Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 13:02 Frá höfninni í Latakia þar sem Ísraelar hafa grandað nokkrum herskipum. EPA/BILAL AL HAMMOUD Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. Árásirnar hafa beinst að vopnageymslum í Sýrlandi, herskipum, herflugvöllum, rannsóknarstöðvum stjórnarhersins og öðrum hernaðarlegum skotmörkum. Samkvæmt samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa um árabil vaktað átökin í Sýrlandi, höfðu Ísraelar í morgun gert að minnsta kosti 310 loftárásir þar. Samtökin segja árásirnar beinast gegn vopnabúrum gamla stjórnarhersins. Meðal annars hafi loftvörnum Sýrlands verði svo gott sem útrýmt. Þá hafa Ísraelar einnig gert árásir á efnavopnageymslur og rannsóknarstöðvar tengdar slíkum vopnum. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa sagt að markmiðið sé að koma í veg fyrir að vopn og hergögn falli í hendur öfgamanna. Ísraelskir hermenn nærri Gólanhæðum.AP/Matias Delacroix Heimildarmenn ísraelska miðilsins Times of Israel í hernum segja að vopnabúr stjórnarhers Sýrlands hafi verið þurrkað út. Árásirnar eiga þó að halda áfram næstu daga, samkvæmt miðlinum. Uppreisnarmenn reyna að mynda ríkisstjórn Eins og áður hefur komið fram ríkir töluverð óreiða í Sýrlandi en uppreisnarhópar vinna nú að því að mynda ný stjórnvöld. Valdamesti hópurinn í Sýrlandi, sem kallast Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Ísraelar hafa einnig sent hermenn inn í Sýrland og eru að styrkja varnir sínar í Gólanhæðum, sem Ísraelar hertóku í Sex daga stríðinu árið 1967. Þessir hermenn eru sagðir hafa sótt fram norður með landamærum Sýrlands og Líbanon og segja Ísraelar að markmiðið sé að skapa einhverskonar herlaust svæði. Í frétt Reuters segir að fregnir hafi borist af ísraelskum hermönnum í um 25 kílómetra fjarlægð frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn hersins neita því þó að hermenn sæki í átt að höfuðborginni. Hér að neðan má sjá myndbönd af árásum Ísraela í Latakia í nótt, þær bendust að herskipum stjórnarhers Sýrlands. Tartus 🇸🇾🛳️🔥 pic.twitter.com/o3QTR7997v— MAKS 24 🇺🇦👀 (@Maks_NAFO_FELLA) December 9, 2024 ***UPDATE***Images of sunken Syrian navy ships following last night’s Israeli Navy strike on Latakia, Syria. 6 x vintage OSA-II class missile boats. pic.twitter.com/Izi2JbM8ah— H I Sutton (@CovertShores) December 10, 2024 Sýrland Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35 Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Árásirnar hafa beinst að vopnageymslum í Sýrlandi, herskipum, herflugvöllum, rannsóknarstöðvum stjórnarhersins og öðrum hernaðarlegum skotmörkum. Samkvæmt samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa um árabil vaktað átökin í Sýrlandi, höfðu Ísraelar í morgun gert að minnsta kosti 310 loftárásir þar. Samtökin segja árásirnar beinast gegn vopnabúrum gamla stjórnarhersins. Meðal annars hafi loftvörnum Sýrlands verði svo gott sem útrýmt. Þá hafa Ísraelar einnig gert árásir á efnavopnageymslur og rannsóknarstöðvar tengdar slíkum vopnum. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa sagt að markmiðið sé að koma í veg fyrir að vopn og hergögn falli í hendur öfgamanna. Ísraelskir hermenn nærri Gólanhæðum.AP/Matias Delacroix Heimildarmenn ísraelska miðilsins Times of Israel í hernum segja að vopnabúr stjórnarhers Sýrlands hafi verið þurrkað út. Árásirnar eiga þó að halda áfram næstu daga, samkvæmt miðlinum. Uppreisnarmenn reyna að mynda ríkisstjórn Eins og áður hefur komið fram ríkir töluverð óreiða í Sýrlandi en uppreisnarhópar vinna nú að því að mynda ný stjórnvöld. Valdamesti hópurinn í Sýrlandi, sem kallast Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Ísraelar hafa einnig sent hermenn inn í Sýrland og eru að styrkja varnir sínar í Gólanhæðum, sem Ísraelar hertóku í Sex daga stríðinu árið 1967. Þessir hermenn eru sagðir hafa sótt fram norður með landamærum Sýrlands og Líbanon og segja Ísraelar að markmiðið sé að skapa einhverskonar herlaust svæði. Í frétt Reuters segir að fregnir hafi borist af ísraelskum hermönnum í um 25 kílómetra fjarlægð frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn hersins neita því þó að hermenn sæki í átt að höfuðborginni. Hér að neðan má sjá myndbönd af árásum Ísraela í Latakia í nótt, þær bendust að herskipum stjórnarhers Sýrlands. Tartus 🇸🇾🛳️🔥 pic.twitter.com/o3QTR7997v— MAKS 24 🇺🇦👀 (@Maks_NAFO_FELLA) December 9, 2024 ***UPDATE***Images of sunken Syrian navy ships following last night’s Israeli Navy strike on Latakia, Syria. 6 x vintage OSA-II class missile boats. pic.twitter.com/Izi2JbM8ah— H I Sutton (@CovertShores) December 10, 2024
Sýrland Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35 Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35
Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52
Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05