Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 08:53 Líklegt er að Friedrich Merz verði næsti kanslari Þýskalands. Hann leiðir Kristilega demókrata (CDU), flokk Angelu Merkel, fyrrum kanslara. Vísir/EPA Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, og líklegur eftirmaður Olafs Scholz sem kanslari Þýskalands, kom til Kænugarðs til þess að fullvissa úkraínska ráðamenn um áframhaldandi stuðning í morgun. Úkraínustríðið er efst á baugi í kosningabaráttunni í Þýskalandi. „Við viljum að þessu hræðilega stríði ljúki sem fyrst og að friður komist aftur á í Evrópu,“ sagði Merz við komuna til Kænugarðs. Þjóðverjar ganga til kosninga 23. febrúar eftir að þriggja flokka samsteypustjórn Olafs Scholz sprakk með hvelli í síðasta mánuði. Útlit er fyrir að Úkraína verði eitt helsta kosningamálið. Merz hefur verið herskárri í afstöðu sinni til Rússlands en Scholz. Hann hefur til að mynda sagt að Þjóðverjar ættu að láta Úkraínumönnum í té langdrægar Taurus-stýriflaugar ef Rússar halda áfram að gera árásir á borgaralega innviði landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Pútín mun aðeins ganga að samningaborðinu ef staða Úkraínu er sterk. Ef stuðningur okkar við Úkraínu dvínar dregst þetta stríð á langinn. Ef við verðum stöðug í stuðningi okkar endar þetta stríð fyrr,“ sagði Merz í morgun. Scholz hefur aftur á móti stært sig af því að vera varkár í stuðningi við Úkraínu og að þráast við að gefa vopn sem Úkraínumenn hafa sóst eftir. Hann sætti nokkurri gagnrýni fyrir að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma í síðasta mánuði. Það var fyrsta samtal leiðtoganna tveggja í tvö ár. Þýskaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi. 25. nóvember 2024 08:43 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
„Við viljum að þessu hræðilega stríði ljúki sem fyrst og að friður komist aftur á í Evrópu,“ sagði Merz við komuna til Kænugarðs. Þjóðverjar ganga til kosninga 23. febrúar eftir að þriggja flokka samsteypustjórn Olafs Scholz sprakk með hvelli í síðasta mánuði. Útlit er fyrir að Úkraína verði eitt helsta kosningamálið. Merz hefur verið herskárri í afstöðu sinni til Rússlands en Scholz. Hann hefur til að mynda sagt að Þjóðverjar ættu að láta Úkraínumönnum í té langdrægar Taurus-stýriflaugar ef Rússar halda áfram að gera árásir á borgaralega innviði landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Pútín mun aðeins ganga að samningaborðinu ef staða Úkraínu er sterk. Ef stuðningur okkar við Úkraínu dvínar dregst þetta stríð á langinn. Ef við verðum stöðug í stuðningi okkar endar þetta stríð fyrr,“ sagði Merz í morgun. Scholz hefur aftur á móti stært sig af því að vera varkár í stuðningi við Úkraínu og að þráast við að gefa vopn sem Úkraínumenn hafa sóst eftir. Hann sætti nokkurri gagnrýni fyrir að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma í síðasta mánuði. Það var fyrsta samtal leiðtoganna tveggja í tvö ár.
Þýskaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi. 25. nóvember 2024 08:43 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi. 25. nóvember 2024 08:43
Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01