Innlent

Skæð fugla­flensa, ó­veður og jólatrjáasala

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.

Matvælastofnun starfar á neyðarstigi vegna skæðrar fuglaflensu sem kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag. Við förum yfir umfang og viðbragð með sérfræðingi í beinni.

Stormur gengur yfir hluta Englands. Krapaflóðahætta er hér á landi og ekkert ferðaveður í nokkrum landshlutum á morgun.

Tillaga um ákæru til embættismissis á hendur forseta Suður-Kóreu var felld í þinginu í dag í skugga fjölmennra mótmæla. Forsetinn hefur beðist afsökunar á umdeildri ákvörðun.

Þá sjáum við frá opnun Notre Dame sem hefur verið lokuð í fimm ár vegna viðgerða, fylgjumst með árlegri jólalest keyra um höfuðborgina og verðum í beinni útsendingu frá jólatrjáasölu sem fer hratt af stað.

Þetta og fleira í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 7. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×