„Alþjóðlega samfélagið þolir ekki lengur svona framkvæmdir. Hvalir eru ekki bara einkenni sjávarlífs heldur líka ómissandi bandamenn í baráttunni gegn loftslagsvánni og varðveitingar líffræðilegs fjölbreytileika,“ segir í bréfinu. Bréfið er skrifað af Emmy Fourreau, þingmanni La France Insoumise, á Evrópuþinginu.
Þar hvetja þingmennirnir nýja ríkisstjórn til að snúa þessari ákvörðun starfsstjórnar við og skuldbinda sig því að binda enda á hvalveiðar.