Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2024 09:38 Einar Freyr segir það algjöra grundvallarkröfu að varaaflsstöðin verði áfram við Vík. Vísir/Ívar Fannar Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Vík segir sveitarfélagið gera kröfu um það að varaaflsstöðin sem nú er við Vík verði þar áfram í vetur svo hægt verði að tryggja að íbúar og gestir sveitarfélagsins hafi öruggt aðgengi að rafmagni. Rafmagns-, Internet- og símalaust var í bænum í gær þegar rafmagnslína sem var plægð í Skógá bilaði. Leggja þurfti skólahald niður þegar rafmagn fór auk þess sem rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á til dæmis hjúkrunarheimili sem er rekið í sveitarfélaginu. „Þeir verða að meta í Skógánni hvenær þeir geta byrjað að grafa. Þetta er auðvitað bara það sama og gerðist í september. Þá fór strengurinn í sundur undir jökulsá og það virðist ekkert ganga neitt sérstaklega vel með plægingu strengja í árfarvegi á þessu svæði,“ segir Einar Freyr í samtali við fréttastofu. Hann telji að það sé betra að leggja strengina í brýrna til að tryggja að þetta gerist ekki aftur. „Það var gert þannig í Jökulsá í september. Þetta er plægt niður um tvo og hálfan meter ofan í farveginn en samt virðast þær ná að ryðja sér niður og skemma þetta. Þannig þá er annar möguleiki að leggja í brúna og ég held að það væri betra í þessu tilviki og í öllu falli skynsamlegra.“ Hann segir uppbyggingu innviða á svæðinu ekki hafa haldið í við uppbyggingu í tengslum við bæði ferðaþjónustu og fjölgun íbúa og vonar að Landsnet og RARIK „ranki við sér“. Staðan verri nú en áður Hann segir stöðuna verri í dag en hún var fyrir nokkrum árum. Þá hafi varaaflsvélar alltaf verið nærri og hægt að keyra þær í gang en núna sé staðan þannig að það þurfti að keyra vélarnar frá Stöðvarfirði og Grindavík. „Það er krafan sem við gerum, og við sendum áskorun í gær á Landsnet og RARIK, á meðan að kerfið er svona óöruggt þá verðum við að hafa varaafl á staðnum þegar þetta gerist.“ Hann segir það nauðsynlegt til að tryggja öryggi og lífsgæði íbúa en auk þeirra íbúa sem búa á svæðinu þá sé íbúafjöldinn í raun alltaf margfaldaður með fjölda ferðamanna sem er á staðnum. Þeir hafi ekki sama aðgengi að til dæmis mat og ísskáp og fólk sem á heima í sveitarfélaginu. „Þó að aðstæður í gær hafi verið tiltölulega góðar því veður var skaplegt, þá er þetta líka að gerast í janúar, febrúar og mars og þá er að gera byl. Þá lokast jafnvel allt í nokkra daga og fólk fer ekki neitt. Fólk er fast á einhverju gistiheimili og það er ekki hægt að elda ofan í það eða fara neitt að kaupa mat,“ segir Einar Freyr og að þetta séu óboðlegar aðstæður fyrir alla. Einar Freyr segist hafa rætt við forstjóra RARIK í gær og í september líka um rafmagnsleysið. „Svörin eru á þá leið að þetta sé náttúran og það sé erfitt. Ég kenni ríkisstofnunum ekki um náttúruhamfarir eða vont veður en þetta er samt þannig að þegar maður býr á Íslandi á maður hlý föt ef það verður kalt úti og ef maður er að reka rafkerfi í Vík á maður varaaflsstöð. Því það getur oft orðið rafmagnslaust. Þetta snýst um lágmarksviðbúnað við aðstæðum sem geta komið upp.“ Fari sparlega með rafmagn Hann segir að ef varaaflsstöðin verði ekki á staðnum áfram geti þau lent í þessu áfram um jólin og þá sé mikill fjöldi ferðamanna á staðnum. „Þetta er í lagi á meðan varaaflið virkar og maður vonar að viðgerðin gangi vel. En þó að hún gangi eftir gerum við kröfu um að þetta varaafl verði hérna á svæðinu. Það er grundvallarkrafa hjá okkur.“ Í Mýrdalshreppi er mikill fjöldi vinsælla ferðamannaáfangastaða.Vísir/Egill Fram kemur í tilkynningu frá RARIK í dag að ekki liggi fyrir hvenær verði hægt að laga strenginn í Skógá. Þá kemur einnig fram að seinni bilunin í gær hafi verið vegna bilunar í jarðstreng sem liggur frá spennistöð við Ytri-Sólheima að sendi á Sjónarhól. Hláka og rigning hafi verið valdur þeirri bilun. Fram kom í tilkynningu frá RARIK í gær að aðstæður til viðgerða væru afar varasamar og að keyrt yrði á varaafli þar til henni lýkur. Þá kom einnig fram að metið yrði hvort senda þyrfti fleiri varaaflsvélar á vettvang ef það myndi kólna. Íbúar og gestir voru beðnir um að fara sparlega með rafmagn á meðan keyrt er á varaafli. „Sparnaður á rafmagni getur bæði falist í stórum og smáum hlutum, allt frá hleðslu rafbíla og hitastýringar innanhúss til smærri raftækja og jólaskreytinga,“ sagði í tilkynningu RARIK í gær. Uppfært þegar ný tilkynning barst frá RARIK. Uppfært klukkan 10:18 þann 10.12.2024. Mýrdalshreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundruða milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Rafmagns-, Internet- og símalaust var í bænum í gær þegar rafmagnslína sem var plægð í Skógá bilaði. Leggja þurfti skólahald niður þegar rafmagn fór auk þess sem rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á til dæmis hjúkrunarheimili sem er rekið í sveitarfélaginu. „Þeir verða að meta í Skógánni hvenær þeir geta byrjað að grafa. Þetta er auðvitað bara það sama og gerðist í september. Þá fór strengurinn í sundur undir jökulsá og það virðist ekkert ganga neitt sérstaklega vel með plægingu strengja í árfarvegi á þessu svæði,“ segir Einar Freyr í samtali við fréttastofu. Hann telji að það sé betra að leggja strengina í brýrna til að tryggja að þetta gerist ekki aftur. „Það var gert þannig í Jökulsá í september. Þetta er plægt niður um tvo og hálfan meter ofan í farveginn en samt virðast þær ná að ryðja sér niður og skemma þetta. Þannig þá er annar möguleiki að leggja í brúna og ég held að það væri betra í þessu tilviki og í öllu falli skynsamlegra.“ Hann segir uppbyggingu innviða á svæðinu ekki hafa haldið í við uppbyggingu í tengslum við bæði ferðaþjónustu og fjölgun íbúa og vonar að Landsnet og RARIK „ranki við sér“. Staðan verri nú en áður Hann segir stöðuna verri í dag en hún var fyrir nokkrum árum. Þá hafi varaaflsvélar alltaf verið nærri og hægt að keyra þær í gang en núna sé staðan þannig að það þurfti að keyra vélarnar frá Stöðvarfirði og Grindavík. „Það er krafan sem við gerum, og við sendum áskorun í gær á Landsnet og RARIK, á meðan að kerfið er svona óöruggt þá verðum við að hafa varaafl á staðnum þegar þetta gerist.“ Hann segir það nauðsynlegt til að tryggja öryggi og lífsgæði íbúa en auk þeirra íbúa sem búa á svæðinu þá sé íbúafjöldinn í raun alltaf margfaldaður með fjölda ferðamanna sem er á staðnum. Þeir hafi ekki sama aðgengi að til dæmis mat og ísskáp og fólk sem á heima í sveitarfélaginu. „Þó að aðstæður í gær hafi verið tiltölulega góðar því veður var skaplegt, þá er þetta líka að gerast í janúar, febrúar og mars og þá er að gera byl. Þá lokast jafnvel allt í nokkra daga og fólk fer ekki neitt. Fólk er fast á einhverju gistiheimili og það er ekki hægt að elda ofan í það eða fara neitt að kaupa mat,“ segir Einar Freyr og að þetta séu óboðlegar aðstæður fyrir alla. Einar Freyr segist hafa rætt við forstjóra RARIK í gær og í september líka um rafmagnsleysið. „Svörin eru á þá leið að þetta sé náttúran og það sé erfitt. Ég kenni ríkisstofnunum ekki um náttúruhamfarir eða vont veður en þetta er samt þannig að þegar maður býr á Íslandi á maður hlý föt ef það verður kalt úti og ef maður er að reka rafkerfi í Vík á maður varaaflsstöð. Því það getur oft orðið rafmagnslaust. Þetta snýst um lágmarksviðbúnað við aðstæðum sem geta komið upp.“ Fari sparlega með rafmagn Hann segir að ef varaaflsstöðin verði ekki á staðnum áfram geti þau lent í þessu áfram um jólin og þá sé mikill fjöldi ferðamanna á staðnum. „Þetta er í lagi á meðan varaaflið virkar og maður vonar að viðgerðin gangi vel. En þó að hún gangi eftir gerum við kröfu um að þetta varaafl verði hérna á svæðinu. Það er grundvallarkrafa hjá okkur.“ Í Mýrdalshreppi er mikill fjöldi vinsælla ferðamannaáfangastaða.Vísir/Egill Fram kemur í tilkynningu frá RARIK í dag að ekki liggi fyrir hvenær verði hægt að laga strenginn í Skógá. Þá kemur einnig fram að seinni bilunin í gær hafi verið vegna bilunar í jarðstreng sem liggur frá spennistöð við Ytri-Sólheima að sendi á Sjónarhól. Hláka og rigning hafi verið valdur þeirri bilun. Fram kom í tilkynningu frá RARIK í gær að aðstæður til viðgerða væru afar varasamar og að keyrt yrði á varaafli þar til henni lýkur. Þá kom einnig fram að metið yrði hvort senda þyrfti fleiri varaaflsvélar á vettvang ef það myndi kólna. Íbúar og gestir voru beðnir um að fara sparlega með rafmagn á meðan keyrt er á varaafli. „Sparnaður á rafmagni getur bæði falist í stórum og smáum hlutum, allt frá hleðslu rafbíla og hitastýringar innanhúss til smærri raftækja og jólaskreytinga,“ sagði í tilkynningu RARIK í gær. Uppfært þegar ný tilkynning barst frá RARIK. Uppfært klukkan 10:18 þann 10.12.2024.
Mýrdalshreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundruða milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira