Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2024 23:23 Dregið var úr milljónaveltu happdrættis Háskóla Íslands í kvöld. Vísir/Arnar Tæplega níræður maður vann sjötíu skattfrjálsar milljónir króna í Milljónaveltu Happdrættis háskóla Íslands í kvöld. Vinningshafinn hefur átt miða í Happdrættinu alla ævi en móðir hans keypti miða þegar hann fæddist, tveimur árum eftir stofnun Happdrættisins. Í fréttatilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands segir að allar götur síðan hafi sá gamli átt miðann sem skilaði honum vinninginn. Í gegnum tíðina hafi hann unnið fjölda vinninga en vinningur kvöldsins sé sá stærsti. Fyrsti vinningurinn í Aðalútdrættinum, sjö milljónir króna, féll á trompmiða og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin og endaði í 35 milljónum króna. „Miðaeigandinn ætlaði ekki að trúa eigin eyrum þegar hann fékk símtal frá Happdrættinu þar sem honum var tilkynnt um vinninginn. Það má með sanni segja að vinningurinn komi sér vel enda um fimm manna fjölskyldu með unga tvíbura og leikskólabarn að ræða. Miðaeigandinn sagði að það munaði svo sannarlega um 35 skattfrjálsar milljónir fyrir unga fjölskyldu sem væri að koma undir sig fótunum,“ segir í fréttatilkynningunni. Fram kemur að útdráttur kvöldsins hafi verið lokahnykkur á 90 ára afmælisári Happdrættis Háskóla Íslands. Á árinu hafa 48.926 manns skipt á milli sín alls 1.914.655.000 kr. Fyrir utan vinningshafa kvöldsins vann einn miðaeigandi fimmtíu milljónir króna í maí, tólf miðaeigendur fengu sjö skattfrjálsar milljónir hver árið 2024 og átta vinningshafar fengu 2,5 milljónir króna hver. Á afmælisárinu hafa 180 einstaklingar fengið eina milljón króna í vinning í Happdrætti Háskólans á afmælisárinu. Sævar í Nussun ekki sá heppni Sævar Breki Einarsson, annar meðlimur tónlistartvíeykisins Nussun, og Guðrún Lóa Sverrisdóttir kærasta hans, eignuðust tvíbura þann 6. desember. Þrátt fyrir það segist hann ekki vera hinn heppni nýbakaði tvíburafaðir sem vann milljónirnar 35. Frá því greinir hann í Instagram sögu í kvöld. Fjárhættuspil Háskólar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands segir að allar götur síðan hafi sá gamli átt miðann sem skilaði honum vinninginn. Í gegnum tíðina hafi hann unnið fjölda vinninga en vinningur kvöldsins sé sá stærsti. Fyrsti vinningurinn í Aðalútdrættinum, sjö milljónir króna, féll á trompmiða og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin og endaði í 35 milljónum króna. „Miðaeigandinn ætlaði ekki að trúa eigin eyrum þegar hann fékk símtal frá Happdrættinu þar sem honum var tilkynnt um vinninginn. Það má með sanni segja að vinningurinn komi sér vel enda um fimm manna fjölskyldu með unga tvíbura og leikskólabarn að ræða. Miðaeigandinn sagði að það munaði svo sannarlega um 35 skattfrjálsar milljónir fyrir unga fjölskyldu sem væri að koma undir sig fótunum,“ segir í fréttatilkynningunni. Fram kemur að útdráttur kvöldsins hafi verið lokahnykkur á 90 ára afmælisári Happdrættis Háskóla Íslands. Á árinu hafa 48.926 manns skipt á milli sín alls 1.914.655.000 kr. Fyrir utan vinningshafa kvöldsins vann einn miðaeigandi fimmtíu milljónir króna í maí, tólf miðaeigendur fengu sjö skattfrjálsar milljónir hver árið 2024 og átta vinningshafar fengu 2,5 milljónir króna hver. Á afmælisárinu hafa 180 einstaklingar fengið eina milljón króna í vinning í Happdrætti Háskólans á afmælisárinu. Sævar í Nussun ekki sá heppni Sævar Breki Einarsson, annar meðlimur tónlistartvíeykisins Nussun, og Guðrún Lóa Sverrisdóttir kærasta hans, eignuðust tvíbura þann 6. desember. Þrátt fyrir það segist hann ekki vera hinn heppni nýbakaði tvíburafaðir sem vann milljónirnar 35. Frá því greinir hann í Instagram sögu í kvöld.
Fjárhættuspil Háskólar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira