Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­stund í pílukastinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arngrímur Anton Ólafsson keppir á úrslitakvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti ásamt Vitor Charrua, Dilyan Kolev og Alexander Veigari Þorvaldssyni.
Arngrímur Anton Ólafsson keppir á úrslitakvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti ásamt Vitor Charrua, Dilyan Kolev og Alexander Veigari Þorvaldssyni. vísir/hulda margrét

Sýnt verður beint frá viðburðum í fimm íþróttagreinum á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Meðal annars verður sýnt beint frá úrslitakvöldinu í úrvalsdeildinni í pílukasti.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19:30 hefst bein útsending frá úrslitakvöldinu í úrvalsdeildinni í pílukasti.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18:00 verður sýnt beint frá leik Charlotte Hornets og Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta.

Vodafone Sport

Klukkan 10:25 hefst bein útsending frá þriðju æfingunni fyrir kappaksturinn í Abú Dabí.

Klukkan 13:55 verður sýnt beint frá tímatökunni fyrir kappaksturinn í Abú Dabí.

Klukkan 15:15 er komið að beinni útsendingu frá leik Cardiff City og Watford í ensku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 17:25 hefst bein útsending frá leik Borussia Mönchengladbach og Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 19:25 verður sýnt beint frá leik Preussen Munster og Magdeburg í þýsku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 22:05 er svo komið að leik New York Islanders og Carolina Hurricanes í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×