Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2024 14:52 Calin Georgescu fór með sigur af hólmi í kosningunum. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og Nató-efasemdarmaður Vísir/EPA Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. Nokkuð óvænt niðurstaða var í fyrri umferð þar sem þjóðernissinninn Calin Georgescu bar sigur af hólmi. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og er NATÓ-efasemdarmaður. Í frétt BBC segir að hann hafi í gegnum tíðina lofsungið forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Ciolacu hefur sagt ákvörðun dómstólsins þá einu réttu. Fram kemur í umfjöllun BBC að dómarar dómstólsins hafi hist í morgun, föstudag, þrátt fyrir að hafa tilkynnt í gær að þeir myndu ekki ræða þessar nýju upplýsingar varðandi möguleg utanaðkomandi áhrif á kosningarnar fyrr en það kæmi að annarri umferð kosninganna. Samkvæmt rúmenskum lögum á að halda kosningu tveimur sunnudögum eftir ógildingu sem hefði þá verið 22. desember. Dómstóllinn hefur hins vegar beðið stjórnvöld að endurtaka allt kosningaferlið, þar á meðal kosningaherferðina. Forgangur á TikTok Dómstóllinn óskaði eftir endurtalningu í síðustu viku eftir ásakanir um það færslur Calin Georgescu á samfélagsmiðlinum Tiktok hefðu notið einhvers konar forgangs í aðdraganda kosninganna og þannig fleiri séð þær en færslur annarra frambjóðenda. Georgescu háði sína kosningabaráttu að mestu á Tiktok. Miðillinn hefur sagt það alrangt að reikningur hans hafi fengið einhverja aðra meðferð en aðrir reikningar miðilsins. Elena Lasconi var í öðru sæti í kosningunum og átti því að mæta Georgescu í seinni umferðinni.Vísir/EPA Georgescu fékk 23 prósent atkvæða, Elena Lasconi, fékk 19 prósent í öðru sæti og forsætisráðherrann, Marcel Ciolacu var í þriðja sæti. Stjórnarskrárdómstóllinn vísaði á sama tíma frá kröfu tveggja frambjóðenda um að Georgescu um að afla fjár fyrir kosningabaráttuna með ólöglegum hætti. Hann hefur sjálfur neitað því að vera „Moskvumaður“ og segir pólitískar stofnanir ekki ráða við sigur hans og séu þannig að reyna að koma í veg fyrir hann. Rúmenía Evrópusambandið NATO Samfélagsmiðlar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur BBC hafa fjarlægt línu um spillingu Trumps Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Sjá meira
Nokkuð óvænt niðurstaða var í fyrri umferð þar sem þjóðernissinninn Calin Georgescu bar sigur af hólmi. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og er NATÓ-efasemdarmaður. Í frétt BBC segir að hann hafi í gegnum tíðina lofsungið forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Ciolacu hefur sagt ákvörðun dómstólsins þá einu réttu. Fram kemur í umfjöllun BBC að dómarar dómstólsins hafi hist í morgun, föstudag, þrátt fyrir að hafa tilkynnt í gær að þeir myndu ekki ræða þessar nýju upplýsingar varðandi möguleg utanaðkomandi áhrif á kosningarnar fyrr en það kæmi að annarri umferð kosninganna. Samkvæmt rúmenskum lögum á að halda kosningu tveimur sunnudögum eftir ógildingu sem hefði þá verið 22. desember. Dómstóllinn hefur hins vegar beðið stjórnvöld að endurtaka allt kosningaferlið, þar á meðal kosningaherferðina. Forgangur á TikTok Dómstóllinn óskaði eftir endurtalningu í síðustu viku eftir ásakanir um það færslur Calin Georgescu á samfélagsmiðlinum Tiktok hefðu notið einhvers konar forgangs í aðdraganda kosninganna og þannig fleiri séð þær en færslur annarra frambjóðenda. Georgescu háði sína kosningabaráttu að mestu á Tiktok. Miðillinn hefur sagt það alrangt að reikningur hans hafi fengið einhverja aðra meðferð en aðrir reikningar miðilsins. Elena Lasconi var í öðru sæti í kosningunum og átti því að mæta Georgescu í seinni umferðinni.Vísir/EPA Georgescu fékk 23 prósent atkvæða, Elena Lasconi, fékk 19 prósent í öðru sæti og forsætisráðherrann, Marcel Ciolacu var í þriðja sæti. Stjórnarskrárdómstóllinn vísaði á sama tíma frá kröfu tveggja frambjóðenda um að Georgescu um að afla fjár fyrir kosningabaráttuna með ólöglegum hætti. Hann hefur sjálfur neitað því að vera „Moskvumaður“ og segir pólitískar stofnanir ekki ráða við sigur hans og séu þannig að reyna að koma í veg fyrir hann.
Rúmenía Evrópusambandið NATO Samfélagsmiðlar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur BBC hafa fjarlægt línu um spillingu Trumps Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Sjá meira