Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Árni Sæberg skrifar 6. desember 2024 15:14 Sunneva Ósk Guðmundsdóttir með kassa af ferskum gellum. Samherji Samherji sendir nú ferskar gellur með flugi til Spánar, enda eykst eftirspurn eftir gellum þar í landi gríðarlega á aðventunni. Um gelluæði Spánverja á aðventunni er fjallað á vef Samherja. Þar er haft eftir Sunnevu Ósk Guðmundsdóttur, framleiðslustjóra Samherja á Akureyri, að reynt sé eftir bestu getu að verða við óskum kaupenda, ferskar gellur séu því sendar með flugi til Spánar. „Ég er ekki frá því að suma daga séu samtals hátt í tuttugu manns að gella, bæði hérna á Akureyri og á Dalvík. Fjöldinn fer eftir því hvaða fisktegundir er verið að vinna hverju sinni og þegar ekki er verið að gella sinna starfsmennirnir öðrum verkefnum. Þeir sem gella þurfa stundum að mæta snemma á morgnana, áður en sjálf vinnslan hefst.“ Borðaðar allt árið en kosta skildinginn Þá er haft eftir Kenneth Holst Moe, framkvæmdastjóra Icefresh Seafood Spain, að rík hefð sé meðal margra Spánverja að borða gellur, sér í lagi á aðventunni. „Upphafið má rekja til þess að spænskir sjómenn máttu á árum áður hirða gellur og kinnar, þetta var nokkurs konar bónus á launin. Spænskum togurum sem veiða þorsk hefur fækkað mikið í áranna rás, fólk vill engu að síður fá gellur og þá liggur beinast við að flytja þær inn frá Íslandi. Gellur eru borðaðar allan ársins hring hérna á Spáni. Sökum þess að þær eru tiltölulega dýrar kaupir fólk þær við sérstök tækifæri, svo sem í aðdraganda jólanna. Neyslan eykst því verulega þessar vikurnar.“ Sjávarútvegur Spánn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Um gelluæði Spánverja á aðventunni er fjallað á vef Samherja. Þar er haft eftir Sunnevu Ósk Guðmundsdóttur, framleiðslustjóra Samherja á Akureyri, að reynt sé eftir bestu getu að verða við óskum kaupenda, ferskar gellur séu því sendar með flugi til Spánar. „Ég er ekki frá því að suma daga séu samtals hátt í tuttugu manns að gella, bæði hérna á Akureyri og á Dalvík. Fjöldinn fer eftir því hvaða fisktegundir er verið að vinna hverju sinni og þegar ekki er verið að gella sinna starfsmennirnir öðrum verkefnum. Þeir sem gella þurfa stundum að mæta snemma á morgnana, áður en sjálf vinnslan hefst.“ Borðaðar allt árið en kosta skildinginn Þá er haft eftir Kenneth Holst Moe, framkvæmdastjóra Icefresh Seafood Spain, að rík hefð sé meðal margra Spánverja að borða gellur, sér í lagi á aðventunni. „Upphafið má rekja til þess að spænskir sjómenn máttu á árum áður hirða gellur og kinnar, þetta var nokkurs konar bónus á launin. Spænskum togurum sem veiða þorsk hefur fækkað mikið í áranna rás, fólk vill engu að síður fá gellur og þá liggur beinast við að flytja þær inn frá Íslandi. Gellur eru borðaðar allan ársins hring hérna á Spáni. Sökum þess að þær eru tiltölulega dýrar kaupir fólk þær við sérstök tækifæri, svo sem í aðdraganda jólanna. Neyslan eykst því verulega þessar vikurnar.“
Sjávarútvegur Spánn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira