Fótbolti

Birkir skoraði í svekkjandi tapi Brescia

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Brescia v Spezia - Serie B BRESCIA, ITALY - APRIL 27: Birkir Bjarnason of Brescia reacts during the Serie B match between Brescia and Spezia at Mario Rigamonti Stadium on April 27, 2024 in Brescia, Italy. (Photo by Image Photo Agency/Getty Images)
Brescia v Spezia - Serie B BRESCIA, ITALY - APRIL 27: Birkir Bjarnason of Brescia reacts during the Serie B match between Brescia and Spezia at Mario Rigamonti Stadium on April 27, 2024 in Brescia, Italy. (Photo by Image Photo Agency/Getty Images) Image Photo Agency/Getty Images

Birkir Bjarnason var í byrjunarliðinu og kom Brescia yfir á útivelli gegn Catanaro en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Mark Birkis kom eftir góða skiptingu út á hægri kantinn, þar sem Nicolas Gallazi tók við boltanum og flengdi yfir á fjærstöngina. Þar var Birkir vel staðsettur og kláraði færið.

Heimamenn jöfnuðu hins vegar rétt fyrir hálfleik og skoruðu svo sigurmarkið á áttundu mínútu uppbótartíma.

Þetta var fjórða mark Birkis en hann hefur spilað tíu af sextán deildarleikjum liðsins, en þetta var þó aðeins annar leikur hans í byrjunarliðinu.

Brescia situr um miðja Serie B, næstefstu deild Ítalíu, í tíunda sæti með nítján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×