Áttundi sigur Alberts og fé­laga í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert Guðmundsson er kominn aftur á ferðina eftir meiðsli.
Albert Guðmundsson er kominn aftur á ferðina eftir meiðsli. getty/Gabriele Maltinti

Albert Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar Fiorentina vann Cagliari, 1-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var áttundi deildarsigur Fiorentina í röð.

Albert sneri aftur á völlinn í bikarleik gegn Empoli eftir nokkurra vikna fjarveru vegna meiðsla.

Landsliðsmaðurinn kom aftur inn á sem varamaður í leiknum gegn Cagliari en hann spilaði síðustu 23 mínúturnar.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Danilo Cataldi á 24. mínútu.

Vörn Fiorentina var þétt eins og hún hefur verið að undanförnu en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu fimm deildarleikjum.

Fiorentina er í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig, þremur stigum á eftir toppliði Atalanta. Albert og félagar eiga þó leik til góða en leikur þeirra gegn Inter um síðustu helgi var blásinn af eftir að Edoardo Bove hné niður.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira