Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2024 17:01 Brentford er með besta heimavallarárangurinn í ensku úrvalsdeildinni. getty/Chloe Knott Brentford heldur áfram að gera það gott á heimavelli en í dag vann liðið Newcastle United, 4-2, í ensku úrvalsdeildinni. Þá sigraði Aston Villa botnlið Southampton, 1-0. Fyrri hálfleikurinn í leik Brentford og Newcastle var með fjörugra móti en fjögur mörk voru skoruð á 24 mínútna kafla í honum. Bryan Mbeumo kom Brentford yfir á 8. mínútu en Alexander Isak jafnaði þremur mínútum síðar. Yoane Wissa kom heimamönnum aftur yfir á 28. mínútu en Harvey Barnes jafnaði fyrir gestina á 32. mínútu. Staðan í hálfleik var 2-2. Á 56. mínútu skoraði varnarmaðurinn Nathan Collins eftir sendingu frá markverðinum Mark Flekken. Á lokamínútunni gulltryggði Kevin Schade svo sigur Brentford með sínu fjórða marki í síðustu þremur leikjum. Með sigrinum komst Brentford upp í 7. sæti deildarinnar. Af þeim 23 stigum sem liðið hefur náð í hafa 22 komið á heimavelli. Newcastle, sem er án sigurs í síðustu fjórum leikjum, er í 12. sæti með tuttugu stig. Annar sigur Villa í röð Villa lyfti sér upp í 5. sæti deildarinnar með sigrinum á Southampton. Jhon Durán skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu. Villa hefur unnið tvo leiki í röð eftir afar brösugt gengi þar á undan. Southampton hefur tapað tólf af fimmtán leikjum sínum í vetur og er á botni deildarinnar með einungis fimm stig, átta stigum frá öruggu sæti. Enski boltinn
Brentford heldur áfram að gera það gott á heimavelli en í dag vann liðið Newcastle United, 4-2, í ensku úrvalsdeildinni. Þá sigraði Aston Villa botnlið Southampton, 1-0. Fyrri hálfleikurinn í leik Brentford og Newcastle var með fjörugra móti en fjögur mörk voru skoruð á 24 mínútna kafla í honum. Bryan Mbeumo kom Brentford yfir á 8. mínútu en Alexander Isak jafnaði þremur mínútum síðar. Yoane Wissa kom heimamönnum aftur yfir á 28. mínútu en Harvey Barnes jafnaði fyrir gestina á 32. mínútu. Staðan í hálfleik var 2-2. Á 56. mínútu skoraði varnarmaðurinn Nathan Collins eftir sendingu frá markverðinum Mark Flekken. Á lokamínútunni gulltryggði Kevin Schade svo sigur Brentford með sínu fjórða marki í síðustu þremur leikjum. Með sigrinum komst Brentford upp í 7. sæti deildarinnar. Af þeim 23 stigum sem liðið hefur náð í hafa 22 komið á heimavelli. Newcastle, sem er án sigurs í síðustu fjórum leikjum, er í 12. sæti með tuttugu stig. Annar sigur Villa í röð Villa lyfti sér upp í 5. sæti deildarinnar með sigrinum á Southampton. Jhon Durán skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu. Villa hefur unnið tvo leiki í röð eftir afar brösugt gengi þar á undan. Southampton hefur tapað tólf af fimmtán leikjum sínum í vetur og er á botni deildarinnar með einungis fimm stig, átta stigum frá öruggu sæti.