Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2024 13:33 Ty-Shon Alexander setti niður átta þrista í tíu tilraunum gegn Tindastóli. getty/Roberto Finizio Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds telja að Keflvíkingar hafi dottið í lukkupottinn með því að semja við Ty-Shon Alexander. Hann átti stórleik gegn Tindastóli í gær. Keflvíkingar gáfu Stólunum engin grið og unnu 27 stiga sigur, 120-93. Alexander fór mikinn í leiknum og skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr tólf af sextán skotum sínum. „Maður sá bara gæðin. Hann er með ofboðslega mjúkt og fallegt skot og getur skotið vel fyrir utan. Hann var með átta af tíu í þristum. Hann var frábær í þessum leik. Svo sýndi hann okkur þetta líka; að fara framhjá mönnum og ráðast á körfuna,“ sagði Teitur Örlygsson um Alexander í Bónus Körfuboltakvöldi. Keflvíkingar sömdu við Alexander eftir að Wendell Green var látinn taka pokann sinn og hann hefur leikið tvo leiki fyrir liðið. Í þeim fyrri skoraði hann 26 stig og nú 33. Hermann Hauksson segir að Alexander eigi þó eflaust eftir að verða enn betri þegar hann kemst í betra form. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Ty-Shon Alexander „Þetta eru rosaleg gæði. Þegar hann er kominn í alvöru líkamlegt stand og með þol til að hlaupa af krafti allan tímann. Hann er illviðráðanlegur núna og maður sér þessi gæði sem hann býr yfir, bæði með að fara á körfuna, hvað hann er fljótur að búa sér til skot og að finna aðra,“ sagði Hermann. „Þetta er mikill fengur fyrir Keflavík. Þetta er þeirra Remy Martin í fyrra, þegar hann var uppi á sitt allra, allra besta. Þetta er ekta Keflavíkur-Kani. Hann getur sprengt upp leikina með mikilli þriggja stiga sýningu sem Keflvíkingar elska. Það verður mjög spennandi að sjá næstu leiki hjá þessum.“ Alexander lék með Phoenix Suns í NBA-deildinni tímabilið 2020-21. Liðið fór þá alla leið í úrslit og Alexander afrekaði það að skora stig þar, eitthvað sem enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hefur gert. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Keflvíkingar gáfu Stólunum engin grið og unnu 27 stiga sigur, 120-93. Alexander fór mikinn í leiknum og skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr tólf af sextán skotum sínum. „Maður sá bara gæðin. Hann er með ofboðslega mjúkt og fallegt skot og getur skotið vel fyrir utan. Hann var með átta af tíu í þristum. Hann var frábær í þessum leik. Svo sýndi hann okkur þetta líka; að fara framhjá mönnum og ráðast á körfuna,“ sagði Teitur Örlygsson um Alexander í Bónus Körfuboltakvöldi. Keflvíkingar sömdu við Alexander eftir að Wendell Green var látinn taka pokann sinn og hann hefur leikið tvo leiki fyrir liðið. Í þeim fyrri skoraði hann 26 stig og nú 33. Hermann Hauksson segir að Alexander eigi þó eflaust eftir að verða enn betri þegar hann kemst í betra form. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Ty-Shon Alexander „Þetta eru rosaleg gæði. Þegar hann er kominn í alvöru líkamlegt stand og með þol til að hlaupa af krafti allan tímann. Hann er illviðráðanlegur núna og maður sér þessi gæði sem hann býr yfir, bæði með að fara á körfuna, hvað hann er fljótur að búa sér til skot og að finna aðra,“ sagði Hermann. „Þetta er mikill fengur fyrir Keflavík. Þetta er þeirra Remy Martin í fyrra, þegar hann var uppi á sitt allra, allra besta. Þetta er ekta Keflavíkur-Kani. Hann getur sprengt upp leikina með mikilli þriggja stiga sýningu sem Keflvíkingar elska. Það verður mjög spennandi að sjá næstu leiki hjá þessum.“ Alexander lék með Phoenix Suns í NBA-deildinni tímabilið 2020-21. Liðið fór þá alla leið í úrslit og Alexander afrekaði það að skora stig þar, eitthvað sem enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hefur gert. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira