Umræða um kólesteról á villigötum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. desember 2024 10:02 Axel F. Sigurðsson segir að ýmsu að huga þegar komi að kólesteróli, það tengist ekki bara óhollustu. Axel F. Sigurðsson sérfræðingur í hjarta- og lyflækningum til þrjátíu ára segir umræða um kólesteról hér á landi hafi verið á villigötum undanfarin ár. Lyf sem notuð séu í forvarnarskyni hafi verið ofnotuð, kólesteról sé lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í öðrum þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms Þar ræddi Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í hjarta- og lyflækningum til þrjátíu ára um áhrif mataræðis og lífsstíls á hjartaheilsu, mikilvægi fræðslu til almennings og notkun blóðfitulækkandi lyfja sem hann telur að hafi verið ofnotuð í forvarnarskyni. Axel undirstrikar þó mikilvægi þessara lyfja þar sem þau eiga við og vill meina að þau gegni lykilhlutverki í baráttunni við hjarta-og æðasjúkdóma. Axel hefur verið leiðandi í umræðu um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum og heldur úti vefsíðunum mataræði.is og docsopinion.com þar sem hann miðlar fróðleik um næringu, lífsstíl og hjartaheilsu. Í þættinum útskýrði Axel hvers vegna kólesteról er lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi auk þess sem kólesteról gegnir lykilhlutverki við framleiðslu mikilvægra efna eins og D-vítamíns og ýmissa hormóna. Í raun væri ekkert líf eins og við þekkjum það ef ekki væri til kólesteról. Hann benti á hvernig hugtökin „gott“ og „slæmt“ kólesteról hafi valdið misskilningi. „Þetta er allt sama kólesterólið, en það er flutt um líkamann í mismunandi próteinum,“ sagði hann og notaði skemmtilega samlíkingu þar sem hann líkir lág- og háþéttni lípóprótínum við vörubíla sem flytja farminn kólesteról um æðakerfið til og frá lifrinni. Þetta er allt sama kólesterólið en það ferðast í mismunandi „vörubílum.“ Jóhanna Vilhjálms og Lukka eru stjórnendur Heilsuhlaðvarpsins sem kemur út alla mánudaga. Lífsstílsbreytingar urðu kveikjan Sem ungur sérfræðingur í hjartalækningum hafði Axel mestan áhuga á bráðalækningum og lýsir því hvernig áherslur hans breyttust þegar hann upplifði eigin heilsu taka breytingum. „Þegar maður er ungur þá spáir maður ekki mikið í þetta. Hins vegar kemur að því hjá flestum að huga þarf að lífsstílnum í því skyni að halda góðri heilsu. Það var ekki síst mín eigin reynsla sem vakti áhuga minn á áhrifum mataræðis og lífsstíls á heilsu." Hann sökkti sér í fræðin og komst að því að hefðbundnar ráðleggingar lækna um mataræði hefðu á sumum sviðum verið á villigötum. Ráðleggingar um mettaða fitu – ranghugmyndir eða staðreyndir? Axel telur ráðleggingar um að draga úr neyslu mettaðrar fitu löngum hafa verið villandi, en samkvæmt leiðbeiningum landlæknisembættisins er mælt með því að skipta mettaðri fitu út fyrir ómettaðar fitusýrur. Embættið leggur jafnframt áherslu á að draga úr neyslu mjólkurvara með mikilli mettaðri fitu, eins og rjóma og feitum ostum. Hins vegar telur hann að til séu mis hollar fitur en það byggist ekki endilega á því hvort fitusýrurnar séu mettaðar eða ómettaðar. Frekar snýst þetta um matinn sjálfan, hráefnið, hvernig það er unnið og eldað. „Mér finnst ráðleggingar um mettaða fitu vera vitleysa. Mettuð fita er margs konar og ekki hægt að setja hana alla undir einn hatt.“ Hann bendir á að við ættum miklu frekar að forðast sykur og gjörunninn mat. Við höfum ofnotað blóðfitulækkandi lyf í forvarnarskyni Í þættinum var einnig vikið að aukinni notkun blóðfitulækkandi lyfja, svokallaðra statínlyfja, en á Íslandi hefur dagskammtur á hverja 1.000 íbúa farið úr 2,9 árið 1993 í rúmlega 100 árið 2023. „Við höfum haft tilhneigingu til að ofnota statínlyf í forvarnarskyni, sérstaklega hjá fólki sem hefur ekki hjarta- og æðasjúkdóm,“ sagði Axel og bætti við að fræðslan til almennings um kólesteról hefði „gjörsamlega mislukkast.“ Hann svaraði því neitandi hvort hann myndi gefa einstaklingi með hátt LDL kólesteról blóðfitulækkandi lyf ef allar aðrar mælingar væru í lagi og sagði að heildarkólesteról segi ekki mikið um áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá segir hlutfallið milli HDL „góða“ kólesterólsins og þríglýseríða líka talsvert um áhættu á þrengingum í æðakerfi og best er að hlutfallið sé undir 1.0. Axel leggur þó áherslu á mikilvægi lyfjanna fyrir einstaklinga sem hafa greinst með hjarta- og æðasjúkdóm og hjá þeim sem hafa arfgenga blóðfituröskun (familial hypercholesterolemia). Upplýst samþykki mikilvægt Aukaverkanir lyfjanna hafa fengið aukna athygli á undanförnum misserum en þær geta verið meðal annars vöðvaverkir, þreyta, minnisleysi og risvandamál. Spurður út í reynslu hans sjúklinga segir hann að þær séu vissulega til staðar en alvarlegar aukaverkanir eins og vöðvaniðurbrot séu mjög sjaldgæfar. Hins vegar er mjög mikilvægt að að sjúklingar séu upplýstir um mögulegar aukaverkanir af lyfjunum og það eigi að sjálfsögðu við um lyf almennt. Við eigum ekki að borða til að lækka kólesteról Axel lagði áherslu á að lífsstílsbreytingar séu lykillinn að því að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma. „Við eigum ekki að borða til að lækka kólesteról heldur til að viðhalda góðri heilsu“ sagði hann og benti á að það væri ekki til nein rannsókn sem sýndi fram á betri lífshorfur með því að lækka kólesteról með breyttu mataræði. Hann ráðlagði hlustendum að drekka ekki hitaeiningar og borða ekki eftir kvöldmat. „Við þurfum að einblína meira á að borða hreinan og óunninn mat. Ég ráðlegg fólki að forðast gjörunnin matvæli og velja kjöt, fisk, egg, grænmeti og ávexti.“ Heilsa Hlaðvörp Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í öðrum þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms Þar ræddi Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í hjarta- og lyflækningum til þrjátíu ára um áhrif mataræðis og lífsstíls á hjartaheilsu, mikilvægi fræðslu til almennings og notkun blóðfitulækkandi lyfja sem hann telur að hafi verið ofnotuð í forvarnarskyni. Axel undirstrikar þó mikilvægi þessara lyfja þar sem þau eiga við og vill meina að þau gegni lykilhlutverki í baráttunni við hjarta-og æðasjúkdóma. Axel hefur verið leiðandi í umræðu um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum og heldur úti vefsíðunum mataræði.is og docsopinion.com þar sem hann miðlar fróðleik um næringu, lífsstíl og hjartaheilsu. Í þættinum útskýrði Axel hvers vegna kólesteról er lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi auk þess sem kólesteról gegnir lykilhlutverki við framleiðslu mikilvægra efna eins og D-vítamíns og ýmissa hormóna. Í raun væri ekkert líf eins og við þekkjum það ef ekki væri til kólesteról. Hann benti á hvernig hugtökin „gott“ og „slæmt“ kólesteról hafi valdið misskilningi. „Þetta er allt sama kólesterólið, en það er flutt um líkamann í mismunandi próteinum,“ sagði hann og notaði skemmtilega samlíkingu þar sem hann líkir lág- og háþéttni lípóprótínum við vörubíla sem flytja farminn kólesteról um æðakerfið til og frá lifrinni. Þetta er allt sama kólesterólið en það ferðast í mismunandi „vörubílum.“ Jóhanna Vilhjálms og Lukka eru stjórnendur Heilsuhlaðvarpsins sem kemur út alla mánudaga. Lífsstílsbreytingar urðu kveikjan Sem ungur sérfræðingur í hjartalækningum hafði Axel mestan áhuga á bráðalækningum og lýsir því hvernig áherslur hans breyttust þegar hann upplifði eigin heilsu taka breytingum. „Þegar maður er ungur þá spáir maður ekki mikið í þetta. Hins vegar kemur að því hjá flestum að huga þarf að lífsstílnum í því skyni að halda góðri heilsu. Það var ekki síst mín eigin reynsla sem vakti áhuga minn á áhrifum mataræðis og lífsstíls á heilsu." Hann sökkti sér í fræðin og komst að því að hefðbundnar ráðleggingar lækna um mataræði hefðu á sumum sviðum verið á villigötum. Ráðleggingar um mettaða fitu – ranghugmyndir eða staðreyndir? Axel telur ráðleggingar um að draga úr neyslu mettaðrar fitu löngum hafa verið villandi, en samkvæmt leiðbeiningum landlæknisembættisins er mælt með því að skipta mettaðri fitu út fyrir ómettaðar fitusýrur. Embættið leggur jafnframt áherslu á að draga úr neyslu mjólkurvara með mikilli mettaðri fitu, eins og rjóma og feitum ostum. Hins vegar telur hann að til séu mis hollar fitur en það byggist ekki endilega á því hvort fitusýrurnar séu mettaðar eða ómettaðar. Frekar snýst þetta um matinn sjálfan, hráefnið, hvernig það er unnið og eldað. „Mér finnst ráðleggingar um mettaða fitu vera vitleysa. Mettuð fita er margs konar og ekki hægt að setja hana alla undir einn hatt.“ Hann bendir á að við ættum miklu frekar að forðast sykur og gjörunninn mat. Við höfum ofnotað blóðfitulækkandi lyf í forvarnarskyni Í þættinum var einnig vikið að aukinni notkun blóðfitulækkandi lyfja, svokallaðra statínlyfja, en á Íslandi hefur dagskammtur á hverja 1.000 íbúa farið úr 2,9 árið 1993 í rúmlega 100 árið 2023. „Við höfum haft tilhneigingu til að ofnota statínlyf í forvarnarskyni, sérstaklega hjá fólki sem hefur ekki hjarta- og æðasjúkdóm,“ sagði Axel og bætti við að fræðslan til almennings um kólesteról hefði „gjörsamlega mislukkast.“ Hann svaraði því neitandi hvort hann myndi gefa einstaklingi með hátt LDL kólesteról blóðfitulækkandi lyf ef allar aðrar mælingar væru í lagi og sagði að heildarkólesteról segi ekki mikið um áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá segir hlutfallið milli HDL „góða“ kólesterólsins og þríglýseríða líka talsvert um áhættu á þrengingum í æðakerfi og best er að hlutfallið sé undir 1.0. Axel leggur þó áherslu á mikilvægi lyfjanna fyrir einstaklinga sem hafa greinst með hjarta- og æðasjúkdóm og hjá þeim sem hafa arfgenga blóðfituröskun (familial hypercholesterolemia). Upplýst samþykki mikilvægt Aukaverkanir lyfjanna hafa fengið aukna athygli á undanförnum misserum en þær geta verið meðal annars vöðvaverkir, þreyta, minnisleysi og risvandamál. Spurður út í reynslu hans sjúklinga segir hann að þær séu vissulega til staðar en alvarlegar aukaverkanir eins og vöðvaniðurbrot séu mjög sjaldgæfar. Hins vegar er mjög mikilvægt að að sjúklingar séu upplýstir um mögulegar aukaverkanir af lyfjunum og það eigi að sjálfsögðu við um lyf almennt. Við eigum ekki að borða til að lækka kólesteról Axel lagði áherslu á að lífsstílsbreytingar séu lykillinn að því að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma. „Við eigum ekki að borða til að lækka kólesteról heldur til að viðhalda góðri heilsu“ sagði hann og benti á að það væri ekki til nein rannsókn sem sýndi fram á betri lífshorfur með því að lækka kólesteról með breyttu mataræði. Hann ráðlagði hlustendum að drekka ekki hitaeiningar og borða ekki eftir kvöldmat. „Við þurfum að einblína meira á að borða hreinan og óunninn mat. Ég ráðlegg fólki að forðast gjörunnin matvæli og velja kjöt, fisk, egg, grænmeti og ávexti.“
Heilsa Hlaðvörp Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira