Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2024 15:36 Börn þekkja rétt sinn betur eftir að hafa fengið fræðslu frá UNICEF. UNICEF Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann en vita ekki öll að réttindin eiga við um þau. Með markvissri fræðslu landsnefndar UNICEF hefur hlutfallið aukist úr 53 prósentum í 81 prósent, meðal barna í Réttindaskóla þeirra, sem þekkja rétt sinn. Í nýrri skýrslu samtakanna kemur jafnframt fram að verkefni UNICEF snerta líf yfir helming barna á Íslandi og að um 17.200 börn gangi í Réttindaskóla og -frístund UNICEF. Í ár eru 20 ár frá því að landsnefnd UNICEF var stofnuð á Íslandi. Í tilkynningu segir að samtökin hafi allt frá upphafi unnið að málefnum barna á Íslandi. Árangurinn af því sé til dæmis að 58 prósent barna héldu, eða voru ekki viss hvort, að hægt væri taka réttindi af þeim ef þau haga sér ekki vel. Eftir markvissa fræðslu og innleiðingu Réttindaskóla og -frístundar lækkaði hlutfallið í 23 prósent barna að meðaltali. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi.Aðsend Í tilefni afmælisins hefur innanlandsdeild landsnefndarinnar gefið úr árangursskýrslu þar sem litið yfir farinn veg og farið yfir umfangsmikið málsvarastarf landsnefndarinnar síðastliðna áratugi. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd. Öll börn á Íslandi eiga að vita af réttindum sínum og finna það á eigin skinni að réttindi þeirra séu virt,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi, í tilkynningunni. Vita ekki endilega að þau eiga rétt Þar kemur einnig fram að árlega fræði samtökin þúsundir starfsmanna sveitarfélaga um Barnasáttmálann. Þá segir að í Réttindaskólum hafi aukist hlutfall barna sem hafa heyrt um Barnasáttmálann úr 85 prósent í 97,5 prósent að meðaltali, en mælingar UNICEF hafi þó sýnt að þótt börn viti af sáttmálanum vita þau ekki endilega að þau sjálf eigi réttindi. „Við höfum í gegnum tíðina tekið saman og kynnt nýjar upplýsingar um stöðu barna sem hafa breytt umræðunni og hrint af stað jákvæðum breytingum. Þar hefur rödd barnanna sjálfra skipt mestu máli og við leggjum okkur fram um að skapa tækifæri fyrir börn að hafa áhrif,“ segir Eva. Þá bendir hún á að rannsóknir sýni að börn sem þekki réttindi sín séu umburðarlyndari, virði frekar fjölbreytileika, séu líklegri til þess að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti, standi betur vörð um eigin réttindi og annarra og séu betur undirbúin til þess að leita sér aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi eða misnotkun. Hægt er að kynna sér skýrsluna hér. Félagasamtök Réttindi barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Í nýrri skýrslu samtakanna kemur jafnframt fram að verkefni UNICEF snerta líf yfir helming barna á Íslandi og að um 17.200 börn gangi í Réttindaskóla og -frístund UNICEF. Í ár eru 20 ár frá því að landsnefnd UNICEF var stofnuð á Íslandi. Í tilkynningu segir að samtökin hafi allt frá upphafi unnið að málefnum barna á Íslandi. Árangurinn af því sé til dæmis að 58 prósent barna héldu, eða voru ekki viss hvort, að hægt væri taka réttindi af þeim ef þau haga sér ekki vel. Eftir markvissa fræðslu og innleiðingu Réttindaskóla og -frístundar lækkaði hlutfallið í 23 prósent barna að meðaltali. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi.Aðsend Í tilefni afmælisins hefur innanlandsdeild landsnefndarinnar gefið úr árangursskýrslu þar sem litið yfir farinn veg og farið yfir umfangsmikið málsvarastarf landsnefndarinnar síðastliðna áratugi. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd. Öll börn á Íslandi eiga að vita af réttindum sínum og finna það á eigin skinni að réttindi þeirra séu virt,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi, í tilkynningunni. Vita ekki endilega að þau eiga rétt Þar kemur einnig fram að árlega fræði samtökin þúsundir starfsmanna sveitarfélaga um Barnasáttmálann. Þá segir að í Réttindaskólum hafi aukist hlutfall barna sem hafa heyrt um Barnasáttmálann úr 85 prósent í 97,5 prósent að meðaltali, en mælingar UNICEF hafi þó sýnt að þótt börn viti af sáttmálanum vita þau ekki endilega að þau sjálf eigi réttindi. „Við höfum í gegnum tíðina tekið saman og kynnt nýjar upplýsingar um stöðu barna sem hafa breytt umræðunni og hrint af stað jákvæðum breytingum. Þar hefur rödd barnanna sjálfra skipt mestu máli og við leggjum okkur fram um að skapa tækifæri fyrir börn að hafa áhrif,“ segir Eva. Þá bendir hún á að rannsóknir sýni að börn sem þekki réttindi sín séu umburðarlyndari, virði frekar fjölbreytileika, séu líklegri til þess að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti, standi betur vörð um eigin réttindi og annarra og séu betur undirbúin til þess að leita sér aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi eða misnotkun. Hægt er að kynna sér skýrsluna hér.
Félagasamtök Réttindi barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði