Innlent

Evrópu­þing­menn hvetja yfir­völd til að láta af hval­veiðum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Emma Fourreau er hluti Vinstri hópsins á Evrópuþinginu. Hún situr á þinginu fyrir La France Insoumise frá Frakklandi.
Emma Fourreau er hluti Vinstri hópsins á Evrópuþinginu. Hún situr á þinginu fyrir La France Insoumise frá Frakklandi. Samsett

Alls hafa 36 þingmenn Evrópuþingsins og umhverfisaktívistar sent ríkisstjórn Íslands áskorun um að binda enda á hvalveiðar. Í bréfi hópsins til ríkisstjórnarinnar segir að ákvörðun starfsstjórnar í síðustu viku stríði gegn alþjóðlegum skuldbindingum og sérstaklega þeim sem hafi verið gerðar í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

„Alþjóðlega samfélagið þolir ekki lengur svona framkvæmdir. Hvalir eru ekki bara einkenni sjávarlífs heldur líka ómissandi bandamenn í baráttunni gegn loftslagsvánni og varðveitingar líffræðilegs fjölbreytileika,“ segir í bréfinu. Bréfið er skrifað af Emmy Fourreau, þingmanni La France Insoumise, á Evrópuþinginu.

Þar hvetja þingmennirnir nýja ríkisstjórn til að snúa þessari ákvörðun starfsstjórnar við og skuldbinda sig því að binda enda á hvalveiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×