Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2024 06:54 Sýrlenskur maður strýkur kettinum sínum er þeir bíða eftir því að komast frá Tyrklandi og inn í Sýrland. AP/Metin Yoksu Uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham (HTS) hefur skipað Mohammad al-Bashir í embætti forsætisráðherra Sýrlands. Mun hann sinna starfinu til 1. mars 2025. HTS er öflugastur þeirra hópa sem unnu saman að því að koma stjórn Bashar al-Assad frá völdum og ráða nú ríkjum í Damaskus og öðrum borgum Sýrlands. Bashir er verkfræðingur og stjórnmálamaður sem hefur meðal annars starfað fyrir Frelsisstjórn HTS í Idlib. Hann sagði í stuttu ávarpi í gær að hann hefði átt fundi með öðrum ráðherrum í nýrri tímabundinni ríkisstjórn og fráfarandi valdhafa. „Nú er tími fyrir fólk að njóta stöðugleika og friðar,“ sagði Bashir. Stjórnvöld vestanhafs hafa sagt að viðurkenning þeirra á nýjum stjórnvöldum í Sýrlandi muni velta á því hvort og hvernig uppreisnarmenn uppfylla loforð um að allir hópar muni eiga rödd við stjórnarborðið. Charles Lister, sérfræðingur í málefnum Sýrlands við Middle East Institute í Washington, segir það hins vegar ekki lofa góðu að svo virðist sem HTS sé eini hópurinn sem eigi aðkomu að myndun nýrrar ríkisstjórnar og vísar til „einræðistilburða“ hópsins í Idlib. Bandaríkjamenn, Bretar og Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett HTS á lista með hryðjuverkahópum áður en þeir komust til valda en stjórnvöld á Vesturlöndum eru sögð reiðubúin til að endurskoða það ef hópurinn heldur rétt á málum á næstu dögum, vikum og mánuðum. Leiðtogi HTS, Ahmed al-Sharaa, einnig kallaður Abu Mohammed al-Jolani, sagði í viðtali við Sky News í gær að Sýrlendingar væru orðnir þreyttir á átökum og væru ekki á leið inn í nýtt stríð. Alþjóðasamfélagið hefði ekkert að óttast hvað þetta varðaði. „Sýrland verður endurreist. Landið stefnir að framþróun og endurreisn. Að stöðugleika.“ Sýrland Hernaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
HTS er öflugastur þeirra hópa sem unnu saman að því að koma stjórn Bashar al-Assad frá völdum og ráða nú ríkjum í Damaskus og öðrum borgum Sýrlands. Bashir er verkfræðingur og stjórnmálamaður sem hefur meðal annars starfað fyrir Frelsisstjórn HTS í Idlib. Hann sagði í stuttu ávarpi í gær að hann hefði átt fundi með öðrum ráðherrum í nýrri tímabundinni ríkisstjórn og fráfarandi valdhafa. „Nú er tími fyrir fólk að njóta stöðugleika og friðar,“ sagði Bashir. Stjórnvöld vestanhafs hafa sagt að viðurkenning þeirra á nýjum stjórnvöldum í Sýrlandi muni velta á því hvort og hvernig uppreisnarmenn uppfylla loforð um að allir hópar muni eiga rödd við stjórnarborðið. Charles Lister, sérfræðingur í málefnum Sýrlands við Middle East Institute í Washington, segir það hins vegar ekki lofa góðu að svo virðist sem HTS sé eini hópurinn sem eigi aðkomu að myndun nýrrar ríkisstjórnar og vísar til „einræðistilburða“ hópsins í Idlib. Bandaríkjamenn, Bretar og Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett HTS á lista með hryðjuverkahópum áður en þeir komust til valda en stjórnvöld á Vesturlöndum eru sögð reiðubúin til að endurskoða það ef hópurinn heldur rétt á málum á næstu dögum, vikum og mánuðum. Leiðtogi HTS, Ahmed al-Sharaa, einnig kallaður Abu Mohammed al-Jolani, sagði í viðtali við Sky News í gær að Sýrlendingar væru orðnir þreyttir á átökum og væru ekki á leið inn í nýtt stríð. Alþjóðasamfélagið hefði ekkert að óttast hvað þetta varðaði. „Sýrland verður endurreist. Landið stefnir að framþróun og endurreisn. Að stöðugleika.“
Sýrland Hernaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira