Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar 9. desember 2024 10:33 Ef sauðfjárbóndi myndi vilja fækka ref í sinni sveit, til að vernda sinn tekjustofn, þá væri ekki gáfulegt að gefa út skipun um að lóga öllum ferfættum, villtum spendýrum. Nei, betra væri að ráðast beint á meinið sjálft og láta allt annað vera. Samt er það þannig, í hagstjórn á Íslandi, að Seðlabanki reynir að vinna gegn verðbólgu með því að hækka verð á öllum peningum jafnt (með hækkun á stýrivöxtum) þó að aðeins sé þörf á að hækka verð á sumum lánflokkum sem tengjast verðbólgu beint. Ef verðbólga er há, þá hefur Seðlabanki hækkað vexti í öllum lánaflokkum, ekki bara sumum. Allt er hækkað, líka vextir húsnæðislána, sem gerir afkomu þeirra sem greiða af húsnæðislánum verri. Hugmyndin er að kæla hagkerfið en eyðsla þeirra sem eiga skuldlausa íbúð minnkar ekki og viðheldur þennslu. Hátt vaxtastig hægir líka á byggingu húsnæðis, af því nýbyggingar verða of dýrar, sem hækkar leiguverð þegar skortur á húsnæði segir til sín. Verðbólga helst því hærri en ella m.v. ef hægt væri að beina lánsfjármagni í átt að því að auka framboð á húsnæði þegar skortur er á því. Hvað eru lánakvótar? Hvað ef Seðlabankinn myndi berjast gegn verðbólgu með því að gera kröfu til banka að vöxtum á neyslulánum sé haldið háum, en vöxtum á húsnæði og nýbyggingum haldið lágum? Einnig má ímynda sér að bein magntakmörkun sé á neyslulánum á meðan slíkt gilti ekki þegar kemur að lánum til nýbygginga á íbúðum. Þetta væri hægt ef Seðlabanki myndi setja upp lánakvóta og stýra þannig lánum (vöxtum) til einstakra flokka með ólíkum hætti. Það er nefnilega of almenn aðgerð að berjast gegn verðbólgu með því að hækka vexti á öllum lánum – á húsnæðislánum og vöxtum til framkvæmda á nýbyggingu húsnæðis til jafns við vexti á neyslulánum – á sama hátt og það er of almenn aðgerð að lóga öllum ferfættum, villtum spendýrum þegar þú vilt fækka refum. Enda sýnir reynslan að hækkun stýrivaxta hefur aðeins takmörkuð áhrif á hjöðnun verðbólgu, sérstaklega í verðtryggðu hagkerfi. Sveiflulandið Ísland Sú hagstjórn sem við þekkjum, að hækka vexti á öllu jafnt býr til sveiflulandið Ísland. Háir toppar og botnar hagsveiflurnar skapa ástand þar sem erfitt er að gera áætlanir, og vextir verða því of háir og sveiflukenndir samhliða því að alltof háir þröskuldar verða fyrir ungt fólk til að koma sér upp heimili. Í þannig umhverfi er erfitt að bjóða upp á hátt stig af velferð. Þá byrjar stjórnmálafólk að togast á; hækka þarf velferð, lækka þarf vexti og allir fá eitthvað smá en svo byrjar sveifluhringekjan aftur að snúast og allir alltaf í raun á nokkurnvegin sama stað. Með því að laga þessar ýktu sveiflur í hagstjórn og ráðast alfarið og einungis á meinið sjálft þá væri hægt að skapa sterkara efnahags¬umhverfi fyrir bæði fjölskyldur og fyrirtæki. Lánakvótar og ávinningur þeirra Ef Seðlabanki myndi taka upp lánakvóta væri hægt að setja mismunandi vexti á peninga eftir lánaflokkum - en ekki að setja sömu grunnvexti á alla peninga eins og nú er gert. Lánakvóta mætti einnig útfæra þannig að hámark, eða lágmark, yrði á lánum til ólíkra hluta hagkerfisins: hámark á neyslulánum þegar eftirspurn er sterk, lágmark á lánum til íbúðabyggingar þegar skortur er á húsnæði og þar fram eftir götunum. Tengja mætti lánakvóta við efnahagsumhverfið til þess að skapa banka til þess að lána í réttu hlutina: bankar mættu lána meira þegar verðbólga er lág en minna þegar verðbólga er há, o.s.frv. Lánakvótar eru mjög sveigjanleg stjórntæki sem gerði okkur kleift að ráðast beint á meinið og fátt annað, að fækka refum en ekki öðrum spendýrum. Með lánakvótum væri t.d. hægt að skrúfa fyrir verðtryggingu án þess endilega að banna verðtryggingu samkvæmt lögum. Peningamálastefnan myndi styrkjast þar með og vextir lækka. Sveiflur á byggingu húsnæðis og söluverði þessi myndu einnig minnka. Lánakvótar myndu ýta vöxtum niður, einkum þar sem það skiptir mestu máli, að vextir á húsnæðislánum séu lágir og að vextir til lána á nýbyggingum séu einnig lágir. Í atvinnuleysi (t.d. eins og eftir Covid) hefði einnig verið hægt að nota lánakvóta til að halda vöxtum á peningalánum til viðhaldsverkefna lágum og einnig lánum til vega- og jarðgangnagerðar því það væru þættir sem styrkja myndu þjóðhagslega hagsæld (auka framleiðslu innan þjóðabúsins). Slík aðgerð myndi draga úr toppum (hér atvinnuleysistoppum) sem er það sem Ísland þarf svo sárlega á að halda. Með lánakvótum myndi Seðlabanki ná að takmarka neyslulán þegar við á (einkum ef verðbólga tekur að rísa), sem myndi draga úr eftirspurnartoppum og hættu á verðbólgutoppum. Þannig sértæk, en ekki almenn, barátta við verðbólgu yrði hraðvirkari og skilvirkari leið fyrir Seðlabanka en að hækka stýrivexti einvörðungu. Lánakvótar víða notaðir með góðum árangri Lánakvótar hafa verið notaðir með góðum árangri í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Japan, Kína og Indlandi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Með lánakvótum voru efnahagskerfi í Japan og í Þýskalandi byggð upp eftir stríð, með árangri sem var hreint út sagt ótrúlegur. Lánakvótar seðlabanka í þessum löndum tryggðu að hægt var að byggja upp efnahagsveldi án þess að aðstæður mynduðust fyrir ofurháa verðbólgutoppa. Grundvöllur iðnaðar Japans í dag var lagður með fjármögnun frá japönskum bönkum sem urðu að lúta lánakvótum frá Seðlabanka Japans, svo dæmi sé nefnt. Hví var hætt að notast við lánakvóta? M.a. vegna þess að þeir voru álitnir of mikil inngrip hins opinbera þegar kom að rekstri fjármálafyrirtækja. Hagfræðikenningar þróuðust einnig samhliða sem hvöttu til minni ríkisafskipta. Stýrivaxtatækið var álitið nægilega sterkt til þess að ná markmiðum peningamálastefnunnar. En því miður sýnir reynslan að stýrivaxtatækið er ekki nógu beitt á Íslandi, m.a. vegna víðtækrar notkunar á verðtryggingu. Því verður að leyfa Seðlabanka Íslands að notast við önnur stýritæki en stýrivexti eina. Lánakvótar eru þetta stýritæki sem þarf til þess að styrkja peningamálastefnuna. Sumir hafa rangtúlkað hugmyndina um lánakvóta í þá veru að þarna væri ríkið að niðurgreiða vexti en svo er auðvitað alls ekki. Áfram væri verið að lána á hærri vöxtum en ríkið nýtur en með lánakvótum væri hægt að finna betra og heilbrigðara jafnvægi á milli þeirra þarfa sem bankar, almenningur og fyrirtæki hafa hér á landi. Tími kominn fyrir nýja áhersla í hagstjórn Með lánakvótum Seðlabanka myndu vextir lækka, sveiflur minnka, húsnæðislán verða ódýrari og langþráður kippur koma í stórfellda byggingu húsnæðis (sem myndi leiða til lægra leiguverðs og þar með lægri verðbólgu). Öllu þessu væri hægt að ná með lánakvótum Seðlabanka og þyrfti ekki að horfa á skattahækkanir til að þessu markmið yrðu að veruleika. Höfundur er verkfræðingur. hal@carboniceland.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Hallgrímur Óskarsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ef sauðfjárbóndi myndi vilja fækka ref í sinni sveit, til að vernda sinn tekjustofn, þá væri ekki gáfulegt að gefa út skipun um að lóga öllum ferfættum, villtum spendýrum. Nei, betra væri að ráðast beint á meinið sjálft og láta allt annað vera. Samt er það þannig, í hagstjórn á Íslandi, að Seðlabanki reynir að vinna gegn verðbólgu með því að hækka verð á öllum peningum jafnt (með hækkun á stýrivöxtum) þó að aðeins sé þörf á að hækka verð á sumum lánflokkum sem tengjast verðbólgu beint. Ef verðbólga er há, þá hefur Seðlabanki hækkað vexti í öllum lánaflokkum, ekki bara sumum. Allt er hækkað, líka vextir húsnæðislána, sem gerir afkomu þeirra sem greiða af húsnæðislánum verri. Hugmyndin er að kæla hagkerfið en eyðsla þeirra sem eiga skuldlausa íbúð minnkar ekki og viðheldur þennslu. Hátt vaxtastig hægir líka á byggingu húsnæðis, af því nýbyggingar verða of dýrar, sem hækkar leiguverð þegar skortur á húsnæði segir til sín. Verðbólga helst því hærri en ella m.v. ef hægt væri að beina lánsfjármagni í átt að því að auka framboð á húsnæði þegar skortur er á því. Hvað eru lánakvótar? Hvað ef Seðlabankinn myndi berjast gegn verðbólgu með því að gera kröfu til banka að vöxtum á neyslulánum sé haldið háum, en vöxtum á húsnæði og nýbyggingum haldið lágum? Einnig má ímynda sér að bein magntakmörkun sé á neyslulánum á meðan slíkt gilti ekki þegar kemur að lánum til nýbygginga á íbúðum. Þetta væri hægt ef Seðlabanki myndi setja upp lánakvóta og stýra þannig lánum (vöxtum) til einstakra flokka með ólíkum hætti. Það er nefnilega of almenn aðgerð að berjast gegn verðbólgu með því að hækka vexti á öllum lánum – á húsnæðislánum og vöxtum til framkvæmda á nýbyggingu húsnæðis til jafns við vexti á neyslulánum – á sama hátt og það er of almenn aðgerð að lóga öllum ferfættum, villtum spendýrum þegar þú vilt fækka refum. Enda sýnir reynslan að hækkun stýrivaxta hefur aðeins takmörkuð áhrif á hjöðnun verðbólgu, sérstaklega í verðtryggðu hagkerfi. Sveiflulandið Ísland Sú hagstjórn sem við þekkjum, að hækka vexti á öllu jafnt býr til sveiflulandið Ísland. Háir toppar og botnar hagsveiflurnar skapa ástand þar sem erfitt er að gera áætlanir, og vextir verða því of háir og sveiflukenndir samhliða því að alltof háir þröskuldar verða fyrir ungt fólk til að koma sér upp heimili. Í þannig umhverfi er erfitt að bjóða upp á hátt stig af velferð. Þá byrjar stjórnmálafólk að togast á; hækka þarf velferð, lækka þarf vexti og allir fá eitthvað smá en svo byrjar sveifluhringekjan aftur að snúast og allir alltaf í raun á nokkurnvegin sama stað. Með því að laga þessar ýktu sveiflur í hagstjórn og ráðast alfarið og einungis á meinið sjálft þá væri hægt að skapa sterkara efnahags¬umhverfi fyrir bæði fjölskyldur og fyrirtæki. Lánakvótar og ávinningur þeirra Ef Seðlabanki myndi taka upp lánakvóta væri hægt að setja mismunandi vexti á peninga eftir lánaflokkum - en ekki að setja sömu grunnvexti á alla peninga eins og nú er gert. Lánakvóta mætti einnig útfæra þannig að hámark, eða lágmark, yrði á lánum til ólíkra hluta hagkerfisins: hámark á neyslulánum þegar eftirspurn er sterk, lágmark á lánum til íbúðabyggingar þegar skortur er á húsnæði og þar fram eftir götunum. Tengja mætti lánakvóta við efnahagsumhverfið til þess að skapa banka til þess að lána í réttu hlutina: bankar mættu lána meira þegar verðbólga er lág en minna þegar verðbólga er há, o.s.frv. Lánakvótar eru mjög sveigjanleg stjórntæki sem gerði okkur kleift að ráðast beint á meinið og fátt annað, að fækka refum en ekki öðrum spendýrum. Með lánakvótum væri t.d. hægt að skrúfa fyrir verðtryggingu án þess endilega að banna verðtryggingu samkvæmt lögum. Peningamálastefnan myndi styrkjast þar með og vextir lækka. Sveiflur á byggingu húsnæðis og söluverði þessi myndu einnig minnka. Lánakvótar myndu ýta vöxtum niður, einkum þar sem það skiptir mestu máli, að vextir á húsnæðislánum séu lágir og að vextir til lána á nýbyggingum séu einnig lágir. Í atvinnuleysi (t.d. eins og eftir Covid) hefði einnig verið hægt að nota lánakvóta til að halda vöxtum á peningalánum til viðhaldsverkefna lágum og einnig lánum til vega- og jarðgangnagerðar því það væru þættir sem styrkja myndu þjóðhagslega hagsæld (auka framleiðslu innan þjóðabúsins). Slík aðgerð myndi draga úr toppum (hér atvinnuleysistoppum) sem er það sem Ísland þarf svo sárlega á að halda. Með lánakvótum myndi Seðlabanki ná að takmarka neyslulán þegar við á (einkum ef verðbólga tekur að rísa), sem myndi draga úr eftirspurnartoppum og hættu á verðbólgutoppum. Þannig sértæk, en ekki almenn, barátta við verðbólgu yrði hraðvirkari og skilvirkari leið fyrir Seðlabanka en að hækka stýrivexti einvörðungu. Lánakvótar víða notaðir með góðum árangri Lánakvótar hafa verið notaðir með góðum árangri í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Japan, Kína og Indlandi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Með lánakvótum voru efnahagskerfi í Japan og í Þýskalandi byggð upp eftir stríð, með árangri sem var hreint út sagt ótrúlegur. Lánakvótar seðlabanka í þessum löndum tryggðu að hægt var að byggja upp efnahagsveldi án þess að aðstæður mynduðust fyrir ofurháa verðbólgutoppa. Grundvöllur iðnaðar Japans í dag var lagður með fjármögnun frá japönskum bönkum sem urðu að lúta lánakvótum frá Seðlabanka Japans, svo dæmi sé nefnt. Hví var hætt að notast við lánakvóta? M.a. vegna þess að þeir voru álitnir of mikil inngrip hins opinbera þegar kom að rekstri fjármálafyrirtækja. Hagfræðikenningar þróuðust einnig samhliða sem hvöttu til minni ríkisafskipta. Stýrivaxtatækið var álitið nægilega sterkt til þess að ná markmiðum peningamálastefnunnar. En því miður sýnir reynslan að stýrivaxtatækið er ekki nógu beitt á Íslandi, m.a. vegna víðtækrar notkunar á verðtryggingu. Því verður að leyfa Seðlabanka Íslands að notast við önnur stýritæki en stýrivexti eina. Lánakvótar eru þetta stýritæki sem þarf til þess að styrkja peningamálastefnuna. Sumir hafa rangtúlkað hugmyndina um lánakvóta í þá veru að þarna væri ríkið að niðurgreiða vexti en svo er auðvitað alls ekki. Áfram væri verið að lána á hærri vöxtum en ríkið nýtur en með lánakvótum væri hægt að finna betra og heilbrigðara jafnvægi á milli þeirra þarfa sem bankar, almenningur og fyrirtæki hafa hér á landi. Tími kominn fyrir nýja áhersla í hagstjórn Með lánakvótum Seðlabanka myndu vextir lækka, sveiflur minnka, húsnæðislán verða ódýrari og langþráður kippur koma í stórfellda byggingu húsnæðis (sem myndi leiða til lægra leiguverðs og þar með lægri verðbólgu). Öllu þessu væri hægt að ná með lánakvótum Seðlabanka og þyrfti ekki að horfa á skattahækkanir til að þessu markmið yrðu að veruleika. Höfundur er verkfræðingur. hal@carboniceland.is
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar