„Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. desember 2024 21:17 Baldur Ragnarsson er í toppmálum þessa dagana. Vísir/Jón Gautur Stjarnan vann öruggan og nokkuð þægilegan útisigur í kvöld í nágrannaslag gegn Álftanesi, 77-97. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, var sérstaklega ánægður með varnarleikinn að þessu sinni. Patrekur Jóhannesson tók utan um Baldur þegar hann var á leiðinni í viðtalið og sagði: „Góð orka í liðinu!“ sem rammar frammistöðuna ef til vill ágætlega inn. „Þetta er minn maður þarna, Patti, geggjaður. Já, bara mjög góð orka. Frábær varnarleikur heilt yfir, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég var mjög ánægður með það.“ Stjarnan byrjaði leikinn á 14-0 áhlaupi og var nokkurn veginn alltaf í bílstjórasætinu eftir það. Baldur viðurkenndi að hann hefði reiknað með jafnari leik fyrirfram. „Ég held að ég sé að segja rétt að það hafa allir leikir hérna verið í framlengingu eða algjört 50/50 og ég reiknaði náttúrulega bara með því að við værum að fara í það. Hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum á varnarvelli og bara orkuna heilt yfir. Menn að hreyfa boltann glæsilega og „eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta.“ Orri Gunnarsson fór fyrir stigaskori gestanna í kvöld en lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik. Það skipti þó engu máli þar sem Stjarnan býr yfir góðu og samstilltu vopnabúri að mati Baldurs. „Það er bara hrikalega góð „kemestría“ í liðinu á milli leikmanna. Menn treysta hver öðrum og erlendu leikmennirnir líka alveg í takti við þá íslensku þannig að ég er bara mjög ánægður með það. Þetta var bara hrikalega góður leikur hjá okkur í dag.“ „Þú mátt ekki taka þessu sem gefnu, þetta var bara góð frammistaða, við vinnum út af því. Ef þú heldur að þú sért eitthvað, þá lendirðu niðri á jörðinni. Er orkan fer, ef varnarleikurinn fer, þá bara taparðu. Þú verður alltaf að vinna vinnuna og halda fókus.“ Stjarnan á bikarleik strax á mánudag en Baldur sagði að hann hefði aldrei haft það á bakvið eyrað að hvíla menn fyrir þann leik. „Nei, í sjálfu sér ætlaði ég bara að vinna leikinn og var ekki að pæla í því eitt né neitt.“ Það er kannski bara Hlynur sem þarf á lengri hvíld að halda? „Hann spilar bara tíu mínútur hvort sem er, hann þarf engan tíma til að jafna sig, hann getur spilað aftur á morgun.“ Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson tók utan um Baldur þegar hann var á leiðinni í viðtalið og sagði: „Góð orka í liðinu!“ sem rammar frammistöðuna ef til vill ágætlega inn. „Þetta er minn maður þarna, Patti, geggjaður. Já, bara mjög góð orka. Frábær varnarleikur heilt yfir, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég var mjög ánægður með það.“ Stjarnan byrjaði leikinn á 14-0 áhlaupi og var nokkurn veginn alltaf í bílstjórasætinu eftir það. Baldur viðurkenndi að hann hefði reiknað með jafnari leik fyrirfram. „Ég held að ég sé að segja rétt að það hafa allir leikir hérna verið í framlengingu eða algjört 50/50 og ég reiknaði náttúrulega bara með því að við værum að fara í það. Hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum á varnarvelli og bara orkuna heilt yfir. Menn að hreyfa boltann glæsilega og „eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta.“ Orri Gunnarsson fór fyrir stigaskori gestanna í kvöld en lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik. Það skipti þó engu máli þar sem Stjarnan býr yfir góðu og samstilltu vopnabúri að mati Baldurs. „Það er bara hrikalega góð „kemestría“ í liðinu á milli leikmanna. Menn treysta hver öðrum og erlendu leikmennirnir líka alveg í takti við þá íslensku þannig að ég er bara mjög ánægður með það. Þetta var bara hrikalega góður leikur hjá okkur í dag.“ „Þú mátt ekki taka þessu sem gefnu, þetta var bara góð frammistaða, við vinnum út af því. Ef þú heldur að þú sért eitthvað, þá lendirðu niðri á jörðinni. Er orkan fer, ef varnarleikurinn fer, þá bara taparðu. Þú verður alltaf að vinna vinnuna og halda fókus.“ Stjarnan á bikarleik strax á mánudag en Baldur sagði að hann hefði aldrei haft það á bakvið eyrað að hvíla menn fyrir þann leik. „Nei, í sjálfu sér ætlaði ég bara að vinna leikinn og var ekki að pæla í því eitt né neitt.“ Það er kannski bara Hlynur sem þarf á lengri hvíld að halda? „Hann spilar bara tíu mínútur hvort sem er, hann þarf engan tíma til að jafna sig, hann getur spilað aftur á morgun.“
Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira