Körfubolti

Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugg­lega á­fram

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Stjarnan spilaði síðasta leik dagsins gegn Fjölni og vann tæplega fimmtíu stiga sigur. 
Stjarnan spilaði síðasta leik dagsins gegn Fjölni og vann tæplega fimmtíu stiga sigur.  Vísir / Pawel Cieslikiewicz

Aþena féll úr leik í VÍS bikarkeppni kvenna í körfubolta fyrr í dag. Öll önnur lið úrvalsdeildarinnar, sem mættu liðum úr næstefstu deild, unnu nokkuð þægilega sigra í sínum leikjum.

ÍR - Þór Akureyri 104-52

Þór Akureyri skoraði tvöfalt fleiri stig en ÍR og fór með 102-54 sigur úr heimsókn sinni í Breiðholtið. Þór Ak. er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar og fór í bikarúrslit á síðasta tímabili. ÍR er í sjötta sæti næstefstu deildar.

Selfoss - Tindastóll 60-102

Tindastóll, sem situr í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar, fór létt með fyrstu deildar lið Selfoss. Randi Keonsha Brown spilaði stóran þátt í sigrinum, skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf 12 stoðsendingar.

Hamar/Þór - KR 80-65

Hamar/Þór er í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og KR í öðru sæti næstefstu deildar. Heimaliðið tók afgerandi forystu í upphafi sem minnkaði aðeins um miðjan leik en breikkaði aftur undir lokin. Abby Beeman var stigahæst í sigurliðinu með 21 stig, auk þess að gefa 10 stoðsendingar.

Fjölnir - Stjarnan 74-123

Stjarnan, sem situr í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar, fór létt með Fjölni, sem afþakkaði úrvalsdeildarsæti og spilar í næstefstu deild. Sigurinn var aldrei í hættu og Stjarnan gat leyft öllum sínum leikmönnum að spila í kvöld.

Snæfell gaf sinn leik og þá er aðeins einn eftir

Snæfell gaf leik sinn gegn Grindavík, sem er því komið í átta liða úrslit. Lokaleikur sextán liða úrslitanna fer svo fram á morgun þegar Valur mætir Haukum.


Tengdar fréttir

Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik

Njarðvík vann 76-75 og sló ríkjandi bikarmeistara Keflavíkur úr leik í sextán liða úrslitum VÍS bikars kvenna. Brittany Dinkins reyndist hetja Njarðvíkur, hún kom liðinu yfir með vítaskoti þegar aðeins 5,1 sekúnda var eftir og stal svo boltanum í lokasókn Keflavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×