Mark Birkis kom eftir góða skiptingu út á hægri kantinn, þar sem Nicolas Gallazi tók við boltanum og flengdi yfir á fjærstöngina. Þar var Birkir vel staðsettur og kláraði færið.
Heimamenn jöfnuðu hins vegar rétt fyrir hálfleik og skoruðu svo sigurmarkið á áttundu mínútu uppbótartíma.
Þetta var fjórða mark Birkis en hann hefur spilað tíu af sextán deildarleikjum liðsins, en þetta var þó aðeins annar leikur hans í byrjunarliðinu.
Brescia situr um miðja Serie B, næstefstu deild Ítalíu, í tíunda sæti með nítján stig.