Fótbolti

Skoraði mínútu eftir að hún kom inn á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði lykilmark í sigri Fiorentina á Sampdoria.
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði lykilmark í sigri Fiorentina á Sampdoria. getty/Paolo Giuliani

Alexandra Jóhannsdóttir var ekki lengi að láta að sér kveða eftir að hún kom inn á sem varamaður í 1-3 sigri Fiorentina á Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Alexandra byrjaði á bekknum en kom inn á þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Mínútu síðar skoraði hún og kom Fiorentina í 1-2.

Gestirnir frá Flórens bættu svo einu marki við í uppbótartíma og gulltryggðu sér stigin þrjú.

Markið í dag var það fyrsta hjá Alexöndru á tímabilinu. Hún kom til Fiorentina frá Breiðabliki sumarið 2022.

Þetta var fyrsti sigur Fiorentina í fjórum leikjum. Liðið er í 2. sæti deildarinnar með 26 stig, þremur stigum á eftir toppliði Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×