Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 8. desember 2024 19:58 Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur. STöð 2/EPA Leiðtogi uppreisnarmanna í Sýrlandi sameinaði mismunandi fylkingar og beið eftir því að athygli Rússlands væri í Úkraínu og athygli Írans í Ísrael til að grípa til skyndisóknar gegn Assad-stjórninni sem væri þá veik án viðvarandi stuðnings sinnar helstu bandamanna. Aðgerðir uppreisnarmanna voru vel skipulagðar. Þetta sagði Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, um nýjustu vendingar í Sýrlandi í samtali við fréttastofu spurð hvers vegna uppreisnarmenn nái skyndilega stjórn í landinu eftir borgarastyrjöld frá árinu 2011, þar sem lítið hafi gerst síðustu fjögur ár. Magnea segir sögu leiðtoga uppreisnarmanna áhugaverða og tekur fram að hann sé bandamaður bandarískra stjórnvalda í baráttu þeirra gegn Al-Qaeda. Rússnesk stjórnvöld veittu Assad Sýrlandsforseta hæli í Rússlandi eftir að uppreisnarmenn steyptu stjórn hans af stóli í morgun. Sýrlendingar víða um heim hafa fagnað falli stjórnarinnar en mikil óvissa ríkir um framtíð stjórnarfars í landinu. „Þetta segir bara að hann er farinn frá völdum og hann auðvitað leitar til helsta stuðningsaðila síns sem er Rússland sem ásamt Íran hefur stutt Assad-stjórnina.“ Fagnaðarlæti og skemmdarverk víða Fagnaðarlæti brutust út í Damaskus og víðar um Sýrland þegar uppreisnarmenn lýstu því yfir að forseta landsins hafi verið steypt af stóli og landið sagt frelsað eftir fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Í aldarfjórðung hefur Bashar Assad verið forseti en borgarastyrjöld hefur geisað í landinu undanfarin 13 ár. Pólitískum andstæðingum Assads og öðrum föngum hefur verið sleppt úr haldi, en forsetinn er sagður hafa flúið höfuðborgina. Forsætisráðherra landsins sagðist munu sýna samstarfsvilja með hverjum þeim sem þjóðin velji til valda. Uppreisnarmenn og almennir borgarar hafa í dag lagt leið sína í forsetahöllina í Damaskus og gengið þar frjálst um ganga. Þá hafa skemmdarverk verið unnin á styttum og myndum af forsetanum og öðrum meðlimum Assad-fjölskyldunnar, og þá var brotið og bramlað í Íranska sendiráðinu í Damaskus. Sýrlendingar víða um heim hafa komið saman á götum úti og fagnað falli stjórnarinnar í dag. Saga leiðtoga uppreisnarmanna sé mjög áhugaverð Magnea segir uppreisnar- og vígamenn samanstanda af ýmsum fylkingum úr ólíkum áttum. „Þeir sem hafa verið að takast á um hlutina undanfarin ár, þetta voru tuttugu fylkingar þær eru bara orðnar fjórar í dag. Það er ríkisstjórnin og Free Syrian Army og það eru hópar sem kenna sig við heilagt stríð eða jihad og þeir sameinast í raun og veru undir þá þessum hópi sem að þessi maður, Abu Mohammed al-Jawlani, veitir forystu. Svo eru það Kúrdarnir sem fá stuðning frá Bandaríkjunum.“ Spurð hvers vegna uppreisnarmenn nái skyndilega stjórn í landinu eftir þrettán ár af borgarastyrjöld, þar sem lítið hafi gerst síðustu fjögur ár segir Magnea: „Þetta er í raun og veru mjög áhugaverð saga sem að al-Jawlani, leiðtogi uppreisnar- og vígamanna, hefur. Við getum ekki mikið farið út í hana en hann fer til Írak árið 2003 til að berjast með andspyrnunni gegn innrásarliðinu í Írak. Síðan fer hann þegar að almennir borgarar réttilega mótmæla spillingu og mannréttindabrotum og stjórnarfari í Assad-stjórninni. 2011 þá stofnar hann Al-Nusra Front sem var í Írak, í Sýrlandi, sem er kennt við Al-Qaeda. Hann í raun og veru losar sig undan bæði svæðisbundnum yfirmönnum sínum og alþjóðlegum og stofnar sína eigin hreyfingu.“ Al-Jawlani sé bandamaður Bandaríkjanna Al-Jawlani sé mikill þjóðernissinni og hafi ekki viljað að Sýrland yrði að skotpalli fyrir alþjóðlega íslamista og Jihadista þó hann sé íslamisti sjálfur að sögn Magneu. „Frá 2016 þá er samkomulag á milli Tyrklands, Íraks og Rússlands að reyna draga úr átökunum og það er allt frekar rólegt en á meðan er hann að safna liði. Um maí 2023 lýsir hann yfir að það komi ný ríkisstjórn í Sýrlandi. Það er þegar að Rússland gerði innrás inn í Úkraínu og þá veit hann að stuðningur við Assad-stjórnina muni veikjast. Það sama gerist síðan þegar að Hamas ræðst inn í Ísrael, þá mun stuðningur frá Íran veikjast. Þetta eru ótrúlega vel skipulagðar aðgerðir, hann tók sér góðan tíma.“ Hvað tekur svo við í Sýrlandi? Mun þetta fara yfir landamærin? „Þetta er dálítið erfitt að segja en það er merkilegt með al-Jawlani að til þess að losa sig undan áhrifum Al-Qaeda þá varð hann bandamaður Bandaríkjanna. Ástæðan fyrir því að drónaárásir voru gerðar á leiðtoga Al-Qaeda í Sýrlandi var að hann gaf upp hnitin.“ Þar með telur Magnea að jafnvel séu betri tímar í vændum fyrir Sýrlendinga þrátt fyrir allt. Sýrland Hernaður Bandaríkin Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Þetta sagði Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, um nýjustu vendingar í Sýrlandi í samtali við fréttastofu spurð hvers vegna uppreisnarmenn nái skyndilega stjórn í landinu eftir borgarastyrjöld frá árinu 2011, þar sem lítið hafi gerst síðustu fjögur ár. Magnea segir sögu leiðtoga uppreisnarmanna áhugaverða og tekur fram að hann sé bandamaður bandarískra stjórnvalda í baráttu þeirra gegn Al-Qaeda. Rússnesk stjórnvöld veittu Assad Sýrlandsforseta hæli í Rússlandi eftir að uppreisnarmenn steyptu stjórn hans af stóli í morgun. Sýrlendingar víða um heim hafa fagnað falli stjórnarinnar en mikil óvissa ríkir um framtíð stjórnarfars í landinu. „Þetta segir bara að hann er farinn frá völdum og hann auðvitað leitar til helsta stuðningsaðila síns sem er Rússland sem ásamt Íran hefur stutt Assad-stjórnina.“ Fagnaðarlæti og skemmdarverk víða Fagnaðarlæti brutust út í Damaskus og víðar um Sýrland þegar uppreisnarmenn lýstu því yfir að forseta landsins hafi verið steypt af stóli og landið sagt frelsað eftir fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Í aldarfjórðung hefur Bashar Assad verið forseti en borgarastyrjöld hefur geisað í landinu undanfarin 13 ár. Pólitískum andstæðingum Assads og öðrum föngum hefur verið sleppt úr haldi, en forsetinn er sagður hafa flúið höfuðborgina. Forsætisráðherra landsins sagðist munu sýna samstarfsvilja með hverjum þeim sem þjóðin velji til valda. Uppreisnarmenn og almennir borgarar hafa í dag lagt leið sína í forsetahöllina í Damaskus og gengið þar frjálst um ganga. Þá hafa skemmdarverk verið unnin á styttum og myndum af forsetanum og öðrum meðlimum Assad-fjölskyldunnar, og þá var brotið og bramlað í Íranska sendiráðinu í Damaskus. Sýrlendingar víða um heim hafa komið saman á götum úti og fagnað falli stjórnarinnar í dag. Saga leiðtoga uppreisnarmanna sé mjög áhugaverð Magnea segir uppreisnar- og vígamenn samanstanda af ýmsum fylkingum úr ólíkum áttum. „Þeir sem hafa verið að takast á um hlutina undanfarin ár, þetta voru tuttugu fylkingar þær eru bara orðnar fjórar í dag. Það er ríkisstjórnin og Free Syrian Army og það eru hópar sem kenna sig við heilagt stríð eða jihad og þeir sameinast í raun og veru undir þá þessum hópi sem að þessi maður, Abu Mohammed al-Jawlani, veitir forystu. Svo eru það Kúrdarnir sem fá stuðning frá Bandaríkjunum.“ Spurð hvers vegna uppreisnarmenn nái skyndilega stjórn í landinu eftir þrettán ár af borgarastyrjöld, þar sem lítið hafi gerst síðustu fjögur ár segir Magnea: „Þetta er í raun og veru mjög áhugaverð saga sem að al-Jawlani, leiðtogi uppreisnar- og vígamanna, hefur. Við getum ekki mikið farið út í hana en hann fer til Írak árið 2003 til að berjast með andspyrnunni gegn innrásarliðinu í Írak. Síðan fer hann þegar að almennir borgarar réttilega mótmæla spillingu og mannréttindabrotum og stjórnarfari í Assad-stjórninni. 2011 þá stofnar hann Al-Nusra Front sem var í Írak, í Sýrlandi, sem er kennt við Al-Qaeda. Hann í raun og veru losar sig undan bæði svæðisbundnum yfirmönnum sínum og alþjóðlegum og stofnar sína eigin hreyfingu.“ Al-Jawlani sé bandamaður Bandaríkjanna Al-Jawlani sé mikill þjóðernissinni og hafi ekki viljað að Sýrland yrði að skotpalli fyrir alþjóðlega íslamista og Jihadista þó hann sé íslamisti sjálfur að sögn Magneu. „Frá 2016 þá er samkomulag á milli Tyrklands, Íraks og Rússlands að reyna draga úr átökunum og það er allt frekar rólegt en á meðan er hann að safna liði. Um maí 2023 lýsir hann yfir að það komi ný ríkisstjórn í Sýrlandi. Það er þegar að Rússland gerði innrás inn í Úkraínu og þá veit hann að stuðningur við Assad-stjórnina muni veikjast. Það sama gerist síðan þegar að Hamas ræðst inn í Ísrael, þá mun stuðningur frá Íran veikjast. Þetta eru ótrúlega vel skipulagðar aðgerðir, hann tók sér góðan tíma.“ Hvað tekur svo við í Sýrlandi? Mun þetta fara yfir landamærin? „Þetta er dálítið erfitt að segja en það er merkilegt með al-Jawlani að til þess að losa sig undan áhrifum Al-Qaeda þá varð hann bandamaður Bandaríkjanna. Ástæðan fyrir því að drónaárásir voru gerðar á leiðtoga Al-Qaeda í Sýrlandi var að hann gaf upp hnitin.“ Þar með telur Magnea að jafnvel séu betri tímar í vændum fyrir Sýrlendinga þrátt fyrir allt.
Sýrland Hernaður Bandaríkin Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira