýtingu væru afmörkuð við auðlindir í jörðu og vatnsafl til raforkuframleiðslu. Því yrði að hafna kröfu Íslenskrar gagnavinnslu um ógildingu ákvörðunar Orkustofnunar. Hefur keypt orku af bændum til rafmyntagraftar Anna Jonna segir að með úrskurðinum sé ljóst að fyrirtækið þurfi ekki á rannsóknarleyfi að halda til þess að undirbúa sólarorkuver. Fyrirtækið hafi talið að skera þyrfti úr um það. Það þurfi aftur á móti að afla sér annars konar leyfa fyrir starfseminni. Að úrskurðinum fengnum ætli fyrirtækið að skoða möguleika sína og hvað það geri í framhaldinu. Íslensk gagnavinnsla býður á vefsíðu sinni upp á gagnageymslu og vinnslu „í samstarfi við raforkubændur“. Bændablaðið sagði frá því í nóvember 2022 að fyrirtækið hefði átt í samstarfi við bændur á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit með það að markmiði að safna gögnum um raforkuframleiðslu með sólarsellum við íslenskar aðstæður. Áður hafði það sett upp lítið gagnaver á bænum sem nýtti rafmagn úr vatnsaflsvirkjun þar. Hinn eigandi Íslenskrar gagnavinnslu er Krista Hannesdóttir. Fjallað hefur verið um samstarf hennar við bændur um rafmyntanámuvinnslu. Hún hefur greitt bændum fyrir umframorku þeirra sem hefur svo verið notuð til þess að knýja tölvubúnað sem grefur eftir rafmyntum á bóndabæjum. Anna Jonna segir að áformin á Rockville-svæðinu tengist ekki rafmyntagreftri beint. Eina tengingin sé að fyrirtækið reki gagnaver. Nokkrar stoðir séu undir rekstri fyrirtækisins og raforkuframleiðsla átti að vera viðbót við þær.
Orkumál Suðurnesjabær Rafmyntir Sólin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira