Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 15:52 Fangavörður gengur út úr rými í deild Ringerike-fangelsisins þar sem Anders Behring Breivik er haldið. Náttúrumyndir voru settar upp á veggjum eftir að Breivik kvartaði fyrst undan aðbúnaði sínum. Vísir/EPA Lögmaður Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamannsins og fjöldamorðingjans, sakar norska ríkið um að brjóta á mannréttindum hans í fangelsinu þar sem hann dvelur. Verði stjórnvöld ekki við kröfum hans um úrbætur gæti hann skotið málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Borgarþingsáfrýjunardómstóllinn í Osló tók mál Breivik fyrir í dag. Øystein Storrvik, lögmaður Breiviks, sagði þar að það jaðraði við að honum væri haldið í einangrun í Ringerike-fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í á fjórtánda ár. Breivik, sem er nú 45 ára gamall, sé að „staðna“ vegna skorts á mannlegum samskiptum. Þær takmarkanir sem hann sætir í fangelsinu séu umfram það sem áhættumat hans gefi tilefni til. Breivik hlaut 21 árs fangelsisdóm, sem hægt er að framlengja, fyrir að myrða 69 manns í sumarbúðum unglingahreyfingar Verkamannaflokksins á Útey og átta manns til viðbótar í Osló 22. júlí árið 2011. Naggrís sem heldur Breivik félagsskap í Ringrike-fangelsinu.Vísir/EPA Norska ríkisútvarpið segir að Breivik sé talinn of hættulegur til þess að umgangast samfanga sína en ennfremur er honum talinn stafa hætta af þeim. Ríkislögmaður sagði fyrir dómi að Breivik væri enn hættulegur og að hann sætti viðeigandi öryggisvistun í fangelsinu. „Það er ekkert sem bendir til þess að Breivik sé ekki lengur ofbeldishneigður öfgahægrimaður,“ sagði Kristoffer Nerland, ríkislögmaður. Storrvik segir aðbúnað Breivik brjóta gegn skuldbindingum Noregs gagnvart mannréttindasáttmála Evrópu. Hafni áfrýjunardómstóllinn kröfu hans, líkt og neðra dómstig gerði fyrr á þessu ári, gæti hann látið á hana reyna fyrir hæstarétti Noregs eða Mannréttindadómstóli Evrópu. Noregur Erlend sakamál Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. 8. janúar 2024 10:21 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Borgarþingsáfrýjunardómstóllinn í Osló tók mál Breivik fyrir í dag. Øystein Storrvik, lögmaður Breiviks, sagði þar að það jaðraði við að honum væri haldið í einangrun í Ringerike-fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í á fjórtánda ár. Breivik, sem er nú 45 ára gamall, sé að „staðna“ vegna skorts á mannlegum samskiptum. Þær takmarkanir sem hann sætir í fangelsinu séu umfram það sem áhættumat hans gefi tilefni til. Breivik hlaut 21 árs fangelsisdóm, sem hægt er að framlengja, fyrir að myrða 69 manns í sumarbúðum unglingahreyfingar Verkamannaflokksins á Útey og átta manns til viðbótar í Osló 22. júlí árið 2011. Naggrís sem heldur Breivik félagsskap í Ringrike-fangelsinu.Vísir/EPA Norska ríkisútvarpið segir að Breivik sé talinn of hættulegur til þess að umgangast samfanga sína en ennfremur er honum talinn stafa hætta af þeim. Ríkislögmaður sagði fyrir dómi að Breivik væri enn hættulegur og að hann sætti viðeigandi öryggisvistun í fangelsinu. „Það er ekkert sem bendir til þess að Breivik sé ekki lengur ofbeldishneigður öfgahægrimaður,“ sagði Kristoffer Nerland, ríkislögmaður. Storrvik segir aðbúnað Breivik brjóta gegn skuldbindingum Noregs gagnvart mannréttindasáttmála Evrópu. Hafni áfrýjunardómstóllinn kröfu hans, líkt og neðra dómstig gerði fyrr á þessu ári, gæti hann látið á hana reyna fyrir hæstarétti Noregs eða Mannréttindadómstóli Evrópu.
Noregur Erlend sakamál Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. 8. janúar 2024 10:21 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. 8. janúar 2024 10:21