Innlent

Kafla­skil í Sýr­landi, af­taka­veður og nágrannaerjur vegna jólaljósa

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Rússnesk stjórnvöld veittu Assad Sýrlandsforseta hæli í Rússlandi eftir að uppreisnarmenn steyptu stjórn hans af stóli í morgun. Sýrlendingar víða um heim hafa fagnað falli stjórnarinnar en mikil óvissa ríkir um framtíð stjórnarfars í landinu.

Aftakaveður er víða um land og viðvaranir í flestum landshlutum. Vegir eru víða flughálir á meðan snjó og klaka leysir vegna hlýinda. Við förum yfir stöðuna og verkefni björgunarsveita í beinni í fréttatímanum.

Nágrannaerjur vegna jólaskrauts eru fastur liður á aðventunni að sögn formanns húseigendafélagsins. Íbúi í Laugardal sem er hætt að skreyta vegna deilna við nágranna segir það huggun harmi gegn að nú fái skrautið að njóta sín á öðrum heimilum.

Þá hittum við ungar mæður sem stofnuðu nýlega samtök til að rjúfa félagslega einangrun eftir fæðingu, skellum okkur á jólaball og hittum 15 ára stráka sem ætla að halda styrktartónleika.

Klippa: Kvöldfréttir 8. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×