Lakers mætti Atlanta Hawks í hörkuleik í nótt þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Þegar 7,4 sekúndur voru eftir af henni setti Trae Young niður þriggja stiga skot og kom Atlanta í 134-132. Lakers fékk tækifæri til að jafna eða að vinna leikinn en þriggja stiga skot LeBrons geigaði.
TRAE YOUNG WINS IT FOR THE HAWKS 🥶
— NBA (@NBA) December 7, 2024
The go-ahead bucket from distance ices it for Atlanta, 134-132! pic.twitter.com/Rol6QchsyP
LeBron skoraði 39 stig fyrir Lakers, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Davis skoraði 38 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar.
LeBron and AD put up monster numbers in Atlanta 🤯
— NBA (@NBA) December 7, 2024
Davis supplied 38 PTS, 10 REB and 8 AST while LeBron recorded his 7th triple-double of the season, putting up 39 PTS, 10 REB, 11 AST and 6 3PM! pic.twitter.com/ttaDWywjts
Young var stigahæstur hjá Atlanta með 31 stig auk þess sem hann gaf tuttugu stoðsendingar. Hann er stoðsendingahæstur í deildinni með 12,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Serving up dimes and putting the game on ice 🧊
— NBA (@NBA) December 7, 2024
Trae Young (31 PTS, 20 AST, 5 3PM) had an offensive showcase in the @ATLHawks overtime win! pic.twitter.com/G6afKjvkuB
De'Andre Hunter skoraði 26 stig af bekknum en varamenn Atlanta skoruðu samtals 65. Á meðan gerðu varamenn Lakers aðeins sautján stig.
Lakers hefur nú tapað þremur leikjum í röð og sjö af síðustu níu leikjum sínum. Liðið er í 10. sæti Vesturdeildarinnar með tólf sigra og ellefu töp.
Öllu betur gengur hjá Atlanta sem hefur unnið sex leiki í röð. Haukarnir eru í 5. sæti Austurdeildarinnar með þrettán sigra og ellefu töp.